Leita í fréttum mbl.is

Leiftur liðins tíma

 

scan0005 Refurinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Oft er það svo þegar maður lítur um öxl að maður sér að margt hefði mátt betur fara í lífinu. Vinir hafa komið og farið og svo á við um ástvini líka.

Hann Bjössi refur, sambýlismaður minn til 2ja ára og vinur í raun í 13 ár, er mér ofarlega í huga þessa dagana, nú þegar mér hefur af vissum orsökum liðið mjög illa.

Alltaf stóð hann eins og klettur við hliðina á mér á hverju sem gekk í lífi mínu  og sá ætíð til þess að mér liði sem allra best.
Þó við bærum ekki gæfu til að búa lengur saman en í tvö ár, gat ég alltaf leitað til hans ef eitthvað bjátaði á og margt skemmtilegt brölluðum við

saman.
Eins og til dæmis þegar hann gerðist fyrirsæta hjá mér, nýkominn heim úr vinnunni, drullugur upp fyrir haus.

Ég kom mér fyrir liggjandi á gólfinu og sagði honum til. Á nokkrum myndanna vildi ég hafa hann sofandi og hann lék það óaðfinnanlega. Svo greiddi ég hárið á honum út og suður og sprayjaði það með hárlakki og smellti svo af og það urðu vægast sagt skemmtilegar myndir.

 

scan00041 Leyfið þreyttum manni að sofa

Ég ætlaði á sínum tíma að halda sýningu á Mokka á þessum myndum af Bjössa, undir þemanu Hláturinn lengir lífið, en einhvern veginn varð aldrei neitt af því.

Hann er 14 árum eldri en ég hann Bjössi refur, en samt er hann eins ungur í anda og nýsyndur andarungi á  fögru vori.

Sífellt var hann í góðu skapi og tók lífinu létt, sagði margan brandarann og hló þá manna hæst að honum sjálfur, oft svo mikið að brandarinn varð algjörlega óskiljanlegur. Hann kom ekki orðunum út úr sér fyrir hlátri, en það var allt í  góðu, því þá varð Bjössi refur, bara sjálfur aðalbrandarinn.

Hann kallaði mig alltaf, annað hvort, Elsku hjartasta blómadýrðin mín, eða þá Smyrðin mín. Og ég minnist alltaf hlýjunnar sem fylgdi þessum orðum hans.

Nú er Bjössi fluttur fyrir tveimur árum á elliheimilið í sinni heimabyggð í kauptúni á austurlandi, en við erum alltaf í símasambandi og hann er ennþá að segja brandara sína, núna í gegnum símann og hann hlær  oft svo hátt að ég verð að halda tólinu langt frá eyranu meðan mestu rokurnar ganga yfir.

 

Bjössi trúir á Maríu Guðsmóður og hafði alltaf styttu af henni, sem ég gaf honum á náttborðinu sínu. Hann sagði mér oft að hann væri engill og hefði verið sendur til jarðarinnar til þess  eins að gerast verndarengill minn og það væri hans eini tilgangur í þessu lífi og ég trúi honum alveg.

Lítil börn sem sáu Bjössa í fyrsta sinn, kannski nýfarin að ganga, staðnæmdust oft fyrst við hné hans og litu upp á andlit hans. Síðan skriðu þau upp í fang hans og steinsofnuðu svo upp við breiða brjóstið hans.
Daníel sonarsonur minn elskaði Bjössa og klifraði alltaf upp í fang hans og kallaði hann afa og það var ekki laust við að raunverulegi afinn, fyrrverandi maðurinn minn, væri afbrýðisamur eitt sinn þegar hann heyrði Daníel kalla Bjössa afa,  í barnaafmæli hjá syni mínum.

Hann Bjössi refur, er og hefur verið, mér vinur í raun síðan við hittumst fyrst og enn get ég hallað mér upp að breiða brjóstinu hans í anda, þar sem hann er svo fjarri og heyrt hjartað hans slá. Hjartað hans sem er úr skíragulli eins og í öllum englum Guðs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Gaman að lesa þessa færslu. Og flottar myndir af Bjössa ref sem er drengur góður.

Ég þekki Bjössa vel, við komum frá sama firðinum að austan.

Bestu kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 3.3.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það er skemmtilegt að þú Þekkir Bjössa, Jens. Já Bjössi er drengur góður eins og þú segir.

Bestu kveðjur. 

Svava frá Strandbergi , 3.3.2008 kl. 01:17

3 Smámynd: www.zordis.com

Æðislegt hvað þú elskar hann þótt ekki hafið þið getað búið saman.  Stundum fer það ekki saman!

Skemmtilegur og litríkur karakter sem hefur gefið þér góða minningu!  Ég sé ykkur í anda undirbúa myndatökurnar .... það er aldrei of seint að halda góða sýningu!!!

www.zordis.com, 3.3.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband