22.4.2008 | 04:02
Opnunin á sýningunni minni, fjöldi boðskorta komst ekki í tæka tíð
Það var gaman á opnuninni á sýningunni minni. Skemmtilegt að hitta gamla bloggvini og fleira mektarfólk. En ég skildi ekkert í því hve það kom fátt fólk. Á síðustu einkasýningu minni var fullt út úr dyrum og ég seldi grimmt á opnuninni þá. Ég seldi að vísu eina mynd núna á þessari opnun sem er ágætt miðað við það hversu fáir mættu.
En ég fékk skýringu á þessari mannfæð, í dag. Ég hringdi í nokkra vini mína, sem ég hafði sent boðskort og þeim hafði ekki borist kortið fyrr en seinnipartinn á mánudag. Svo það hafa eflaust margir aðrir sem ég sendi boðskort ekki heldur fengið það í tæka tíð. Svo frétti ég að sumir sem ég hafði sent kort hefðu verið erlendis eða úti á landi í einhverjum erindagjörðum.
Ég er dáldið spæld yfir að hafa ekki farið með boðskortin fyrr í póst því þá hefðu fleiri mætt á opnunina. En sýningin verður nú opin til 15. maí svo ekki er öll nótt úti enn. Síðan verður sýningin flutt á Thorwaldsen bar seinna í sumar.
Þið getið séð meira um sýninguna mína á Art-Iceland.com Ef þið klikkið á íslenska fánann efst til hægri á síðunni og klikkið síðan á linkinn 'Listalíf.'
Annars er allt ágætt að frétta hjá mér. Ég kíkti á síðuna mína á Ljóð.is og sá þá að ljóð eftir mig, sem heitir 'Flókaský' er ljóð dagsins í dag, þriðjudag 22.apríl En ég var síðast með ljóð dagsins þann 19. apríl og er það mjög 'fíflalegt' ljóð. Ég held að ég sé komin með ein 33 eða 34 ljóð sem hafa verið kosin ljóð dagsins á Ljóð.is. Mig langar til að gefa þessi ljóð mín einhvern tímann út í ljóðabók og myndskreyta þau.
Ljóð dagsin í dag á Ljóð.is
Flókaský
Fyrir augum mér flækist
grátt flókaský.
Svo ég sé andskotann ekkert
út úr því.
Guðný Svava Strandberg.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð | Breytt 27.4.2008 kl. 01:06 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Diddi (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 09:37
Jess, Dr. Jekyll þar kom skýringin. En afhverju færðu þér ekki myndavél sem þú getur tengt við tölvuna?
Þá geturðu bara tekið ljósmyndir af stærðarinnar myndum og sett inn á bloggsíðuna þína.
Þetta voru helvíti flottar myndir hjá þér, þó þær væru bara hálfar, en gerðirðu þær með olíu eða vatnslitum?
Svava frá Strandbergi , 22.4.2008 kl. 09:43
Mikið hefði ég viljað koma og sjá hjá þér. Ég ætla að koma bara í heimsókn til þín í sumar og hitta þig. Hlakka til þess og sýningarinnar okkar.
Æðislegt ljoð!
www.zordis.com, 22.4.2008 kl. 16:40
Ég reyni að koma Guðný mín og til hamingju með sýninguna og ljóðið
Kristín Katla Árnadóttir, 22.4.2008 kl. 17:21
Það var yndislegt að skoða sýninguna þína og gaman að koma á opnuina. Gangi þér vel. Kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 19:48
Til hamingju með sýningu og kærar þakkir fyrir boð en eins og líklegt var komst ég því miður ekki. Mikils metið samt sem áður. Kannski fer ég suður áður en sýningin klárast.
Bestu kveðjur
Ragnar Bjarnason, 22.4.2008 kl. 22:50
Hlakka til að hitta þig í sumar Zordís.
Þakka ykkur öllum fyrir.
Svava frá Strandbergi , 22.4.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.