Leita í fréttum mbl.is

Söngvarinn (Ort við lagið' When a woman welcomes love', úr popp, salsa óperunni Carmen

Er ég leit í augu þín
einn dag um skamma hríð,
var sem tíminn hætti að tifa um stund,
með tár á hvarmi.

Ég man þá dul
sem dagur rynni nýr
og sál mín varð eitt með þér
og söng þínum.

Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafði um kring.
Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafð´í  hring

og leist í augu min svo lengi, að lifnaði ást til þín. 

Ég lifði eilífð þá, eða aðeins augnablik,
sem ennþá  býr  við  innstu  hjartarætur  mínar.
Og ég veit, þó finnumst aldrei meir
á vegi okkar lífs, þá man ég þig.

Ég veit þó finnumst aldrei, á vegi okkar lífs,
þá man ég ætiíð þig og þetta augnablik.

Þú leist í augu mín svo lengi, að lifnaði - ást til þín. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir þetta, fallegt ljóð !

þú ert örugglega mjög tilfinninganæm kona ! það er gott að vera næm.

myndirnar að neðan er frábærar. 

bless inn í kvöldið

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk sömuleiðis Steina. Ég kom heim í nótt frá Danmörku. Veðrið var yndislegt og allt annað. Bless líka inn í kvöldið.

Svava frá Strandbergi , 31.5.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband