Leita í fréttum mbl.is

Miklihvellur

 

 

Lengi vel hefur aldur og myndun jarðar verið deiluefni milli vísinda- og kirkjunnarmanna. Margar kenningar hafa verið settar fram um aldurinn og erfitt getur verið að komast að nákvæmri niðurstöðu í þeim efnum.

Árið 1650 notaði erkibiskup Ussher biblíuna til þess að reikna út aldur jarðar og komst hann að því að hún hafði verið sköpuð að morgni til, þann 23. október árið 4004 fyrir Krist. Seinna, á miðri 19. öld kom Charles Darwin með þá kenningu að heimurinn hlyti að vera gríðarlega gamall vegna náttúrvals og þróunar lífsins, en það þurfti langan tíma.

Með uppgötvun á geislavirkni reiknaði Lord Kelvin út að jörðin hefði byrjað að harðna fyrir um 40 milljón árum síðan. Nú í seinni tíð hefur rutt sér til rúms kenning sem gerir ráð fyrir því að tími og rúm hafi myndast í gríðarlegri sprengingu fyrir um 15 milljörðum ára, þ.e. Miklahvelli. Sólkerfið myndaðist síðan fyrir um 5 milljörðum ára og jörðin fyrir um 4,6 milljörðum ára. Kenningin um Miklahvell hefur verið tekin í nokkra sátt og þykir hún líklegust af þeim kenningum sem komið hafa fram og hefur t.d. kaþólska kirkjan samþykkt hana.

Þar sem miklar jarðskorpuhreyfingar og eldvirkni hafa verið á jörðinni frá myndun hennar, finnst berg eldra en um 4 milljarða ára ekki á henni. Mikli hvellur og myndun alheimsins. Fyrir um 15 milljörðum ára varð gríðarleg sprenging sem nefnd hefur verið Miklihvellur. Á þeim tímapunkti sem sprengingin varð má segja að alheimurinn hafi orðið til.

Talið er að fyrir Miklahvell hafi öll orka og efni verið staðsett á sama stað en við sprenginguna hafi það þeyst í allar áttir og þensla alheimins hafist og stendur hún enn. Uppruna þessarar kenningar má rekja til Edwin Hubble en hann uppgötvaði það að stjörnuþokur eru að fjarlægjast hver aðra. Að þessu komst hann með því að nota svokallaða Doppler-færslu og reiknaði hann út hraða og hreyfistefnu stjörnuþoka.

Með þessu komst hann að því að beint samband er á milli vegalengdar að stjörnuþoku og hraða hennar. Það sem gerðist svo eftir Miklahvell var að nýtt afl fór segja til sín, þ.e. þyngdaraflið. Vegna þess fór helíum og vetni fóru að dragast saman og mynda gríðarstór ský sem kallast frumþokur. Gerðist þetta fyrstu milljón árin eftir Miklahvell.

Það sem næst gerðist var að innan þessara frumþoka mynduðust og þéttust minni helíum- og vetnishnoðrar í stjörnur. Frumþokurnar drógust svo saman og mynduðu stjörnuþokur. Stjörnuþokan sem við erum í heitir Vetrarbrautin og eru nýjar stjörnur að myndast í henni en einnig er lítil dvergþoka að sameinast henni.'

Eftir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson. Tekið af Vísindavef H.Í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fróðleg lesning.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.6.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Oh, ég elska svona fróðleik og pælingar ..... og myndin pasar einkar vel. Ég er ein af þessum himingónurum, les allt sem ég get um upphaf heimsins, óravíddir alheimsins, stjörnuþokur, svarthol etc.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.6.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, nafna, ég er svona líka. En mér finnst það undarlegt þversögn að geimurinn sé óendanlegur, en samt er hann að þenjast út. Það getur ekki staðist, því ef hann væri óendanlegur væri ekkert rými fyrir utan hann til þess að þenjas tút í .

Hvað er þá í þessu rými sem geimurinn er að þenjast út í og mun hann einhvern tiíma fylla út í það rými? Eða skapast þetta rým fyrir himingeiminn til þess að þenjast út í ekki fyrr en þegar hann þenst út??

Svava frá Strandbergi , 16.6.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband