Leita í fréttum mbl.is

Nonni

Brástjörnur bláar man ég
blika mót sjónum mínum.
Bros líkt og leiftrandi perlur
ljómaði á vörum þínum.

þín nálægð var neistandi elding
er nam ég frá vitund þinni.
Þitt nafn eins og ómfagur söngur
yljar helst sálu minni.

Guðný Svava Strandberg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Þessi Nonni er greinilega kostagripur hinn mesti ó gvöð minn besti . Hvað sem öðru líður þá er kvæðið harla gott , eða kannski pínu betra en það .Þetta hefur í það mynnsta örugglega ekki verið Jón í Gjótu , raktir þú þig í hann í ættfræðinni ?

Hörður B Hjartarson, 17.3.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nonni er ekki kostagripur, hann var það því hann er löngu dáinn.

Annars kalla ég ekki menn, gripi, hef bara heyrt minnst á naut-gripi.

Hver ert þú annars? Það væri gaman að sjá mynd af þeim, sem sendir manni svona svona faðmlagalanglokur dag eftir dag....

Nei, ég veit ekkert hver Jón í Gjótu er nema hann hafi verið afi þinn kannski.

Svava frá Strandbergi , 17.3.2009 kl. 17:04

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Heyrðu annars þarna, Hörður. Þú getur hlustað á lagið við ljóðið mitt um Nonna sáluga á síðunni minni þ.e.a. s. demóið svokallaða, ef þú hefur áhuga.

Það er undir nafninu Náinn, en tekstinn hjá mér þar er aðeins öðruvísi þar sem ég betrum bætti tekstann.

Svava frá Strandbergi , 17.3.2009 kl. 17:08

4 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Gott ljóð hjá þér Guðný.

KV/Jenni

Jens Sigurjónsson, 17.3.2009 kl. 17:18

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þakka þér fyrir Jenni.

Kv. Guðný Svava

Svava frá Strandbergi , 17.3.2009 kl. 17:24

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Enn og aftur reynio ég að senda þér skilaboð en alltaf sama skeður. Búinn að hlusta á lögin og ég var hrifinn sérstaklega af "Nonnalaginu" , já og ég samhryggist þér . Faðmlagalanglokurnar koma væntanlega til af því að það er eitthvað að músinni hjá mér , stundum er ég legg kapal og ég klikka á músina þá leggjast niður tvær , stundum þrjár raðir í kaplinum . Það á að vera nóg af myndum eða ómyndum af mér á síðunni minni , en ég vil ítreka þetta með músina , hún er ekki í lagi . Þú raktir saman ættir okkar á Snæf.nes og Jón í Gjótu var búandi þar á Snæf.nesi eins og ég tók framm í svari mínu við þinni ath.s. á minni síðu . En það hlýtur eitthvað að vera að á þinni síðu , því ég hef aldrei lent í þessu áður , og ég var t.d. að senda einum bloggvini mínum orðsendingu í dag og það gekk eins og í sögu . Tók eftir þessu með textann í laginu er ég hlustaði í dag , hann er betri í kvæðinu en laginu .

Hörður B Hjartarson, 17.3.2009 kl. 23:48

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hæ Hörður. Já, það hlaut að vera að eitthvað væri í ólagi. Ég skildi ekkert í öllum þessum faðmlögum, svei mér þá.

Já, svo Jón í Gjótu var búandi á Snæfellsnesi? Ætli hann sé þá ekki skyldur mér líka? Langamma mín Guðrún Margrét Oddsdóttir og langamma þín Unnur minnir mig voru þremenningar.

Annars er ég enn einu sinni búin að breyta ljóðinu og núna endanlega.

Nonni.

Brástjörnum bláar man ég
blika mót sjónum mínum.
Bros líkt og ljómuðu perlur
lokkaði á vörum þínum.

Þín nálægt var neistandi elding
er nam ég frá verund þinni.
Þitt nafn eins og ómfagur söngur
yljar enn sálu minni

Svava frá Strandbergi , 18.3.2009 kl. 00:19

8 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 En það hefur verið talið vafamál með faðernið þ. e.a.s. hvort hún hafi verið dóttir Jóns í Gjótu .

Hörður B Hjartarson, 18.3.2009 kl. 00:26

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ertu þá að meina Unni langömmu þína? Kannski við séum þá ekki svona skyld eftir allt saman?

Svava frá Strandbergi , 18.3.2009 kl. 00:38

10 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ég man ekki , jú ég held það hafi verið hún , ég kemst ekki inn á Íslendingabók alla veganna var það langamma mín svo það hlýtur að vera hún . Já það er talið að faðernið hafi verið vitlaust og sá er talinn vera líklegastur , var kominn af grænlenskri konu er hét Anika Tanika Fanika Mohr , mynnir hann hafi heittið Óli eða Ólafur Mohr . Það er svona með faðernin , þau eru ???????????????????????????????????

Hörður B Hjartarson, 18.3.2009 kl. 00:52

11 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Átt þú frænda , eða bróðir sem heitir Birgir , hefur unnið við skattskúrslugerð  og steypubílsakstur ?

Hörður B Hjartarson, 18.3.2009 kl. 00:55

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já ég á bróður sem heitir Birgir en hann er sérfræðingur í lyflækningum og er yfirlæknir.

Svava frá Strandbergi , 18.3.2009 kl. 01:09

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ert þú eitthvað grænlenskur í útliti kannski? Svona dökkur á brún og brá meina ég.

Svava frá Strandbergi , 18.3.2009 kl. 01:11

14 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ef þú ferð á síðuna mína þá er ég litli ljóti kallinn , þessi rauðhærði og ein myndin er af okkur systkyninum saman tekin 2005. Ástæðan fyrir myndleisinu sem birtist með blogginu mínu er sú að þetta er svona kvikmynd tekin á venjulega vél og ég næ henni ekki út (til að setja aðra inn í staðinn) .

Hörður B Hjartarson, 18.3.2009 kl. 01:26

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Brástjarna er fagurt orð yfir augu.

Man ekki eftir að hafa séð það áður í ljóði.

Brágeisla kannast ég aftur á móti við.

Takk fyrir þetta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.3.2009 kl. 12:29

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk sömuleiðis, Svanur.

Svava frá Strandbergi , 19.3.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband