Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
13.10.2006 | 03:56
Áætlað er að 300 milljónasti Bandaríkjamaðurinn fæðist á þriðjudag
Nú velta menn vöngum yfir því í Ameríkunni hvort þrjúhundruðmilljónasti Ameríkaninn verði stelpa eða strákur og svo sem ekkert undarlegt við það. Alltaf spennandi hvort kynið það verður þegar barn er í vændum og ég tala nú ekki um þegar um svona fjarskalega mikilvægt barn er að ræða.
Hitt finnst mér stórskrýtið að Kanarnir skuli líka vera að pæla því í hvort þrjúhundruðmilljónasti Ameríkaninn verði innfæddur eða aðfluttur.
Hvernig aðfluttur?
Ófætt, aðflutt barn, fætt sem Bandaríkjamaður?? Ég gat bara ómögulega áttað mig á samhenginu í þessu.
En svo rann upp fyrir mér ljós. Ófæddi 300milljónasti Ameríkaninn getur náttúrlega verið aðfluttur ef hann er af erlendum uppruna og getinn í öðru landi en Bandaríkjunum en flytur á fósturstigi (ásamt og inni í móður sinni náttúrulega) til Bandaríkjanna og er svo lúsheppinn að fæðast þar sem þessi þrjúhundruðmilljónasti ameríski ríkisborgari.
Ég vona aftur á móti að 300milljónasti Bandaríkjamaðurinn verði innfæddur ekta Ameríkani.
Það er að segja, einn orginal ekta Sioux Indjáni.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Átján ára gamall drengur frá Asíuríki einu og sem er með dvalarleyfi á Íslandi hefur fengið þann þyngsta dóm sem nokkur maður getur fengið. Eftir að hafa tekið út refsingu sína í fangelsi er hann gerður útlægur frá fjöskyldu sinni í 10 ár með því að vera vísað af landi brott.
Ég er ekki að mæla því ofbeldi bót sem hann gerðist sekur um þ.e. líkamsárás og kynferðisglæp síður en svo. En hvers vegna var ekki hægt að gera drengnum skylt að sæta einskonar skilorði þannig að hann væri undir eftirliti á einhvern hátt?
Jafnvel hefði verið hægt að bjóða honum aðstoð í formi meðferðarúræðis gegn ofbeldishneigð.
Drengurinn á föður, móður og systkini hér á landi. Enn fremur kærustu sem gengur með barn þeirra þó þau séu að vísu búin að slíta samvistum.
Hugsar sá grimmdarseggur eða seggir sem kváðu upp þennan dæmalausa dóm nokkuð út í það að dómurinn kemur niður á heilli fjölskyldu og ófæddu barni? Dómurinn veldur því vafalaust miklum fjölskylduharmleik.
Maður gæti haldið að við lifðum á hinum myrku miðöldum miðað við þennan miskunnarlausa dóm.
Mér finnst líka óréttlátt og bera keim af rasisma að menn séu beittir þessari grimmd . Og það eingöngu sökum þess að þeir eru ekki af okkar frábæra íslenska kynstofni og hafa ekki borið gæfu til þess að fæðast á þessu útvalda landi okkar .
Ef átján ára gamall Íslendingur hefði framið þennan glæp og tekið út sína refsingu í kjölfarið. Hefði verið óhugsandi að hann hefði í ofanálag verið gerður útlægur og með því slitinn úr öllum tengslum við fjölskyldu sína.
Mér finnst þessi dómur vera enn verri en kynferðisglæpurinn sem drengurinn var dæmdur fyrir.
Þessi dómur er jafn níðþungur að mínu mati sem væri hann dauðadómur og hann er sannkallað sálarmorð á fjölda ættingja hins dæmda unglings.
Íslenskt réttarfar ætti svo sannarlega að skammast sín.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson