Leita í fréttum mbl.is

Aumingja Hannes

Það var ekki hátt risið á Dr. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, í Kastljósi í kvöld.  Ég sem alltaf hef látið Hannes fara í mínar fínustu, vegna þess, að mér finnst hrokafullrar framkomu hans hingað til, dauðvorkenndi karlinum.

Hann er skuldugur upp fyrir haus og á von á því að þurfa kannski að punga út með meira fé. 

En ekki verður deilt við dómarann sem dæmir höfundarréttinn svona sterkan. Og ég segi sem betur fer. Vona bara að Hannes fari ekki alveg á hausinn peningalega og læri af reynslunni. Batnandi mönnum er víst best að lifa.


mbl.is Átelur vinnubrögð Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já kall anginn honum er vorkunn ég segi sama. Batnandi  mönnum er best að lifa.

Knús inn í daginn.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.4.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Amason

Sammála. Það er eiginlega ekki hægt annað en að segja að maður vorkenni greyið karlinum. Hann hefur tilfinnginar eins og aðrir og þetta hlýtur að fá á hann. Mér finnst gott að hann viðurkennir mistökin sín og segist bara vilja læra af þeim. Eflaust vill hann geta haldið áfram að lifa sínu lífi. Þessi málaferli Jóns Ólafssonar finnst mér bara lykta af mannvonsku og draga úr almenningsáliti á honum frekar en hitt. Ekki var að heyra annað á Hannesi en að hann hafi reynt að sættast við hann á sínum tíma. Mér finnst þetta ferlega ýkt eitthvað, Jóni virðist ekki ganga neitt annað til en að reyna að gera Hannes gjaldþrota, ná fram n.k. hefnd. Auðvitað voru ummæli Hannesar á sínum tíma hörð og í raun bara eitthvað sem menn ættu að reyna að ná sáttum með sín á milli. Ástæðan fyrir því að Jón sækir málið erlendis virðist vera bara að þar hafi hann meiri möguleika á að ná að gera Hannes gjaldþrota og til að ná sem stærstu höggi á Hannesi, ef málið væri tekið upp hér þá væru orð hans kannski gerð ógild og Hannes þyrfti að biðjast afsökunar og greiða einhvern "smá" málskostnað.. eða hvað? Ég þekki ekki nóg til málsins til að geta dæmt alveg nógu vel um þetta, Jón virkaði ekki mjög vel á fólksd þegar hann skráði einhver lágmarkslaun á sig þegar hann var í háum stöðum hér á landi, það var ekki lítið talað um þær rúmlega 70 þús kr mánaðartekjur sem hann var með þá moldríkur maðurinn, þ.a. kannski varpar það smá skugga á persónuna. Samt líst mér vel á þetta vatnaævintýri sem hann er í, kominn tími til að gera alvöru úr þessari auðlind okkar, hreina íslenska vatninu.

En já, þá vann Hannes sér inn stig hjá mér í Kastljósinu í gær.

Amason, 4.4.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Afhverju er sagt að hann hafi rænt verkum Kiljans?? ef þessi þjóð er eins vel að sér í ritum Kiljans eins og allir vilja meina, þá hefði aldrei komið til álita að þetta væri stuldur, allir hefðu átt að sjá strax hvaðan frumtextinn kom. Mér finnst þetta asnalegt snobb Kiljans mál og hefði þótt svo hver sem í hlut hefði átt.  Er engin Hannesar manneskja en mér finnst þetta mál bjánalegt.  Svona er nú mín skoðun.  Annars kær kveðja til þín og kisanna, vona að þið hafið það sem allra, allra best. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 15:06

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér hefur aldrei litist vel á þennan Jón Ólafsson. Annars verður maður víst að gæta orða sinna svo maður verði ekki kærður fyrir ærumeiðingar.

En mér líst illa á að Jón hafi kært Hannes fyrir breskum dómstólum. Svo er líak spurning hver langt á að ganga með að dæma aleiguna af almennum launamönnum. Hvernig myndi annars verða farið með öryrkja sem glæptst til þess að móðga einhvern með því að segja einhver vanhugsuð orð um hann? Myndu örorkubæturnar verða dæmdar af þeim öryrkja? 

Já, mér finnst þó nokkuð til í því sem þú segir Ásdís. Takk fyir kveðjurnar og kær kveða til þín og Bóthildar.

Líka í því sem þú segir Guðmundur. Þetta er allt annars kannski álitamál. 

Svava frá Strandbergi , 4.4.2008 kl. 17:51

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég vorkenni Hannesi ekkert. Hann átti að vita hvað hann var að gera. Hann er jú fræðimaður og starfar einmitt  við að kenna börnunum okkar fræðimennsku. Ef Hannes væri ekki dæmdur jafn hart af dómstóli götunnar ef hann væri Jóna eða Gunna útí bæ.

Marta B Helgadóttir, 5.4.2008 kl. 00:24

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já. Marta sumir segja að Hannes sé bara með klókindi með því að sýna auðmýkt og iðrun. Hann viti sínu viti með það, hvenær það borgar sig að lúffa.

Samt vorkenni ég honum að missa húsið sitt, en kannski fær hann aðstoð peningalega frá vinum sínum.

Svava frá Strandbergi , 5.4.2008 kl. 00:49

7 Smámynd: www.zordis.com

Svo uppsker sem sáir!

Þekki ekki til málsins en mér skilst að dómurinn hafi verið ansi harður.

Knús inn í daginn þinn. 

www.zordis.com, 5.4.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband