18.2.2008 | 01:25
Sannlega, sannlega segi ég þér, að í dag, skaltu vera með mér í Tívolí!
Hvað finndist okkur hér á Vesturlöndum, sem teljumst til kristinnar trúar, um það, ef að dagblað í einhverju Arabalandanna, hefði birt einhverja svæsna skopmynd af Jesú Kristi? Til dæmis eins og þessa hér að ofan, þar sem Kristur býður annan ræningjann velkominn með sér í Tívolí, í stað Paradísar,eins og upprunalegi textinn hljóðar uppá?
Ætli við hefðum ekki orðið sár? Ég gæti trúað því, þó að Danir séu ennþá að storka Múhammeðstrúar mönnum með endurtekinni birtingu skopmyndar af spámanninum. Og flestum finnst það ekkert tiltökumál.
Hvernig væri að líta sér nær og ígrunda með sjálfum okkur hvers virði kristin gildi eru okkar menningu hér á Vesturlöndum.
Múslímar hvattir til að sniðganga danskar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Þeir reyndar gerðu það, en okkur var alveg sama
OMO (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 01:49
Var öllum alveg sama? Hvernig stendur á því að þú veist um alla?
Svava frá Strandbergi , 18.2.2008 kl. 01:58
Munurinn er að ég er ekkert að spá í að drepa þig fyrir þetta smekklausa grín.
Villi Asgeirsson, 18.2.2008 kl. 07:23
Að mínu viti verða menn bara að taka því að einhverjir geri gys að trúarbrögðum þeirra eins og öllu öðru. Það getur verið smekklaust og tillitslaust en málfrelsið getur ekki undanskilið trú manna sem sumum finnst oft heimskuleg að auki.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.2.2008 kl. 10:36
Ef enginn væru orðin við þessa mynd væri hún ekki smekklausari en gengur og gerist með blóðidrifnar mydnir af Kristi á krossinum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.2.2008 kl. 10:38
Ég var reyndar á móti þessari birtingu, sá ekki tilganginn, en með myndina hér að ofan þá sem betur fer eru bæði ég og GUÐ minn svo umburðarlynd að við brosum að þessu saman. Eigðu góðan dag yndið mitt. Við ættum kannski að drífa okkur í Tivoli.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 10:56
Sæl og blessuð Svava mín. Þessi mynd þín og texti hneyksla mig ekki. Auðvitað eiga allir rétt á því, að tjá sína skoðun án þess að verða refsað fyrir. Menn verða að taka því að einhverjir geri gys að trúarbrögðum þeirra eins og öllu öðru. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 18.2.2008 kl. 11:33
Ég er algerlega móti svona hjá dönunm.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.2.2008 kl. 13:18
gott innleg hjá þér kæra guðný !
Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.2.2008 kl. 14:03
Það er um að gera að halda í eigið siðferði og hafa aðgát í garð annara!
Við erum mis viðkvæm, það sem særir einn styrkir annan eða veldur honum nákvæmlega engu viðbragði. Gott að vera frjáls og ófeimin svo framarlega sem það er ekki meiðandi.
Mér finst persónulega hallærislegt grínið en það er mín skoðun.
www.zordis.com, 18.2.2008 kl. 22:34
Zordís, þú segir, að það sem særi einn styrki annan og einnig Gott er að vera frjáls og ófeimin svo framarlega sem það er ekki meiðandi. Svo segir þú að
að þér finnist hallærislegt grínið . En gæti ekki verið að þú meiðir mig með orðum þínum? Erum við ekki bloggvinkonur? Hvernær hef ég sagt að eitthvað sem þú málar eða gerir sé hallærislegt? Ef þessi orð kæmu frá einhverjum sem ég þekkti ekki myndu þau ekki meiða mig né særa. En lengi skal manninn reyna.
Svava frá Strandbergi , 18.2.2008 kl. 23:05
Sjálf tipla ég varlega með að grínast með trúarbrögð, en seint færi ég að drepa einhvern fyrir slíkt eða bara fyrir nokkuð annað.
Marta B Helgadóttir, 19.2.2008 kl. 01:06
Bresk nærgætni fól eitt sinn í sér að í blönduðu samkvæmi skyldi sneiða hjá því að ræða um pólítík, trú og kynlíf. Sumir segja að það sé tepruskapur, en hávaði í bloggheimum sem verður þegar þessi mál (nema e.t.v. kynlíf) eru rædd sýna að eitthvað er til í þessu.
Að þessu sögðu, ein spurning: hvenær verður árás á trúartákn árás á persónu? Hvenær er trúin hluti í stað heildar?
Ef Danir eru óánægðir með að verða fjölmenning, af hverju segja þeir það þá ekki bara, í stað þess að gera grín að trú þeirra sem ekki hafa lifað í Dk um aldir? Það væri a.m.k. heiðarlegra.
Málið er e.t.v. ekki svo einfalt. Kannski eru sumir Danir ánægðir með innlegg múslímskra Dana, en vilja hjálpa þeim að sníða af þeim það sem ekki getur gegnið í nútímasamfélagi. Múslímskir Danir eru e.t.v. ekki sammála aðferðafræðinni.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 07:41
Mér finnst þetta alveg rétt athugað hjá þér Carlos að ef Danir eru óánægði með fjölmenningarsamfélag í Danmörku ættu þeir að segja það hreint og beint úr en ekki gera grín að trúarbrögðum annara. Annars hefur víst töluverður rasismi þróast í Danmörku. Mér finnst það líka mismunum að gera menn brottræka úr landi án dóms og laga fyrir einhverjar meintar sakir, aðeins ef þeir eru Múhammeðstrúar.
Svava frá Strandbergi , 19.2.2008 kl. 15:49
Guðný Svava, ég var að meina að mér finnst þetta endalausa grín sem þeir eru að gera í danmörku að múslimum sé orðið hallærislegt því þetta er í annað skipti sem það fer fyrir alþjóð með sömu afleiðingum og nú mun verri en áður.
Mér finnst alls ekki hallærislegt að þú skulir koma með þína skoðun á málunum, mér finnst eðlilegt að hafa skoðun á því sem kemur fram! Við erum bloggvinkonur og ég viðurkenni að ég er oftast og jafnan sammála þér í hinu og þessu en nú hefur þú misskilið mig því ég er ekki að gera að þér þegar ég nefni "hallærislegt", það er ekki neitt hallærislegt við það sem þú hefur sýnt mér fram til þessa!
Ég get sagt þér að ég bý á milli trúarbragða og ég fer ekki léttilega með mitt spaug eða það sem ég hugsanlega myndi grínast með þegar ég er með mínum trúbræðrum en ég passa mig á að vera ekki meiðandi við aðra.
Vona að þessi misskilningur fari ekki dýpra! Við erum þegar upp er staðið öll börn guðs, okkar sem býr í hjartanu, hvers og eins!
www.zordis.com, 19.2.2008 kl. 20:50
Fiyrirgefðu að ég skildi misskilja þig Zordís. það er satt hjá þér að þú hefur allta verið eins indæl og hugsast getur. Og mér þykir vænt um þig og finnst skemmtilegt að lesa bloggið þitt.
Meiningin hjá mér með að birta þessa skopmynd var einmitt að sýna fram á hver hallærislegt það er að gera grín að trúarbrögðum annars fólks.
Já, við erum öll börn Guðs og mín eftirlætis samlíking í sambandi við trúarbrögð er þessi; Það eru margar leiðir upp á tindinn á fjallinu og það skiptir engu máli hvort þú leggur á fjallið úr austri, suðri, vestri eða norðri allar leiðirnar liggja upp á tindinn - til Guðs.
Svava frá Strandbergi , 19.2.2008 kl. 22:38
Ég sé ekki hallæri í því að gera grín að neinu, það er hollt að geta hlegið að því fáránlega, hvort það er þegar KR tapar aftur og aftur þrátt fyrir að vera spáð sigri í deildinni einu sinni enn, eða þegar faðir manns deyr í slysi við það að mála fjórðu umferð á loftið í herbergi sem enginn notaði.
Trúarbrögð eiga ekki að eiga neinn sér sess, það að ekki mega gera grín að þeim, er næsta skref á undan því að ekki megi gagnrýna trúarbrögð, og svo ekki megi segja neitt sem stígur í bága við trúarbrögð, og svo erum við komin á það stig að önnur trúarbrögð eru ekki í samræmi við "mín" trúarbrögð, bönnum það líka etc etc etc
það að hlægja að trúarbrögðum, er skref í rétta átt, vonandi eftir nokkrar kynslóðir, verður það svona skömmustulegt að vera trúaður, allt í lagi, en það verða ekki margir þannig, og þeir eru ekkert að auglýsa það, samt ekkert til að skammast sín fyrir, alla vega ekki mikið.
á endanum verða kirkjur að söfnum og samkomustaðir, kórar æfa þar, tónleikar haldnir og einhver orðheppinn aðili heldur erindi um hvernig við ættum að elska náungann á jólunum, sem verður orðin að hátið fjölskyldunnar, þegar við borðum góðan mat og gefum kannski auka þúsundkall í söfnunarbauka.
ég má dreyma ekki satt
Egill, 20.2.2008 kl. 06:03
Jú, Egill er ekki öllum frjálst að dreyma og ef út í það er farið að gera grín líka svo lengi eins og Zordís segir, sem það er ekki meiðandi, Það er að segja, ef við viljum gæta tillitssemi við náungann?
Svava frá Strandbergi , 20.2.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.