Leita í fréttum mbl.is

Á afmæli kattarins

 

scan0021

Viðsjárverð þykir mér glyrnan gul,
geymir á bak við sig marga dul,
óargadýranna eðli grimmt
á sér í heilanum fylgsni dimmt.

Alla tíð var þó með okkur vel,
einlægt mér reyndist þitt hugarþel,
síðan ég forðum þig blindan bar,
breiddi á þig sæng þegar kaldast var.

Fimm voru systkinin fædd í heim,
fagnar þú degi hið eina af þeim;
hinum var öllum í æsku drekkt,
ósköp er kattlífið dapurlegt.

Lifað nú hefur þú árið eitt,
oddhvöss er vígtönnin, klóin beitt;
stundum á kvöldin með kurteis hljóð
kveðurðu af munni fram ástaljóð.

Andvakan þykir mér yfrið löng
uns ég í garðinum heyri söng,
hugurinn glaðnar þá heldur til,
hlægir mig dillandi raddarspil.

Til munu þeir sem það tónverk líst
tilkomulítið, en eitt er víst:
læðan sem kúrir á leyndum stað
leggur við eyrun að hlusta á það.

Mjúkur, með kirfileg kampahár
kemurðu að dyrum í morgunsár,
upp þig úr munnvatni allan þværð,
augunum lygnir í sæld og værð.

Ólundin margsinnis úr mér rauk
er ég um kverk þér og vanga strauk,
ekki er mér kunnugt um annað tal
álíka sefandi og kattarmal.

Trýnið þitt starfar og titrar kvikt,
tekst því að skynja svo marga lykt,
þar sem mér ekki með allt mitt nef
unnt er að greina hinn minnsta þef.

Bugðast af listfengi loðið skott,
lyftist með tign er þú gengur brott;
aldrei fær mannkindin aftanverð
á við þig jafnast að sundurgerð.

 

        Jón Helgason
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg mynd af kisu mikið málar þú vel

Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Margslungin er kisulund.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.3.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

minnir á múmín okkar, sem er bland af norskum skógarketti. takk fyrir

Bless inn í nóttina

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.3.2008 kl. 19:51

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir innlitið. Þessu köttur sem myndin er af, heitir Amos og er hann af tegundinni Main Coon. stærstu kattategund í heimi.

Hann er 5 mánaða kettligur á myndinni, sem ég málaði eftir ljósmynd fyrir son minn sem varð að skilja Amos eftir hjá vinkonu sinni í Danmörku þegar hann flutti heim.
Main Coon kettir eru frá Main í USA. Nafnið Main Coon er þannig tilkomið að talið var í gamla daga að þessir kettir væru skyldir racoon (þvottabirni) enda er upphaflegi liturinn á þeim brúnn eins og á racoon og skottið er loðið og þvert fyrir í endann eins og á racoon.

Svava frá Strandbergi , 31.3.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Flott mynd og skemmtilegt ljóð. Greinilega skrifað af þekkingu

Ragnhildur Jónsdóttir, 31.3.2008 kl. 21:07

6 Smámynd: www.zordis.com

Falleg mynd af kisu og æðisleg uppstilling hér í fyrri færslu.

Bestu kveðjur til þín!

www.zordis.com, 31.3.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: halkatla

en fallegt og ljóðið er líka alveg geggjað!

á kisinn þinn afmæli í dag? Ef svo er þá sendi ég honum kærar kveðjur  

halkatla, 31.3.2008 kl. 22:59

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka ykkur fyrir. Já, ljóðið er skemmtilegt og lýsir karaker kattarins mjög vel.

Nei, Anna Karen, hvorugur af kisunum mínum á afmæli, en takk fyrir kveðjuna samt. Kveðjur til þín og þinnar kisu, eða eru þær ekki orðnar tvær? 

Svava frá Strandbergi , 31.3.2008 kl. 23:50

9 Smámynd: halkatla

ok þú knúsar þá bara frá mér þegar þar að kemur ;)

jú kisurnar eru orðnar 2 og það er heljarinnar ævintýri (ég er með smáfuglabíó í glugganum fyrir þær daglega milli 12 og 2 meðan það er svona mikill snjór, við elskum sko litlu snjótittlingana

halkatla, 2.4.2008 kl. 13:55

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Vel á minnst, ég hef heyrt að kettir hafi gaman af að horfa á dýralífsmyndir, sérstaklega með fuglum. Ég ætla að leigja eitt handa Tító og Gosa að horfa á.

Svava frá Strandbergi , 2.4.2008 kl. 15:12

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, auðvitað Rafn, er það Maine Coon. Gleymdi hvernig á að stafa, Maine. Þakka þér fyrir leiðréttinguna.

Svava frá Strandbergi , 3.4.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband