Leita í fréttum mbl.is

Uss, öllu er nú stolið frá manni!

(Og kannski aðeins betrumbætt.) Ég hef löngum skellt glærum plastpoka á hausinn á mér og bundið hann saman að framan á höldunum, þegar mikil rigning og rok er úti.
Ég átti bara eftir að útfæra hugmyndina, aðeins betur,  kannski eitthvað í átt við það sem sýnt er á þessu myndbandi, en ekki svona fyrirferðarmikið apparat samt,  nei ó ónei.
En maður er alltaf aðeins of seinn á sér og þá er öllu stolið frá manni.
Annars finnst mér plastpokinn minn, miklu flottari heldur en þessi 'geimfararegnhlíf'.  það fer minna fyrir honum og það er hægt að brjóta hann saman og setja í vasann.
Svo er ég líka viss um að geimfararegnhlífin taki á sig ansi mikinn vind, svona stór eins og hún er.
Maður getur hreinlega tekist á loft með þetta  fríkaða ferlíki á öxlunum. Þá fyrst myndi maður nú fríka út og er maður þó nógu fríkaður fyrir.
mbl.is Ný regnhlíf vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er frábært.

Guðjón H Finnbogason, 3.3.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

ég er sammála þér heldur vildi ég hafa plastpoka yfir höfðinu en þessa svokölluð regnhlíf.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.3.2008 kl. 18:09

3 Smámynd: www.zordis.com

Ansi mikið ferlíki ... held ég styðji plastpokatískuna!  Hægt er að velja bleika bónussvínið, hagkaupspokann eða kaupa innflutta poka! 

gargans að vera of seinn ....

www.zordis.com, 3.3.2008 kl. 22:21

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, auðvitað á maður að leysa málin sjálfur. Ekkert að vera að kaupa einhverja rándýra, sérhannaða  geimfararegnhlíf.

Svava frá Strandbergi , 3.3.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband