Leita í fréttum mbl.is

Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best?

Ísland! farsældafrón og hagsælda hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð, frelsið og manndáðin best?
Allt er í heiminum hverfult og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld.
Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart.
Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu
austan um hyldýpishaf, hingað í sælunnar reit.
Reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalanna skauti;
ukust að íþrótt og frægð, undu svo glaðir við sitt.
Hátt á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur
ofan í Almannagjá, alþingið feðranna stóð.
Þar stóð hann Þorgeir á þingi er við trúnni var tekið af lýði.
Þar komu Gissur og Geir, Gunnar og Héðinn og Njáll.
Þá riðu hetjur um héröð og skrautbúin skip fyrir landi
flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim.
Það er svo bágt að standa’ í stað, og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.
Hvað er þá orðið okkart starf í sex hundruð sumur?
Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?
Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár, hafið er skínandi bjart.
En á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur
ofan í Almannagjá, alþing er horfið á braut.
Nú er hún Snorrabúð stekkur og lyngið á lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár, börnum og hröfnum að leik.
Ó, þér unglingafjöld og Íslands fullorðnu synir!
Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá!

Jónas Hallgrímsson


mbl.is Landsbanki í slæmum félagsskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr,heyr. Tökum okkur nú taki mínir kæru landar og rifjum upp hvaðan við

eigum ættir okkar að rekja. 

Það er kominn tíminn til að rétta úr hryggnum, keyra aftur axlirnar, fylla

lungun af hreinu     ÍSLENSKU   lofti og láta  þá sem á klafa okkur

reyna að setja hvar þeir geti troðið honum.

Sýnum þeim sem um peningana halda hvernig við íslendingar getum staðið saman þegar á reynir

Sýnum þjóðum heimsinns hvernig útópía frammtíðarinnar lítur út.

V.Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: www.zordis.com

Heyr, heyr!

Alveg með ólíkindum þessi frétt.

www.zordis.com, 21.10.2008 kl. 06:55

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Heyr, Heyr! Fyrir okkur Íslendingum. Við munum rétta úr kútnum fyrr en varir

. Þessu kreppu ástandi má líka við það að landið hafi verið brotið niður í stríði.

  Og bróðir minn góður, hann Nimbus, sem því miður er hættur að blogga í bili. segir að það sé með ólíkindum hver lönd sem hafa orðið illa úti í stríði hafa verið fljót að byggja sig upp aftur. Það munum við líka gera!

Svava frá Strandbergi , 21.10.2008 kl. 16:34

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Við verðum snögg að þessu. Þetta ljóð er alltaf yndislegt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.10.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband