21.3.2008 | 00:50
Löggan lokaði á mig dyrunum
Ein mynd til úr myndaröðinni 'Uppstilling í landslagi '
Ég ætlaði einmitt að koma við í Leifasjoppu á leiðinni til vinkonu minnar hérna í næsta húsi. Ég opnaði dyrnar en var rekin öfug út af vörpulegum lögreglumanni. Hann sagði ábúðarfullur að þeir væru að rannsaka mál. Ég spurði hvort það tæki langan tíma og hvort ég gæti ekki bara beðið á meðan, en ekki vildi hann samþykkja það.
Þetta er annað ránið hjá honum Leifa á innan við tveim árum. Ég labbaði svo til vinkonu minnar og þar fylgdust við með þegar lögreglubíll og svo lögregla á mótorhjóli komu að sjoppunni.
Þetta rán var framið um hábjartan dag svo ég sé að það skiptir ekki máli hvenær maður er á ferðinni, en ég er alltaf hálf smeyk við að labba hérna göngustígana út í sjoppu á kvöldin.
En á sumrin þegar ég geng niður í Elliðaárdal er ég aldrei hrædd þar eru sem betur fer bara göngufólk og hundar að viðra sig í góða veðrinu.
Við vinkonan skruppum saman í Bónus og ég var svo rausnarleg að kaupa heilsteiktan kjúkling í páskamatinn handa Tító og Gosa. Tító má aðeins borða matinn sem hann fær sérstaklega fyrir nýrnaveika ketti og svo kjúklinga og hann elskar kjúklingakjöt. Það þýddi ekkert fyrir mig að geyma kjúklinginn fram að páskum, því nefin á Tító og Gosa eru óbrigðul þegar kjúklingur er einhvers staðar nærri. Svo þeir eru búnir að fá fjórum sinnum kjúkling á diskinn sinn í dag.
Tító heldur áfram að horast, þegar ég strýk honum bakið, finn ég fyrir hryggjarliðunum og mjaðmagrindinni. Dýralæknirinn sagði líka síðast að þó að hann hefði komið vel út úr síðustu rannsókn gæti hann samt hrunið innan eins mánaðar.
Ég keypti líka litlar páskaliljur í potti í Bónus og er búin að stilla þeim upp í stofunni ásamt fleira páskaskrauti. Og laukarnir sem ég setti niður úti á sólsvölunum eru að lifna. Fyrstu blöðin á einni dalíunni eru að gægjast upp úr moldinni. Meira að segja úti í garði sá ég í gær að túlípanarnir og krókusarnir eru að stinga upp kollinum. Þess vegna er vorhugur í mér og ég hlakka til þegar blómin springa út og ég get farið að dunda mér bæði á svölunum og í garðinum.
það er sama hvar ég stel afleggjara, hvort sem það er af inniblómum eða fjölærum blómum sem ég fæ leyfi til að taka af hjá vinum og vinkonum, allt lifnar og dafnar og mér finnst það yndislegt.
Mamma var svona eins og ég og hún átti sérlega fallegan garð og Sjonni sálugi frændi i Eyjum, pabbi hans Hectors, eða Kela, bloggvinar míns elskaði líka allan gróður og garðurinn hann var eitt sinn valinn fegursti garðurinn í Eyjum.
En því miður er Kalli frændi, sonarsonur Sjonna sáluga frænda, búinn að rústa verðlaunagarðinum og byggja stóran pall, en Kalli frændi keypti húsið hans afa síns. En svona er allt hverfult, en samt vona ég að þegar ég er farin að þá verði garðurinn hér við blokkina sem ég hannaði ein, mitt minnismerki.
Annað rán í Breiðholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
Ætli ég fari ekki bara á öðrum tíma en þú. Ég dvel ekki þar allan daginn og ekki heldur á hverjum degi.
Svava frá Strandbergi , 21.3.2008 kl. 01:14
Gleðilega páska.
Marta B Helgadóttir, 21.3.2008 kl. 11:27
Ofboðslega er magnað jafnvægi í þessari mynd og góður þrípunkturinn, finnst þessi æði. Páskakveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 12:43
Gleðilega páska Marta mín.
Takk Ásdís mín og gleðilega páska
Svava frá Strandbergi , 21.3.2008 kl. 13:28
Gleðilega páska
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:08
Sæl og blessuð Svava mín. Smá leiðrétting. Kalli er dóttursonur hans Sjonna og ég veit þú vissir það. Dóttir mín er hér í heimsókn hjá okkur og er með 3 ára dóttir sína með sér, en þær búa í Svíþjóð. Ég segi þér það strax Svava, að þegar hún kemur til Rvk. á leið sinni heim til Svíþjóðar, þá ætlar hún að koma til þín í heimsókn ef hún má. Hvað segir þú Svava mín um það ? Það fór ekki milli mála, þegar ég las pistilinn þinn "löggan lokaði á mig dyrunum"í morgunn yfir morgunkaffinu og reyndar fleir pistla eftir þig, þá varð dóttir minni að orði, að þessari frænku sinni yrði hún að kynnast betur og ekki dró ég úr því áliti hennar. En nú segi ég að nóg sé komið í þetta sinn. Kær kveðja til þín Svava.
Þorkell Sigurjónsson, 21.3.2008 kl. 21:20
Gleðilega páska Ása Hildur mín.
Sæl, móðir í hjáverkum, ég komst því miður ekki á sýnnguna hennar Zordísar eins og ég var nú búin að hlakka til.
Kær kveðja.
Sæll Keli minn, auðvitað veit ég að Kalli er dóttursonur Sjonna frænda sáluga, það bara datt svona út úr minni mínu smástund. Já, hún Sigríður Þóranna dóttir þín er velkomin í heimsókn, þó það nú væri. Það er best samt að hún hringi daginn áður svo ég verði örugglega heima. Síminn er 5579721 og gemsinn 6619721
Svava frá Strandbergi , 21.3.2008 kl. 23:16
Ég er hrædd um að mig vanti bílinn til þess að ræna stinga þér inn í þegar e´g er búin að yfirbuga þig og ræna þér Guðmundur minn. Svo þú verður bara að ræna mér í staðinn.
Ég er líka búin að sakna þín af blogginu. Ég var farin að halda að þú værir farin alveg úr þessum heimi, svei mér þá! Ég er ánægð yfir að hafa, haft rangt fyrir mér.
Svava frá Strandbergi , 22.3.2008 kl. 00:39
Ég er búin að ráða mér kínverja eins og Bleiki Pardusinn hafði í vinnu hjá sér til að æfa sig í að vera vel á verði. Svo ég verð orðin þaulvön í að vera á varðbergi þegar að mannráninu mikla kemur. Hahahahahahahaha!
Svava frá Strandbergi , 22.3.2008 kl. 12:19
Akkuru endilega austur fyrir fjöll!!
Svava frá Strandbergi , 22.3.2008 kl. 12:21
Sæl Guðný.
Mikið þykir mér leitt að heyra um hann Tító þinn.
Ég á tvo ketti sjálf og hef nær alltaf verið með ketti í mínu lífi.
Það er fátt verra en þegar dýrin manns eru veik, að ég tala ekki u, alvarlega veik. Ég verð aldrei svo hörð af mér að það komi ekki tárunum út á mér.
Ég vil óska þér, Tító og Gosa, Gleðilegra Páska og megi Tító eiga góðan tíma eftir hjá þér.
Linda Samsonar Gísladóttir, 22.3.2008 kl. 21:45
Kæra Linda, vænt þykir mér um páslakveðjuna frá þér og ósk þína um að Tító muni eiga góðan tíma eftir hjá mér.
Ég elska hann eins og barnið mitt, kannski svona mikið af því hann hefur verið nýrnaveikur allt sitt líf og ég hef oft beðið til Guðs með Tító veikan í fanginu. Og með umhyggjunni kemur ástin.
Gleðilega páska ti þín og kisanna þinna.
Svava frá Strandbergi , 23.3.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.