22.3.2008 | 22:34
Það er bull að Breiðholtið sé eitthvað verra en önnur hverfi
Blár jökull
Hér í Breiðholti búa um 20 til 25 þúsund manns og hér er flestalla daga allt með ró og spekt. Það er líka bull að útlendingar séu sí og æ til vandræða eins og sumir segja. Þeir innflytjendur sem ég hef kynnst hér í Breiðholti er allt sómafólk, en misjafn er sauður í mörgu fé segir gamalt máltæki og það er íslenskt máltæki en ekki útlent. Það segir okkur að íslenskt vandræðafólk hefur þrifist hér á landi fyrir daga innflytjendanna. sem nú til dags er kennt um flest það sem miður fer hér á landi.
Það er bölvaður rasismi í gangi hér á Íslandi og það er synd, því það er mesta blessun að fólk frá öðrum löndum fáist til þess að blanda blóði við okkar útþynnta íslenska blóð, því Íslendingar eru jú alltof skyldir hvor öðrum eins og allir vita eftir aldalanga einangrun.
Slík innræktun kallar á ekkert annað en úrkynjun og vesaldóm, enda éta Íslendingar einna mest af 'gleðipillum' miðað við nágrannaþjóðir sínar. Við megum skammast okkar fyrir að þykjast vera hafin yfir það fólk sem hingað leitar í von um betra líf. Við megum líka skammast okkar fyrir það að útlendingar vinna hér margir þau störf sem við þykjumst of fín til að gegna og það á smánarlaunum.
Svo erum við að monta okkur af vestur Íslendingum, þeir voru innflytjendur á sínum tíma í Vestur heimi, en okkur hættir til að gleyma því. Þeim hefur sem betur fer yfirleitt farnast vel og ég spái því að innflytjendur hér á landi eigi eftir að spjara sig jafn vel og þeir.
Og hvers vegna er alltaf talað um að það sé að byggjast upp eitthvað Harlem í Breiðholti? Eru þá ekki líka Harlem úti á landi á öllum þeim stöðum þar sem innflytjendur búa? Já, og ef við lítum okkur nær þá búa innflytjendur í fleiri hverfum í Reykjavík en bara í Breiðholti.
Það er kominn tími til að við látum af þessum hroka okkar og tali um það að við séum öll af kóngum komin. Við skulum ekki gleyma því að í hverju skipi sem til Íslands kom fyrir 11 hundruð árum var meiriparturinn af mannskapnum vinnuhjú og þrælar. Ekki svo að skilja að vinnuhjú og þrælar hafi verið verra fólk en hvað annað, kannski bara betra. Og þetta fólk var sem betur fer meginuppistaðan í stofni íslensku þjóðarinnar, því þetta var vinnusamt fólk.
Og þrælar og vinnuhjú voru alls ekki af hinum hreina norska stofni sem við hreykjum okkur af að vera komin af, heldur var þessi mannskapur frá, svo dæmi séu tekin, Írlandi, Bretlandi, Hjaltlandseyjum, Orkneyjum og guð má vita hvaða fleiri stöðum, jú kannski Konstantínópel?. Það voru einnig þeldökkir menn sem fluttust hingað til lands seinna á öldum og ekki veit ég betur en að fyrrverandi forsætisráðherra okkar Davíð Oddsson sé kominn af Jamaica negra.
Svo má líka minnast á frönsku duggurnar hér á Íslandsmiðum og Fransmennina á þeim, hér voru líka þýsk skip og hollensk, ensk og norsk og portúgölsk. Og margir af þessum erlendu sjómönnum hér við Íslandsstrendur blönduðu blóði við 'íslenska´hrærigrautinn sem hér var fyrir, því ekki voru það hreinræktaðir Norðmenn sem báru með sér hin brúnu augu og dökkbrúnt eða svart hár, eða hvað?
Og ég sé ekki betur en þessi samhræringur hafi bara tekist vel, því er ekki talað um að á Íslandi sé fallegt fólk? Alla vega er kvenfólkið okkar frægt fyrir fegurð um allan heim. Og ekki eru þær allar ljóshærðar fegurðardrottningarnar okkar og þær sem eru það eru flestar með litað hár.
Það er gott að búa í Breiðholtinu og ekki hættulegra né verra fólk þar en nokkurs staðar annars staðar og það er ekki meira Harlem hér en á Íslandi til forna. Og ekki yrði ég hissa á því þó að með tíð og tíma verði blandaðir Breiðhyltingar allra manna og kvenna vænstir á voru guðsvolaða landi.
Sex leitað vegna árásar í Breiðholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grafarvogurinn er ágætur, ég verð að viðurkenna það, en Breiðholtið er betra. Hér er eldra og gróið hverfi með skógivöxnum hæðum og flottu útsýni og svo er perlan Elliðaárdalurinn við bæjardyrnar.
Svava frá Strandbergi , 22.3.2008 kl. 23:00
Jæja góða mín, ég veit það en það hafa fyrr verið framin óhæfuverk á þessu landi og það ekki alltaf í Breiðholtinu.
Svava frá Strandbergi , 22.3.2008 kl. 23:02
Allir menn eru bræður okkar og systur. ekki bara Íslendingar, heldur llika útlendingar sem hafa ratað af réttri leið. eins og svo margir aðrir.
Svava frá Strandbergi , 22.3.2008 kl. 23:04
Afhverju telur þú að þetta voru "hreinræktaðir" íslendingar að verki eða að þetta sé aðgerð rasisma? Getur ekki verið að þetta hafi eitthvað með eiturlyf að gera, hefnd fyrir eitthvað annað, að taka strax þá ályktun að þetta sé rasismi er í sjálfu sér rasismi á þinni hálfu. Tökum dæmi, ef maður nauðgar stúlku og nokkrir menn hefna fyrir það með heyftarlegum barsmíðum... er það þá ofbeldisverk rasisma ef maðurinn er útlendingur?
Mér finnst vera fullur réttur á vissum rasisma eins og t.d. hef ég heyrt að svínakjöt sé bannað í einhverjum barnaskólum því þar eru múslímar... á þá ekki að banna nautakjöt líka því Hindúar eru á móti því!? Hvað með þá að leyfa japönunum að éta hundakjöt því jú þeir gera slíkt. Hvar á að draga línuna með hefðir landa, þessar trúarlegu dellu um hvað má éta, hvernig skal klæða sig og hvað það nú er. Ég styð trúfrelsi og því ætti annaðhvort að tala tillit til allra trúarbragða eða engra!
Ég er rasisti á hópamyndum útlendinga sem neita að taka við okkar hefðum, okkar tungumáli og lögum. Útlendingar ættu að aðlagast þeim löndum sem þeir kjósa að búa í frekar en að reyna að breyta þeim eða mynda þjóðfélagshópa, t.d. skóla og hverfi sem aðeins þessir útlendingar búa í? Ef útlendingur getur talað íslensku nógu vel að ég geti skilið hann er hann íslendngur í mínum huga. Þeir útlendingar sem mæta í íslensku kennslu og sýna að þeir vilji reyna að aðlagast stend ég við bakið á, en ekki þeim sem koma hingað til að lifa algerlega sama lífi og það hafði í sínu upprunalega landi.
Steini (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 23:43
Ég tel ekki að þetta hafi verið 'hreinræktaðir' útlendingar sem voru þarna að verki . Ég veit að þetta voru útlendingar. En er annars hægt að tala um hreinræktaða Íslendinga? Við erum ansi blönduð þjóð og margan hef ég heyrt tala um það, að komi þeir t.d. til Dublin að þá sé fólkið þar á Írlandi líkara Íslendingum heldur en Norðmenn eru, sem við tejum okkur vera komna af.
Jú líklega hafa þessir ógæfumenn verið með eiturlyf, en Vogur er líka fullur af eiturlyfjaneytendum sem eru íslenskir og margir hverjir vafalaust komið illa við sögu lögreglu á einn eða annan hátt.
í sambandi við trúmál tek ég enga afstöðu, því eins og þú segir þá geta orðið vandræði í skólunum, ef fara á bókstaflega eftir því hvað hver trúarhópur má leggja sér til munns. Annars eru Aðventistar á Íslandi og þeir borða ekki blóðmör svo dæmi sé tekið og það hefur ekki orðið neitt stórmál úr því í skólum. Ætli mismunandi trúarhópar verði ekki bara að temja sér umburðarlyndi í matmenningu sín á milli Það er allt hægt að leysa með góðum vilja.
þú ert rasisti á hópamyndun útlendinga, segir þú, en hvað með okkur Íslendinga? íslendingar hópa sig saman í hverfi t.d. í Flórida og á Spáni og víðar og tala ekki allir spænsku sem búa á Spáni.
Annars finnst mér það rétt hjá þér, að það kemur öllum til góða ef útlendingar sem setjast að í öðru landi tileinka sér mál og menningu þess lands sem þeir búa í., hvort sem það eru Íslendigar á Spáni eða Pólverjar á Íslandi.
En lengi er haldið í gamla málið og menningu heimalandsins, eins og t.d. hjá´Vestur Íslendingum þó íslenskan sé nú að hverfa hjá yngstu kynslóðinni þar. Ég hef þá trú að börn og barnabörn nýbúa hér samsami sig íslenskum siðvenjum eins og gerðist hjá Vestur Íslendingum. Það er erfiðast fyrir fyrstu kynslóðina að búa í nýju landi. En við megum ekki gleyma því að allir eru stoltir af uppruna sínum hvers lenskir sem þeir eru.
Svava frá Strandbergi , 23.3.2008 kl. 00:20
Breiðholtið er ekki góður staður í minningunni hjá mér þar sem að ég var að taka strætó þar fyrir einu ári og labbaði þá hópur af unglingum sem voru fullir og einn af þeim kýldi mig í andlitið svo að það sprakk vör og meira. Mæli eindregið gegn því að fólk flytjist þangað nema það sé í enbýlishúshverfa megin ekki blokka megin. og ég ætla að taka það fram að þetta voru Íslendingar ekki einhverjir útlendinga pakk, svo auk þess þá er ég hreinræktaður Íslendingur.
ónefndur (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 00:39
Ég trúi því að Breiðholtið sé ekki góður staður í minningunni hjá þér, fyrst þú varðst fyrir árás þar. En það er dálítið gróf alhæfing að halda því fram að Breiðholtið sé eitthvað verra en önnur hverfi þar sem árásir hafa einnig verið gerðar.
Svava frá Strandbergi , 23.3.2008 kl. 00:47
þetta er aldeilis frábær grein !! og passar mjög vel inn í það sem ég var að blogga í dag á steina. is
takk fyrir þetta, það er gott að lesa á páskadag.
Blessi þig í Páskaljósið !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 13:07
Ég ætla að lesa pistilinn þinn Steina.
Blessun til þín á páskum.
Svava
Svava frá Strandbergi , 23.3.2008 kl. 13:10
Gleðilega páska elsku Guðný mín
Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 13:18
Gleðilega páska Katla mín
Svava frá Strandbergi , 23.3.2008 kl. 13:32
'Imagine no possessions
Wonder if we can
No need for greed or hunger
A brotherhood of man
Imagine all the people
sharing all the world
You may say I´m a dreamer
But I´m not the only one
I hope someday you´ll join us
And the world will be as one'
Svava frá Strandbergi , 23.3.2008 kl. 13:32
Innilega gleðilega páska til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 13:33
Gleðilega páska til þín og þinnar fjölskyldu, Ásdís.
Svava frá Strandbergi , 23.3.2008 kl. 13:37
Ég bý í Danmörku og stunda mitt nám á dönsku og er eini útlendingurinn sem hefur dönsku ekki sem móðurmál. Eftir þessi 3 ár sem ég hef búið hér hef ég náð það góðum tökum á dönsku að danirnir með mér í náminu eru hættir að líta á mig sem útlending og virða mig jafnt sem aðra. Íslendingarnir hérna hópast samt saman og halda uppá þorrablót og þessháttar sem er bara í lagi.
Hvað "hreinræktun" varðar tel ég mig vera íslending í húð og hár því ég er fæddur og uppalin á Íslandi, sem og mínir foreldrar. Þrátt fyrir ef afi minn eða amma væru frá einhverju öðru landi væri ég samt á sömu skoðun. Eins og þú ert búin að vera að segja að við séum komin af hinum og þessum löndum þegar Ísland var að byggjast upp fyrir hundruðum ára síðan. Hvað með bara núna fyrir rúmum 50 árum síðan (gæti skjátlast) þegar bandaríkjaher kom til Íslands, hversu mörg börn eru komin utan því æði kvennmanna á þeim tíma "að vera með bandaríkjamanni" og eða "fara til Ameríku"? Við erum allra landa blönduð súpa, en, við erum stoltir Íslendingar því hingað eigum við rætur. "Hreinræktaðir" íslendingar er ekki til, en við getum verið stolt af hver við erum og hvaðan við komum.
Við ættum að taka vel á móti þessum útlendingum því þeir jú vinna vinnur sem við viljum ekki vinna, eins og t.d. að keyra strætó. Við ættum frekar að berjast fyrir því að yfirvöld ættu að breyta lögum og gefa atvinnuleyfi á einstaklinga en ekki á fyrirtæki. Í stað þess að fyrirtæki geti flutt þá inn 20-30 verkamenn ætti ríkið að gefa leyfi á hvern einstakling fyrir sig. Þegar fyrirtæki fá 20-30 verkamenn gætu þeir verið hvaða lýður sem er, morðingjar, nauðgarar og hvað það nú er. Ef ríkið gefur leyfi á hvern einstakling er hægt að athuga bakgrunn hans og ganga úr skugga um að hann hafi þá menntun, reynslu og "hreinan skjöld" sem hann segist hafa.
Það er endalaust hægt að rífast um forsendur þess hversvegna útlendingar eru af hinu góða eða illa, það mun aldrei breytast og þetta er vandamál í öllum löndum heimsins nema kannski þriðjaheims löndum og/eða þeim sem stríð er í. Spánn er í vandræðum með fólk frá Afríku sem kemur með bátum yfir miðjarðarhaf, Pakistan og Íran tekur á móti Írökum, Pólland og Úkraína fá flótta menn frá Kósóvó og Serbíu. Allir vilja betra líf, fjarlægja sig frá stríði, fátækt og ofbeldi. Ísland er mjög friðsælt land miðað við mörg lönd í þessum heimi og við gerum okkur enga grein fyrir hversu slæmt ástandið er, flestum er líka alveg sama. Okkur er bara sama um veraldslega hluti eins og flotta bíla, föt, sumarlandarferðir, fermingar gjafir, íbúðir í hundrum fermetra, slúður... opnum augun, það eru margir mikilvægari og alvarlegri hlutir en okkar mjög svo stækkandi egó!
Steini (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 14:08
Mikið til í því sem þú segir, Steini.
Svava frá Strandbergi , 24.3.2008 kl. 23:16
Guð blessi þig Guðný margfaldlega í öllu þínu lífi og öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur, og Guð blessi fjölskyldu þína og ástvini í Jesú nafni
Guðrún Sæmundsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:22
Góður pistill. Takk fyrir mig.
Marta B Helgadóttir, 25.3.2008 kl. 20:12
Þakka þér innilega fyrir þín blessunarorð Guðrún. Ég bið þess sama þér og þinni fjölskyldu til handa.
Svava frá Strandbergi , 25.3.2008 kl. 23:54
Takk sömuleiðis Marta.
Svava frá Strandbergi , 25.3.2008 kl. 23:55
Og ég sem er að verða nágranni þinn í sumar! Guðný Svava ég hlakka til að hitta þig þótt ekki hafi orðið í þessari örferð minni!
Fallegar uppstilling í landslagi myndirnar þínar .... ég er búin að vera fjarri blogginu meir og minna veruna mína og þarf að gefa mér tíma til að lesa. knús á þig mín kæra!
www.zordis.com, 26.3.2008 kl. 00:06
Hvað segirðu Zordís! Svo þú verður nágranni minn í sumar, þá verðum við að hittast
Ég hlakka líka til að sjá þig. Ég hef svona verið að smá pæla í að skellla mér til Spánar einhvern tímann í sumarfrí og reyna að ná mér í einn innfæddan myndarlegan mann.
Mig langar svo til að búa á Spáni því ég er svo hrikalega slæm af gigtinni og sól og hiti bætir hana, en það er ekkert gaman að búa ein á Spáni.
Ég gæti keypt mér heilt raðhús á Spáni, fyrir blokkaríbúðina mína hér.
Nú er ég á fullu að undirbúa sýninguna mína.Álfheiður, eigandi ArtIceland var svo almennileg að bjóða mér að koma heim til mín á föstudaginn og taka ljósmyndir af myndunum mínum.
Knús til baka!
Svava frá Strandbergi , 26.3.2008 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.