Leita í fréttum mbl.is

Tító örmagnaðist og datt í gólfið og bakið og mjöðmin að drepa mig.

 

140707_0189_small_tito

Ég sef ekki vel þessar næturnar, þar sem ég stend mikið við að mála og er af þeim sökum, frá af kvölum á næturnar. Í fyrra leiddi verkurinn út frá bakinu niður í vinstri fót. En ég er með kölkun í hryggnum og þar hefur vaxið  beinhnúður sem þrýstir á mænuna.
Ég þurfti að nota hækju fyrst á morgnana meðan verkjalyfin voru að virka. Þetta ands... tauga verkjakast stóð yfir í 4 mánuði. Læknirinn var tvisvar, búinn að ákveða að skera mig, en ég tregðaðist við, því ég vissi að ég gæti verið ár að ná mér, þar til loks sem betur fer að verkirnir gengu til baka.

En nú er ég komin með taugaverk út frá mænuþrengslunum niður í hinn fótinn. Helv.. verkurinn leiðir frá mjóbakinu niður í mjöðm og þaðan niður utanverðan fótlegginn og líka framanverðan, þaðan frá, niður í ökkla að framan og hæl að aftan. Það virkar ekki einu sinni á verkina að taka tvær parkódín forte og liggja á hitapúða og ég er síkveinandi upp úr svefninum. Þess vegna liggja Tító og Gosi þétt upp við mig til þess að hlýja mér, kannski sjálfum sér líka? En alla vega vekja þeir mig stundum þegar þeim finnst vanlíðan mín orðin einum of skuggaleg. 

Samt dugir ekki að vorkenna sjálfri sér, því ég er ekki ein um að vera með  gigt á þessu heimili. Og ég hef meiri áhyggjur af þeim aðila, þar sem hann getur ekki tjáð sig um sína verki og hvernig honum líður. Þetta er hann Tító minn sem liggur alltaf á ofninum og dýralæknirinn segir að það sé af því að hann sé  þjáður af gigt.
Mér fannst það þó taka út yfir allan þjófabálk þegar Tító var búinn að dvelja svo til samfleytt á ofninum í fimm daga. Var meira að segja algjörlega hættur að elta mig um allt. Svo var hann að horast svo mikið.

Dýralæknirinn sagði mér, þegar ég hringdi í hann, að gefa Tító hálfa steratöflu í fjóra daga og svo hálfa töflu eftir það annan hvern dag.
Það var eins og við manninn mælt að Tító reis upp af sjúkrabeði sínum, því í morgun vaknaði ég við ofboðslegan hávaða  í þeim Gosa, þar sem þeir voru í æsilegum eltingaleik út um alla íbúð.

Ég lagðist aftur á koddann og var þakklát fyrir það að Tító liði betur og sagði þess vegna takk fyrir, við þann Hæsta. En ég var ekki fyrr búin að mæla þau orð, en ofboðsleg hræðsluvein bárust frá hinum sporlétta Tító.
Ég kallaði í hann og sagði, 'Hvað er að kallinn minn?' 'Komdu hérna ljúfurinn', og fleira í þeim dúr, en Tító herti því meir á gólinu, svo ég skakklappaðist fram úr rúminu til að sjá hvað væri eiginlega að litla kútnum mínum.

þegar ég kom fram á gang sá ég mér til skelfingar, að Tító lá marflatur á gólfinu og gat sig hvergi hrært, svo ég tók hann upp og bar hann upp í rúm. Hann horfði á mig stórum augum og það var ótti í augnaráði hans.
Ég var nýbúin að tala við dýralækninn og segja henni frá leikgleði Títós á gamals aldri, en hringdi nú aftur í hana og sagði henni farir Títós ekki sléttar.  'Grey kallinn', sagði dýralæknirinn. 'Sterarnir gera það að verkum að honum líður betur og hann heldur að hann geti allt sem hann langar til, en hann hefur bara ekki meira þrek, en þetta.' Þú verður að passa vel upp á að hann fari sér ekki að voða með svona eltingaleikjum við Gosa, bætti hún svo við.

Það er ósköp aumt að horfa upp á elskað lítið dýr sem stendur hjarta manns nærri, tærast upp og þjást svo af verkjum að það liggi dag eftir dag á heitum miðstöðvarofninum. Og verða svo vitni að hræðslu þessa litla dýrs þegar það uppgötvar í miðri gleði sinni í skemmtilegum eltingaleik, að allt í einu getur það ekki leikið sér svona lengur. 

Ég er þakklát fyrir sterana sem gefa Tító betri líðan, þeir draga úr bólgum í liðunum og þar af  leiðandi líka verkjunum. En sterarnir hafa sínar dökku hliðar. Tító kemur til með að fitna alltof mikið af þeim og á, á hættu að fá sykursýki.

Ég vona að Guð leiðbeini mér með það, hvenær lífið hans Títós er orðinn honum meiri byrði, heldur  en ánægja 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Guðný Svava !

Vona; að þið Tító komist til skjótrar heilsu, á ný. Hvet ykkur, til að fara vel með ykkur, hvorutveggju.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 02:33

2 Smámynd: Guðný Svava Strandberg

Bestu kveðjur til þín líka, Óskar.

Guðný Svava Strandberg, 1.4.2008 kl. 09:51

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi hvað þetta er leiðinlegt að heyra gott Tító er að ná sér en mjög vont

með þig Batkveðjur Guðný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2008 kl. 11:21

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku vina, ósköp er leitt að heyra með þig og Tító. Ætli hann sýni þér ekki sjálfur hvenær er nóg komið, vont er að heyra um vanlíðan þína, vildi óska að læknar gætu eitthvað gert, ótrúlegt hvað þeir geta orðið ráðþrota með mann.  En svona er þetta stundum því miður Thumbs Up  Langar bara að senda smákveðju. Er að hressa mig við á smá blogg lestri.   Double Kiss 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 14:28

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

ÆI hvað þetta er slæmt með þig og TÍTO.

gÓÐAN BATA

Kristín Gunnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 14:38

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir innlitin.

Ætli við Tító þurfum bara ekki að fara saman í heilsuátak á Heilsubælinu í Hvragerði?

Svava frá Strandbergi , 1.4.2008 kl. 16:38

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hinar bestu batakveðjur til þín.

Já, það er erfitt að horfa upp á veik dýrin sín. Ég gleymi þeirri reynslu aldrei.  

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.4.2008 kl. 17:33

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Bestu kveðjur til baka nafna. Já, þetta er ekki gott að horfa upp á Tító  sinn svona kominn að fótum fram.

Sterarnir hjálpa til við að minnka bólgurnar vegna gigtarinnar og slá á verkina og einnig lappa þeir aðeins upp á  gölluðu nýrun hans.
Samt er hann oft með ógleði af því það er þvag og eiturefni í blóðinu þar se,  meðfæddi nýrnagallinn fer versnandi með aldrinum.
Hann verður 10 ára á þessu ári og dýralæknirinn sagði við mig fyrir löngu síðan, að eftir að og,  ef hann næði þeim aldri, færi þetta  nú að styttast hjá honum.

Ég er bara svo reið út í suma þá aðila sem rækta ketti og hugsa bara um að græða á þeim, því þeir slugsa við að flytja inn ný dýr til þess að bæta stofninn og forðast innræktun. 

Það er ekkert eðlilegt við það, hvað hreinræktaðir kettir eru margir með alls konar meðfædda galla, sem þekkjast ekki hjá venjulegum húsköttum. Húskettir verða miklu eldri en hreinræktaðir kettir. Vinkona mín á húskattarlæðu sem er orðin 26 ára gömul. Hreinræktaðir kettir verða oftast nær, ekki eldri en 10 til 13 ára. 

Svava frá Strandbergi , 1.4.2008 kl. 22:30

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

En hvað þið eruð samtaka í þessu, þú og Tító. Æ, það er vont að finna til en það er enn verra að horfa á aðra finna til. Vonandi að ykkur fari að líða betur fljótt.

Knús og hugg og Ljós til ykkar beggja. Gosi verður að standa sig í að vera hress gleðigjafi fyrir ykkur hin

Ragnhildur Jónsdóttir, 2.4.2008 kl. 10:42

10 Smámynd: halkatla

bestu hjartans kveðjur til ykkar

halkatla, 2.4.2008 kl. 13:52

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir kæru bloggvinir.

Svava frá Strandbergi , 2.4.2008 kl. 15:06

12 Smámynd: Beturvitringur

Sæl þjáningasystir (kisi minn er þó enn við góða heilsu fyrir utan króníska berkjubólgu!)

Hefurðu beðið Aron Björnsson, hot (heila- og taugaskurðlækni) að liðsinna þér? Hann er eiginlega eini læknirinn (í þessum málum) sem hefur kunnað að hjálpa mér. Er með aðsetur á 3.hæð Bráðamóttöku Borgarspít. Það heitir, minnir mig, "Endurkomudeild"  Hann er gull af manni OG gull af lækni!

Vertu helst aldrei neins staðar í íbúðinni án síma. Lá einu sinni 5-6 tíma, hálf á gólfinu og hálf uppí sófa, og náði ekki í símtækið. Martröð.

Beturvitringur, 4.4.2008 kl. 02:01

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sæl þjáningarsystir. Já, ég var hjá Aroni Björnssyni og það stóð tvisvar til að skera mig upp. En ég tregðaðist við þar sem ég var að vinna og ég yrði lengi að ná mér.
Ég lifði bara á parkódín forte töflumí fjóra mánuði. Gat ekki stigið í fótinn á morgnanna fyrr en þær voru farnar að virka og notaði hækju þangað til.
Svo lagaðist þetta, en er nú komið aftur. Ég er komin til sjúkraþjálfara. Fór í dag og bakið var strekkt og fékk hljóðbylgjur á hnéð.

Ég festist líka einu sinni þegar ég beygði mig niður á fjóra fætur. Gat ekki hreyfti mig í óratíma og var dauðhrædd og kvalin. Nú hef ég alltaf annan símann við hendina. 

Ef ég lagast ekki hjá sjúkraþjálfaranum á einhverjum vikum ætla ég að tala aftur við Aron. 

Svava frá Strandbergi , 4.4.2008 kl. 02:13

14 Smámynd: Beturvitringur

Það er alveg rétt hjá þér að reyna í lengstu lög að komast hjá hnífnum en þegar komið er á visst stig þá er manni fjandans saman hvaðan gott kæmi. (Tvískorin v.brjóskloss, ath ekki BRJÓSTloss : ) - er það ekki Lúðvíks XIV stíllinn að vera útskorinn?

Til þess að þetta verði ekki bara harmsögur: Ég eitt sinn úti á svölum að dusta mottu út fyrir handriðið - festist þá í bakinu og með þessar hræðilegu kvalir hékk ég út fyrir, fékk stuðning með því að halda maganum við handriðið og hékk svo í hálfa stöng góða stund áður en mér tókst e-n veginn að fikra mig inn.

Beturvitringur, 7.4.2008 kl. 08:18

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nei annars það er ekki hlæjandi að þessu þó að það sé fyndið að hanga svona í hálfa stöng út um gluggann eins og þú orðar það.

Vona að þú sért betri í bakinu núna. Kannski það endi með því að ég verði útskorin, annað hvort í  rókokkó, eða barokk  stíl?

Svava frá Strandbergi , 8.4.2008 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband