Leita í fréttum mbl.is

Læknar eru mistækir, líka íslenskir. Ég sjálf og barnið mitt við dauðans dyr við fæðingu

Þegar ég gekk með síðasta barnið mitt veiktist ég af fóstureitrun, en íslenskum læknum sást nú yfir það. Það þurfti orðið að fylgja mér í allar skoðanir því ég sofnaði hvar sem var. Sofnaði líka oft heima hjá mér sitjandi í sófanum .
Eftir að ég hafði sofið samfellt í næstum því tvo sólarhringa heimtaði þáverandi maðurinn minn að ég yrði lögð inn á spítala. Þar fékk ég svo hríðir daginn eftir. Læknarnir sáu að ég var eitthvað slöpp en gerðu engar ráðstafanir, fyrr en hjartsláttur barnsins minnkaði verulega í fæðingunni. Þá skáru þeir mig bráðakeisaraskurð.

Barnið var allt þakið grænu slími úr eitruðu legvatninu og var undir eðlilegum stærðarmörkum.
Ég hins vegar lá á gjörgæslu í margar vikur með með óráði og öll gul þar sem lifrin hafði skemmst. þurfti ég að fá morfín vegna óbærilegra kvalanna sökum þess að allt storknunarefni var farið úr blóðinu og það blæddi því inn á öll líffærin í kviðarholinu eftir keisaraskurðinn.
Enginn mjólk kom í brjóstin enda var ég of veik til þess að geta haft barnið mitt á brjósti hvort sem var. Barnið var á vökudeildinni og eftir tvær vikur var ég keyrð þangað upp í hjólastól. Þá sá ég barnið mitt í fyrsta sinn

Þetta mál varð á sínum tíma umtalað um allt land af læknum, en maðurinn minn var svo einkennilega grænn að kæra ekki þessa íslensku lækna sem þarna áttu hlut að máli. Sagðist hann hafa orðið svo glaður þegar hann fékk barnið lifandi í hendur að hann hefði ákveðið að kæra ekki.
Við erum löngu skilin í dag og ég er enn þá sár yfir því að hann skyldi ekki hugsa neitt um mínar þjáningar og kæra alla vega mín vegna.
Mér var sagt af læknunum að ég yrði heilt ár að ná mér eftir þetta stórslys þeirra.
Tveimur mánuðum eftir fæðinguna þegar að ég var fyrir þó nokkru komin heim þurfti stundum að mata mig og ég átti erfitt með gang vegna kvala og þreytu. Ég fór í blóðprufu vikulega og alltaf mældist eitur í blóðinu.

Loks talaði frænka mín við Einar miðil á Einarstöðum og bað hann að hjálpa mér. Tveimur dögum síðar vaknaði ég upp alheil.
Bróðir minn sem er yfirlæknir sagðist ekki geta skýrt bata minn á læknisfræðilegan hátt. En kona hans sagði mér að bróður minn gæti aldrei gleymt því né fyrirgefið það, að þegar hann var ungur héraðslæknir á Laxamýri gengu sjúklingarnir milli hans og Einars miðils. Ef þeim svo batnaði þökkuðu þeir ætíð Einari batann en aldrei honum.


mbl.is Fegurðardrottning látin eftir veikindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Er allt honum að kenna? Líka fóstureitrunin kannski? Kanntu ekki að lesa eða hvað?
Ég sagði aðeins að mér hefði sárnað að hann skyldi ekki kæra fyrir mína hönd. Í fyrsta lagi þá sagði þessi fyrrverandi eiginmaður minn  mér frá því eftir að mér fór að batna, að hann hefði verið að hugsa um að kæra, en hætt við það vegna þess að barnið lifði af.


Í öðru lagi ef þú skilur ekki að mér sem konunni hans hafi sárnað að hann mat mína þjáningu ekki þess virði að kæra áttu ýmislegt ólært um særðar tilfinningar kvenna. þess utan var ég alltof veik þessa fyrstu tvo mánuði til þess að standa í kærum. 

Í þriðja lagi  kom mér það ekki til hugar að standa ein í kærumáli þar sem þessi fyrrverandi eiginmaður minn réði öllu á heimilinu og þar var ég ekki undanskilin. Hann var ofbeldismaður sem kom sínu fram annað hvort með líkamlegu eða andlegu ofbeldi.
Ég var einfaldlega ekki þess virði í hans augum að mál mitt væri kært og ég var ófær um að rísa gegn þeirri ákvörðun hans eins og svo mörgu öðru  frá hans hendi.

Gott samt fyrir þig, að þú skulir hafa séð eitthvað fyndið  við þennan pistl minn.

Svava frá Strandbergi , 25.1.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Kristinn Rúnar Kristinsson

Hólmar, heimskulegt komment hjá þér.. Auðvitað átti eiginmaður hennar á þeim tíma að kæra þetta.

Kristinn Rúnar Kristinsson, 25.1.2009 kl. 22:53

3 identicon

ööööö...  hefði hann lagt fram kæruna þá hefði henni verið vísað frá, það er í höndum þess er fyrir skaða verður að leggja fram kæru, nema náttúrulega viðkomandi geti það ekki sökum þess að hann hafi hlotið það mikinn skaða að hann er ekki lengur fær um að tjá sig, nú, eða hefur látist.

 en hvernig átti Hólmar að vita hvers konar maður þinn fyrrverandi var? 

vil samt ekki að þú misskiljir mig - er alls ekki að gera lítið úr þessari reynslu þinni og  er glöð að heyra að þú hafir náð þér að fullu með aðstoð Einars heitins á Einarsstöðum

Guðrún Halldórs (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 01:54

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sæl Guðrún. þetta vissi hvorugt okkar á þessum tíma að ég þyrfti sjálf að kæra. Reyndar vissi ég þetta ekki fyrr en nú að þú sagðir frá því.

Þakka þér fyrir vinsamleg orð til mín.

Svava frá Strandbergi , 26.1.2009 kl. 02:05

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 26.1.2009 kl. 22:15

6 Smámynd: www.zordis.com

Hreint ömurleg lífsreynsla.

Það vill nú svo til að konur eru oft tilfinningalega þjáðar án þess að lenda í svona lífsreynslu en vissulega hefði eiginmaður þinn eða annar nákominn átt að vera leiðbeinandi og innan handar.

Knús á þig mín kæra!

e.s. mér finst frásögn þín af Einar frá Einarsstöðum og álíka frásagnir mjög spennandi eins og þú veist!

www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband