Leita í fréttum mbl.is

Heimkoma

Ţá er mađur komin heim frá Danmörku úr yndislegri ferđ í sól og hita allan tímann, allt upp í 24 gráđur.
Ég er gengin upp ađ hnjám, ţrátt fyrir óteljandi lestarferđir,  eftir margskonar rannsóknarleiđangra í ýmsum ţorpum í nágrenni Kaupmannahafnar, ţar sem viđ skođuđum bćđi Kronborgar kastala og Frederiksborgar kastala. Í  Kronborgarkastala paufađist ég meira ađ segja upp óendanlegan hringstiga, alla leiđ upp í topp á turni,  ţrátt fyrir lungnabólguna. 'Ég get nú ţađ sem ég ćtla mér.'

Úr turninum sá  út yfir alla Kaupmannahöfn og svo náttúrulega til Svíţjóđar. En frá Helsingör ţar sem Kronborg er stađsett og yfir til  Helsinborg hinum megin viđ sundiđ er styst á milli Danmerkur og Svíţjóđar. Svo stutt ađ gemsinn minn bauđ mig meira ađ segja velkomna til Sverige.

Ég tók međ mér hluta af Kronborgarkastala, af ţví ég tímdi ekki ađ kaupa mér minjagripi,  stćrđarinnar stein sem ég borađi međ  ţó nokkurri fyrirhöfn upp úr steinlagđri gangstétt í kastalanum.
Ég var auđvitađ logandi hrćdd um ađ einhver öryggismyndavél vćri á verđi og ég yrđi handtekin fyrir ađ stela konungbornum steini. En ég slapp sem betur fer - og ţó,  ţví ţađ kom víst niđur á ţeim sem síst skyldi,  ţví  Holger den danske sem er grafinn í katakombunum undir kastalanum,  sneri sér svo harkalega viđ í gröf sinni viđ ţennan gjörning minn, ađ bröltiđ í honum olli víst  jarđskjálfta  hér á Íslandi???
Ţađ er nebbnilega ţa!!  Erfitt ađ hafa stćrđarinnar jarđskjálfta á samviskunni.

Svo kíktum viđ ađeins heim til Frederiks og Mary, krónprinsins og krónprinsessunnar ađ Fredensborg, en kjarkinn brast ţegar viđ sáum lífverđina og létum viđ ţví nćgja ađ sjá höllina ađ utan.
En mikiđ andskoti eru ţau öll sćt, á myndunum,  sem eru á annarri hverri blađsíđu, af ţessari litlu fjölskyldu í dönskum blöđum. Og Christian litli prins, verđandi ellefti, kóngur, er mega mikiđ krútt og ennţá minni, prinsessu systirin líka.
'Ţađ er munur ađ vera konungborinn og vera líka svo heppinn ađ líta út eins og súpermodel', sagđi einn ferđafélagi minn hálf súr í bragđi.

Viđ skođuđum einnig  gamalt munkaklaustur og nýlistasafniđ  í Humlebćk, sem heitir Louisana safniđ. Ţar var ćđisleg yfirlitssýning á verkum Zesanne og Giogamatte.

Viđ bođuđum ennfremur á útiveitingastađ á bryggjusporđinum í einu ţorpinu. Ćđislega síld og fiskefrikadeller.  Ungur og hungrađur mávur fylgdist náiđ međ borđhaldinu  međ sínum gulu glyrnum, frá einum bryggjustaurnum. Og í fyrsta skipti á ćvinni vorkenndi ég mávi, svo ég fleygđi til hans síldarbita og endađi međ  ţví ađ gefa honum mestallan matar afganginn hjá mér.
Borđfélagi minn bćtti svo um betur og skenkti mávagerinu, sem birst  hafđi eins og hendi vćri veifađ,  úr lausu lofti, alla kartöfluafgangana okkar.
Okkur fannst ţetta auđvitađ bráđskemmtilegt, en fannst  samt soldiđ skrýtiđ  ađ fólkiđ á borđunum í kring gaf okkur illt auga??

Mér fannst landslagiđ í Danmörku yndislegt eins og alltaf,  stórkostlegir skógar međ margvíslegum trjám, sem  sum eru eins há og fjöll, blómstrandi sírenur, eldrautt blóđbeyki og gullsóparnir ţarna voru ekki runnar eins og hér á landi, heldur hálfgerđ tré. En rhodondren runnarnir međ hvítum, bleikum og bláum blómum báru af. Svo inná milli skógarlundanna lágu friđsćl vötn umlukin bylgjandi hćđum.

Ekki mátti sleppa ţví ađ fara í  Tívoli ţegar viđ komum til Kaupmannahafnar og ţar brá ég mér, međ einum félaga mínum í rosalegan rússibana, (ađ mér fannst ađ  minnsta kosti)  og ég var svo hrćdd ađ ég öskrađi og gargađi eins og ungabarn međ magakrampa.
Ferđaélaga mínum sem var af hinu sterkara kyni fannst víst ekki eins mikiđ til ţessa rússibana koma eins og mér og dekstrađi mig til ađ koma međ sér í 'Killer rússíbanann,'  ţar sem mađur ţeytist um í háalofti, á hvolfi í óratíma, en ég sagđi blákalt nei viđ ţvi góđa bođi. Ég var búin ađ fá nóg adrenalín kikk í bili.  Í lokin sprönguđum viđ um á Strikinu og götunum ţar í kring og kíktum í búđir.
Í Köben snćddum viđ líka síđustu kvöldmátíđina í Danmörku,  í 15 stiga hita , á  útiveitingastađ sem heitir Jensens böfhus

Viđ borđuđum úti í bókstaflegri merkingu á hverju kvöldi og eyddum svo síđustu stundum hvers kvölds, öll saman í sitthverjum sumarbústađnum viđ 'ástir, söng og vín'!.  En mikiđ déskoti bregđur  manni viđ ađ koma heim frá hinni gróđursćlu, blómstrandi Danmörku og hingađ heim í rigninguna síđastliđna nótt. 

Mig langar óskaplega ađ flytja til Danmerkur í smátíma. Leigja út íbúđina mína uppí íbúđ í yndislegu ţorpi í nágrenni Kaupmannahafnar. En mađur sér nú til, ţađ er aldrei ađ vita hvađ verđur???


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guđjónsdóttir

Takk fyrir ferđalagiđ Guđný Svava ţetta var mjög góđ ferđ hjá okkur og ekki slćmt ađ hafa ţig međ sér í húsi. Er ađ setja myndirnar á netiđ.

Ása Hildur Guđjónsdóttir, 1.6.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sömuleiđis Ása Hildur mín. ţú ert heldur ekki amalegur međleigjandi. Hlakka til ađ sjá myndirnar af okkur.

Svava frá Strandbergi , 1.6.2008 kl. 03:21

3 Smámynd: www.zordis.com

Danmork er yndisleg!!!

Ég bjó ţar í smá tíma og get vel sagt ad ef ég flyt ţá verdur ţad til DK.

Greinilega frábaer ferd hjá ykkur.

www.zordis.com, 1.6.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Yndisleg ferđ les ég hjá ţér.  Alveg frábćrt. Vonandi kemst ég fljótlega til Danmerkur. Hvernig hafa kettir ţađ??

Ásdís Sigurđardóttir, 1.6.2008 kl. 18:52

5 Smámynd: Guđný Anna Arnţórsdóttir

Ţetta hefur greinilega veriđ frábćr ferđ. Velkomin heim, samt!

Guđný Anna Arnţórsdóttir, 1.6.2008 kl. 23:15

6 Smámynd: halkatla

ćđi

halkatla, 8.6.2008 kl. 00:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband