Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Búðu mér ból í faðmi þínum

Búðu mér ból í faðmi þínum
bjarteygði sveinn.
Hvíslaðu í hálsakotið
heitum orðum þínum.
Gefðu mér gjöf þína í nótt
ég gef þér mína á móti.


Herm þú mér

Í augum sé ég angist
von og þrá
og upp á veruleikans sýndarþil
varpast vitund 
sem ég veit ekki á nein skil

því spegill, spegill
herm þú mér

er ég til?


Manstu?

Manstu litlu kompuna í kjallaranum
þar sem við áttum okkar fyrstu ástarfundi?

Manstu hótelherbergið í Kaupmannahöfn
þar sem við drukkum rauðvín uppi í rúmi
og elskuðumst liðlangan daginn?

Manstu að okkur langaði í lítið hús
með garði sem huldufólk ætti heima í?

 Manstu, manstu...

 

 

- eftir mér ?


Spilaborgin

Það er auðséð á öllu að það er spilaborg en ekki skjaldborg sem hefur verið slegin um heimilin í landinu enda eru það allt tómir spilagosar sem stjórna þessu guðsvolaða landi okkar.

Það er mikið

að þeir fara bara ekki að sprauta sjúklingana niður með ískaldri vatnsbunu eins og tíðkaðist víst í den.
mbl.is Geðdeild lokað í sparnaðarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vor við Tjörnina

Ástfangin ský á skærbláum himni
skína
og æðarblikinn auga hýru rennir
til ungkollu
sem syndir feimin framhjá.
En strákarnir á stelpuskjátur
stara.

Þotur fljúga og festingu bláa
feta
í háum boga og blikandi vængjum
blaka.
Og bílarnir á bónorðsferðum
bruna
með eld í æðum
yfir Tjarnarbrúna.


Ertu ekkert að pæla??

Ég er með ógleði af ást, byrjuð
að æla.
Þér finnst um fátt
farin er ég þó að skæla.

Ég er með ógleði, uppsölu,
iðrakveisu

- en þú ert með stæla!

Ég er með hjartaáfall, hugsýki,
harðlífi,

- ertu ekkert að pæla??


Næsta síða »

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband