Leita í fréttum mbl.is

Hvað verður um skjólstæðinga Byrgisins?

Mig langar til þess að gera athugasemdir við það sem Hjörtur Guðmundsson skrifar á bloggi sínu í dag í sambandi við mál Byrgisins.

Hann segir m. a.
"Jón Arnar segir að tillitsleysi við vistmenn og starfsmenn Byrgisins virðist takmarkalaust og menn virðist ekkert sjá jákvætt í því svartnætti sem nú ríkir. Gengdarlaust áreiti á vistmenn og starfsmenn hafi valdið ómetanlegum skaða''

Ég verð nú að segja að ég sé sammála Jóni Erni að vissu leyti.
Það er að segja ef ekkert hefur verið gert til þess að tryggja vistmönnum Byrgisins fæði og húsaskjól á meðan mál forstöðumannsins er rannsakað.

Ef svo er ekki endurtekur sig eflaust harmleikurinn frá því að Byrgið var flutt úr Rockville og fjölda vistmanna var úthýst beint á götuna.

Ríkið var ekkert að pæla í því hvað yrði um þetta fólk þá og flest allir sem láta sig svona mál varða vita, að megnið af þeim sem lentu þá á götunni eru ekki á lífi í dag.

Ríkið var alla vega vondi kallinn í það sinn, eða skipta mannslíf kannski ekki neinu máli?
Eða var þessu fólki bara ekki viðbjargandi að dómi þeirra sem að því stóðu að svipta það sínu síðasta og eina skjóli og von um betra líf?

Hver ber sökina á dauða þessa ógæfusama fólks?

Hvað sem segja má um Guðmund forstöðumann Byrgisins þá veit ég þó með vissu að góðir hlutir hafa líka gerst í Byrginu.
Þar hafa alkóhólistar snúið baki við Bakkusi og byrjað nýtt líf yfirleitt með hjálp trúarinnar.

Og þó vitað sé að bókstafstrú sem ekki er öllum að skapi hafi verið boðuð í Byrginu þá virðist einmitt hún oft vera eina úrræðið þegar mál órreiðufólks eru komin í þrot.

Hvað verður um skjólstæðinga Byrgisins nú? Þurfa þeir e.t.v. að gjalda fyrir sök forstöðumannsins með lífi sínu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki vön að finna hjá mér neina sérstaklega þörf til að "kommenta" á blogg. En ég datt um þessa færslu Hermanns sem þú nefnir og gat ekki stillt mig þar heldur:)

Ef fólk á erfitt með að finna samkennd með skjólstæðingum Byrgisins, sem þó kalla þetta heimili sitt, ætti það sama fólk að geta litið til praktísku hliðina á málinu.. samning þann sem liggur fyrir og hefur ekki verið sagt upp, amk ekki lagalega séð

Eftir því sem ég kemst næst er í gildi samningur á milli hins opinbera og Byrgisins þar sem ákveðið ferli þarf að eiga sér stað áður en hægt er að rifta samning. Ferlið snýst um að ef ríkinu sýnist e-ð athugavert við reksturinn byðja þeir um útskýringar. Ef þær útskýringar þykja ekki standa undir væntingum myndi ríkið senda fulltrúa sinn til að kanna málið betur... þá ef e-ð sem telja má brot á samkomulagi Byrgis/ríkisins getur ríkið einhliða rift samningnum. Ég fæ ekki betur séð en að hið opinbera sé að brjóta lögbundinn samning.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband