Ég ætlaði á fundinn í Ráðhúsinu í dag, sem var um fordóma gegn geðsjúkum, aðallega til þess að hlusta á Sigga bróður, sem stóð fyrir þessum fundi, en fjárans gigtin lét mig ekki í friði í nótt svo ég varð andvaka. Þess vegna skreiddist ég fram úr rúminu um fjögur leytið í morgun og tók fleiri verkjapillur. Vaknaði svo ekki fyrr en um tvö leytið, eftir hádegi, akkúrat þegar fundurinn var að byrja.
Ég var hundfúl yfir að komast ekki á fundinn, en svo hringdi Siggi bróðir klukkan fjögur um eftirmiðdaginn og sagði að allt hefði gengið vel. Ég vissi það nú að hann myndi standa sig hann bróðir minn, enda finnst mér alltaf eins og hann sé höfuð ættarinnar, þó hann sé yngstur af okkur sex
Ég tók svo til við að leggja síðustu hönd á myndirnar mínar, því nú fer að líða að sýningunni minni. Álfheiður sagði við mig í símanum um daginn að við fengjum húsið þann 17. apríl og að við yrðum að hengja allt upp á tveimur tímum, eða frá klukkan níu um morguninn til kl.11 fyrir hádegi.
Ég er búin að biðja Rafn son minn og hjálparhellu að mæta og koma upp fleiri kösturum fyrir mig í salnum. Mér finnst það bara ekki hægt að hafa bara einn kastara. Myndirnar verða flestar í hálfrökkri ef ég fæ ekki meiri birtu. Svo ég ætla að ganga hart eftir því að fá þessa kastara.
Svo kom Rafn í heimsókn í dag og var með möppu með sér með myndum sem hann hefur verið að mála undanfarið.
Ég var alveg bit þegar ég sá verkin hans. Þetta voru þrusugóðar myndir hjá honum. Við spjölluðum saman um það að hann þyrfti að halda sýningu á myndunum sínum þegar hann væri kominn með fleiri verk.
Rafn var með vídeókameru með sér og tók okkur Tító, Gosa og mig upp á vídeó. Ég stillti mér upp og söng kattadúettinn með kattarómyndunum með elegans. Nei ég lýg því, ég söng ljóð sem ég orti og kalla Kisuvögguvísa, við lagið 'Hefurðu séð Grýlu.'
Kisuvögguvísa
Sofðu litla ljónið mitt
lokaðu augunum blá
dreymi þig um áa þína,
Afríku,
dreymi þig um áa þína
Afríku frá.
Er fyrir óralöngu
um nætur fóru á stjá
veiddu mús í matinn
og möluðu,
veiddu mús í matinn
og möluðu.
- Mjá!.
Rafn kom með DVD disk með sér með óperunni, La traviata sem er tekin upp í Royal Albert Hall i London. Þessi upptaka er ekki með Placido Domingo sem ég elska út af lífinu. Ó mæ God! Hann er svo sætur í kvikmynd Franco Zefferellis um þessa óperu og syngur líka alveg guðdómlega.
Ég er reyndar búinn að eiga spóluna með þessari mynd Zefferllis, í tuttugu ár , því Rafn keypti spóluna handa mér þegar hann var í ferðalagi á Ítalíu. Ég er örugglega búin að gráta úr mér allt vit yfir henni í gegnum árin. Þess vegna er ég svona skrýtin.
En á morgun ætlar Rafn að koma með rétta DVD diskinn með Placido elskunni minni Guð hvað ég hlakka til að horfa á óperuna á óslitnum nýjum diski, því spólan er öll rispuð.
Ég ætla að bjóða systur minni í mat eitt kvöldið og svo horfum við saman á óperuna og grátum í kór.
Ég var svo heltekin af Placido á sínum tíma, að ég var að pæla í því, í alvöru að fara bara heim til hans og hringja dyrabjöllunni og segja honum þegar hann opnaði dyrnar, að nú væri ég komin til hans. Dagdraumar mínir um hann voru allir á þá leið að auðvitað myndi hann skilja við konuna sína, því skiljanlega myndi hann kolfalla fyrir mér á nóinu og giftast mér svo með pompi og pragt.
Svona svipað gerði nú fyrrverandi kona Sylvester Stallone á sínum tíma. Hún er dönsk og var víst fyrirsæta. Hún var skotin í Stallone og dreif í því að láta draum sinn rætast. Hún gerði sér litið fyrir og keypti sér miða til Hollywood og bankaði upp á hjá goðinu. Og þau voru harðgift skömmu seinna.
Annars sveik Placido mig, því hann skildi við konuna sína löngu eftir að ég var að pala í því að giftast honum og nældi sér í kornunga stúlku. Fussum svei.
Fyrir rúmum tuttugu árum, var La traviata sýnd í Íslensku óperunni með þeim Garðar Cortes og Ólöfu Kolbrúnu. Ég fór tvisvar í óperuna til að sjá La traviata þá. Síðan fór ég tíu sinnum í bíó til að sjá óperuna þar. Svo fékk ég spóluna og get ekki talið hve oft ég hef horft á hana.
Reyndar sá ég La traviata í Íslensku óperunni um daginn, en var ekki mjög hrifin af þessari uppfærslu. En söngkonan sem fór með hlutverk Violettu bjargaði sýningunni.
Ég er loksins búin að lagfæra myndina 'Fæðing Surtseyjar' og læt hana fljóta hér með, þó hún njóti sín ekki til fullst því birtan var ekki nógu góð. Ég vona að hægt verði að ramma hana inn, þó olíulitirnir séu ekki ennþá orðnir þurrir.
Ég er bara svona, yfirleitt á síðustu stundu með alla skapaða hluti.
En það reddast, eins og sagt er.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Bloggar, Ljóð | Breytt 8.4.2008 kl. 18:23 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi lagast þú af gigtinni það var leitt að þú skildir ekki getað fari en svona er þetta bara það er ekki allt hagt. Knús á þig
Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 12:40
Gigtin getur verið ferlega óþolandi, láttu mig þekkja það
En hvar verður sýningin?
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.4.2008 kl. 16:58
Rosalega er ég farin að hlakka til að koma á gigtin leiðinleg að plaga þig svona oft. Vona að þetta skáni með hlýrra loftslagi, knús og kveðja til ykkar
Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 17:30
Knús til baka Katla mín.
Guðrún, sýningin verður á vegum ArtIceland og mun verða í Geysis húsinu Aðalstræti 4. Ég hengi upp þann 17. aprí. En veit ekki enn hvort opnunin verður sama dag.
Knús til ykkar Ásdís mín. Ég verð eins og ný manneskja með hækkandi sól.,
Guðmundur, er klefunum skipt í karla og kvena gufuböð, eða er einn klefi fyrir bæði kynin? Ég hef aldrei farið í gufubaðið í Breiðholtslauginni Ég ætla að fara í laugina þegar hlýnar og líka gufubaðið og meira að segja prófa hvort ég get ekki enn hjólað út í Breiðholtslaug. Kannski maður hitti þig þar í gufunni.
Vonandi komið þið öll á sýninguna mína.
Svava frá Strandbergi , 7.4.2008 kl. 00:37
Þetta er ekki alveg rétt hjá þér varðandi Brigitte hina dönsku Rambó (nei Stallone). Hún sendi honum "djarfar" hreyfimyndir af sér (og bara það að setja djarfar í gæsalappir gefur til kynna hvers konar myndir þetta voru) og einhverju seinna bankaði hún uppá hjá honum. Hvaða maður stenst það (þ.e.a.s. hafi hann horft á myndirnar sem hún sendi)? Nielsen varð Stallone og svo Ex.
Plebbinn ég hef ekkert að segja um Domingo eða Sigga bróður þinn.
Gúrúinn, 7.4.2008 kl. 02:05
Jæja Gúru, það er bara svona! Svo Brigitte sendi 'djarfar' myndir af sér áður en hún fór til Rambós. Það er ekki að furða að hann hafi fallið fyrir henni.
Annars finnst mér þú ekki vera neinn plebbi, þó þú hafir ekkert að segja um Sigga eða Placido.
Svava frá Strandbergi , 8.4.2008 kl. 03:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.