Leita í fréttum mbl.is

Viđ verđum víst ađ bíta í ţađ súra epli ađ Ísland tilheyrir nú í raun ţriđja heiminum

sem eitt allra minnsta ţróunarríki sem til er í ţessari vesćlu veröld. Best vćri ađ snúa  sér aftur til fyrri lifnađarhátta Ţó  í  ađeins breyttri mynd vćri. Taka t.d.  ţarfasta ţjóninn inn á göturnar í stađinn fyrir bílana, nú eđa nota bara reiđhjólin. Salta ket og bútungfisk niđur í tunnur, súrsa slátur, fara til fjalla ađ tína fjallagrös. Og  niđri í fjöru má svo finna fínasta krćkling og söl.

Viđ ţurfum líka ađ endurnýta fötin okkar í stađ ţess ađ kaupa alltaf ný,  'venda' gömlu kápunum og frökkunum ţegar ţeir fara ađ slitna, breyta notuđu kjólunum í nýja međ smábreytingum, byrja aftur ađ bćta sokkana okkar, í stađ ţess ađ henda ţeim um leiđ og ţađ kemur gat á ţá og svo má lengi telja. Einnig má taka aftur upp bótatískuna međ ţví ađ bćta slitin föt međ skrautlegum bótum eins og tíđkađist hér áđur fyrr.

Viđ ţurfum ađ herđa sultarólina og nota peningana sem viđ eigum eftir, en ekki kortahelv.... Ţó krónan sé orđin  lítils virđi veit ţá mađur alla vega betur hvađ haft er  í höndunum ef notađir eru peningar í stađ  bölvađ plastsins.

Lćrum svo af reynslunni og látum ekki glepjast af gyllibođum bankanna og annarra fyrritćkja sem vildu endilega lána sem flestum 100% lán til ţess viđ gćtum keypt  allt ţađ sem okkur var taliđ trú um ađ viđ ţyrftum ađ eignast, til ţess ađ geta veriđ hamingjusöm.
Kapítalisminn er genginn sér til húđar og hann dregur hana alblóđuga á eftir sér eins og Ţorgeirsboli sjálfur, illrćmdasti draugur Íslandssögunnar.
Ţađ er komin tími til ađ kveđa ţennan draug niđur í eitt skipti fyrir öll og ţađ ţó fyrr hefđi veriđ.


mbl.is Ísland flautađ úr leik
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Alveg er ég sammála öllu Svava ţarna sem ţú segir. Enda eru flestir ađ taka slátur líka núna sem er mikill sparnađur.

Aprílrós, 5.10.2008 kl. 01:56

2 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Sammála ţér Guđný, mér finnst líka billegt ađ kenna krónunni um lélega efnahagsstjórnun.

Sigurđur Ţórđarson, 5.10.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

var einmitt ađ blogga um ţessi mál !

takk, og hafđu fallegan dag.

Kćrleikur til alls lífs og ţín

steina

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 6.10.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Knús og kćrleikur til ykkar allra í kreppunni.

Svava frá Strandbergi , 7.10.2008 kl. 00:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband