20.5.2008 | 00:45
Bloggað fyrir svefninn
Ég hélt smá grillveislu fyrir son minn, dóttur og tengdason á sunnudaginn. Mér finnst gaman að grilla, þó að ekki eigi ég neitt grill, kaupi alltaf skyndigrill þegar ég grilla. Ég er svo logandi hrædd við að hafa gasgrill á svölunum, er smeyk um að það springi í loft upp og það kvíkni í íbúðinni. Svo logar alltaf, alltof of glatt í stórum kolagrillum, þess vegna nota ég þessi skyndigrill.
Ég var ekki byrjuð að grilla þegar krakkarnir komu, en kveikti í kolunum fljótlega og svo fengum við okkur bjór og skáluðum fyrir myndunum sem Erla Ósk dóttir mín og Rafn sonur minn höfðu gert og komið með, með sér, alveg að springa úr monti, til að sýna mömmu sinni.
Ég var alveg orðlaus þegar ég sá myndirnar. það lá við að ég færi í fýlu, því mér fannst þær svo miklu flottari en mínar myndir, samt hafa þau ekkert lært myndllist nema í grunnskólanum. En ég harkaði af mér og hrósaði þeim í hástert. Mikið andskoti eru þau góð í þessu hugsaði ég þræl öfundsjúk, en svo rann það upp fyrir mér að kannski hefðu þau erft einhver gen frá mér og þá lak fýlan af mér, sem reyndar staldraði bara við eitt augnablik.
Erla Ósk, sem er viðskiptafræðingur eins og kærastinn, ætlaði reyndar að verða gullsmiður eftir að hún úrskrifaðist úr menntaskóla. Hún hafði gert framúrskarandi hluti í málmsmíði í grunnskóla og erlendum kennurum sem heimsóttu skólann voru sýndir gripirnir hennar.
Ég fór með Erlu Ósk til Jens gullsmiðs á sínum tíma, en hann sagði að það væri enginn leið fyrir hana, til að komast nokkurs staðar að í gullsmíðanám.
Svo til þess að læra nú eitthvað fór hún í 'hallæri' í Háskóla Íslands og lærði þar fyrst ferðamálafræði og síðan viðskiptafræði. Svo þegar hún keypti íbúðina með kærastanum vantaði þau matarstell og þá brá hún sér á glernámskeið hjá Glit og bjó sér til matarstell.
Það var flott matarstellið, en aðrir hlutir og skrautdiskar sem hún gerði voru hreint út sagt, 'uniq' , svo yndislega fallegir og allt, allt öðruvísi en allt það sem aðrir glerlistamenn eru að gera. Hún hefur alveg einstakan stíl í verkum sínum. Já, Erla hefur svo sannarlega myndlistarhæfileika, ég man að þegar hún var fimm ára gat hún teiknað eftir fyrirmynd bangsa sem var nákvæmlega eins og fyrirmyndin.
Nú er hún að fara til Þýskalands bráðum með kærastanum til þess að vinna og kannski læra meira og ég spurði hana af hverju hún skellti sér ekki í hönnunarnám þar í landi, þar sem hún væri svona klár.
'Neihei, sagði hún, ég kæri mig ekkert um að fá minna í launaumslagið mitt'
Blessað barnið og ég sem er viss um að hún gæti orðið frægur hönnuður. Ég hugga mig við það að listin kalli á hana seinna í lífinu, annars er þetta hennar líf en ekki mitt.
Rafn sonur minn hefur alltaf verið listrænn og hugmyndaríkur. Þegar ég sá fyrir mér um tíma með því að gera myndir á túristaboli, kom hann alltaf með frábærar hugmyndir og krítiseraði myndirnar óspart og hann hafði alltaf rétt fyrir sér. Hann er eftirsóttur silkiprentari og fyrirtækin hafa slegist um hann og boðið í hann.
Einu sinni fékk hann alveg spes verkefni, en það var að prenta blómamynstur á kjólaefni úr silki, sem úr var saumaður kjóll fyrir tískusýningu sem haldin var í París.
Myndirnar hans eru líka fallegar og það leikur allt í höndunum á honum . Hann hannaði sér t.d. vínrekka úr plexigleri og smíðaði hann og hann er með óteljandi hugmyndir að allskonar húsgögnum sem hann langar að búa til.
Nú er hann líka orðinn forfallinn garðræktandi eins og ég og hefur eytt undanförnum vikum við að endurhanna garðinn við raðhúsið sitt.
Ég var með lambalærissneiðar í matinn og kartöflusalat með olívum og sóþurrkuðum tómötum, salat og grillaða tómata og hvítlaussósu. Ég sem varla get borðað lambakjöt af því ég fer alltaf að hugsa um litlu nýfæddu lömbin sem fæðast á vorin eins og t.d. núna, missti algjörlega lystina þegar ég sá að kjötið var ennþá hrátt. Og ekki bara mitt kjöt, heldur hjá öllum hinum líka. Ég skellti lambalæris sneiðunum á pönnu með olívuolíu í þrjár mínútar og þá voru þær orðnar fínar.
Ég ætlaði reyndar ekki að borða neitt kjöt, út af blessuðum saklausu lömbunum en slysaðist til að stinga upp í mig einum bita. Það var svo braðggott að ekki var aftur snúið og ég klaraði af disknum minum, svo ég stóð á blístri.
Ég hugsaði með mér til að bæta samviskuna, að lambið væri hvort sem er dautt og því væri allt í lagi að éta það, því það hefði enga hugmynd um það, að það hefði verið étið.
Samt datt mér í hug sagan sem ég myndskreytti 'Ævintýri í sveitinni' Í einum kaflanum fer smalinn úr Reykjavíkað leita að lambi sem týnst hafði og fann það, þar sem það hafði fest aðra afturlöppina í gaddavírsgirðingu. Hann losaði lambið og þar sem það var sært og gat ekki gengið bar hann það á herðunum langar leiðir heim í bæ. Nú voru allir á bænum voða góðir við litla særða lambið og það var gert að heimalning.
Svo rann upp gangnadagur og gangnamenn og þar á meðal stráksi fengu sérstaklega góðan mat áður en þeir lögðu upp í göngurnar, ilmandi nýja kjötsúpu. Strákur át með bestu lyst þar til það rann upp fyrir honum að þetta, sem hann var að borða, var ltla lambið vinur hans,sem hann hafði borið heim sært og veikt og hlúð að og gefið pela.
Við fengum okkur ís með heitri súkkulaðisósu í desert og kláruðum rauðvínið og bjórinn okkar, en Erla drakk bara botnfylli af rauðvíni, af því hún þurfti að keyra heim
En næst á dagskrá er að bregða sér til útlanda í smátíma og skvetta almennilega úr klaufunum.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir | Breytt 22.5.2008 kl. 17:13 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að lesa skrifin þín!! Þú minnist á gullsmíðina, mér var sagt að það væri mafía þar og erfitt fyrir hæfileikaríka að komast að eins og í tilefni dóttur þinnar!
Ég er byrjuð að undirbúa mig fyrir sýninguna okkar en mér stóðst til boða að vera með aðra sýningu í upphafi ágúst sem ég þáði og kem því aðeins fyrr til Íslands í sumar.
vona að danmörk verð skæs og næs og að þú djammir mikið! dk er æði!
www.zordis.com, 20.5.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.