Leita í fréttum mbl.is

Erla Ósk

Þú fæddist aðeins ellefu merkur
elsku barnið mitt
því Dauðinn hafði hugsað sér 
að hreppa lífið þitt - og mitt.

 

Og þegar þú leist dagsins ljós
ég liðið hafði á braut.
Í óráðssvefni vikum saman leið
ég sorg og þraut.

 

Þú fékkst ei heldur móðurmjólk
því meidd voru brjóstin mín.
Og langur tími leið
uns leit ég bláu augun þín.

 

En allt er þetta aðeins hjóm
á móti undri því
að þú fæddist - litla Erla Ósk
elsku - litla stúlkan mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fallegt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.5.2006 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband