Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2006

Það er/u haugaský ( önnur útfærsla) ljóð

Það er

háflóð

á himni

hvítfextir

bólstrarnir

ergjandi

græði

 

ærandi ólgandi

æðandi að láði. 

 

Ætli Höfðingi himnanna

hafi loks tapað rænu og ráði?' 

 


Það er/ u haugaský ljóð

Það er háflóð á himni

hvítextar öldurnar

ergjandi græði

ærandi ólgandi

æðandi að láði

 

ætli Höfðingi himnanna

hafi loks tapað rænu og ráði?? 


STÓRMÁL ljóð

Aðalmálið er

að hafa eitthvað

til málanna að leggja

 

og það er mitt

hjartans mál

að ekki verði mikð mál

að leysa vandamál

varðandi málefni

og stefnumál flokksins

 

eða máls málanna

sem er bundið mál

 

því tók ég til máls

um mál  málanna

meðal málsmetandi manna

 

gerður var góður rómur

að máli minu

enda er ég rómuð fyrir 

að vera vel máli farin

og hafa sannfærandi málróm

 

kvisast hefur út

orðrómur um það

að málið sé í höfn

 

enda er það málið

 

er það mál manna

að ég hafi alfarið tekið málin

í mínar hendur

og þar með leyst málið

 

sem er mjög gott mál. 


Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband