Leita í fréttum mbl.is

Sálarmorð, grimmilegur dómur kveðin upp af dómara frá hinum myrku miðöldum

Átján ára gamall drengur frá Asíuríki einu og sem er með dvalarleyfi á Íslandi hefur fengið þann þyngsta dóm sem nokkur maður getur fengið. Eftir að hafa tekið út refsingu sína í fangelsi er hann gerður útlægur frá fjöskyldu sinni í 10 ár með því að vera vísað af landi brott.

Ég er ekki að mæla því ofbeldi bót sem hann gerðist sekur um þ.e. líkamsárás og kynferðisglæp síður en svo.  En hvers vegna var ekki hægt að gera drengnum skylt að sæta einskonar skilorði þannig að hann væri undir eftirliti á einhvern hátt?

 Jafnvel  hefði verið hægt að bjóða honum aðstoð í formi meðferðarúræðis gegn ofbeldishneigð.

 Drengurinn á föður,  móður og systkini hér á landi. Enn fremur kærustu sem gengur með barn þeirra þó þau séu að vísu búin að slíta samvistum. 

 Hugsar sá grimmdarseggur eða seggir sem kváðu upp þennan dæmalausa dóm nokkuð út í það að dómurinn kemur niður á heilli fjölskyldu og ófæddu barni?  Dómurinn veldur því vafalaust miklum fjölskylduharmleik.

 Maður gæti haldið að við lifðum á hinum myrku miðöldum miðað við þennan miskunnarlausa dóm.

Mér finnst líka óréttlátt og bera keim af rasisma að menn séu beittir þessari grimmd .  Og það eingöngu sökum þess að þeir eru ekki af okkar frábæra íslenska kynstofni og hafa ekki borið gæfu til þess að fæðast á þessu útvalda landi okkar .

 Ef átján ára gamall Íslendingur hefði framið þennan glæp og tekið út sína refsingu í kjölfarið.  Hefði verið óhugsandi að hann hefði í ofanálag verið gerður útlægur og með því slitinn úr öllum  tengslum við  fjölskyldu sína.

Mér finnst þessi dómur vera enn verri en kynferðisglæpurinn sem drengurinn var dæmdur fyrir.

Þessi dómur er jafn níðþungur að mínu mati sem væri hann dauðadómur og hann er sannkallað sálarmorð á fjölda ættingja hins dæmda unglings.

 Íslenskt réttarfar ætti svo sannarlega að skammast sín.

 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Hverjum eigum við að hjálpa? Þeim sem eiga erfitt í samfélaginu og fremja glæpi? Eða ... Þeim sem eiga erfitt í samfélaginu og fremja ekki glæpi?

Það er örugglega ekki alltaf létt að vera dómari, því hver dómur getur haft fordæmisgildi.

Öll erfið mál koma illa við þá sem málin þekkja. því miður

Jóhanna Garðarsdóttir, 7.10.2006 kl. 10:06

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ef vel ætti að vera ættum við að hjálpa báðum þessum hópum. Þeim sem eiga erfitt í samfélaginu og fremja glæpi og þeim sem eiga erfitt í samfélaginu en fremja ekki glæpi.

Ef við tökum fyrri hópinn fyrst eða (glæpamennina) Þá væri hægt að hjálpa þessum missindismönnum til nýs lífs með endurhæfingu í mannsæmandi fangelsum.

Á Litla Hrauni fer ekki fram nein endurhæfing önnur en sú að 'hjálpa' föngum til þess að halda áfram á sinni glæpabraut. Þar eru ungir og óharðnaðir afbrotaunglingar innan um stórglæpamenn.

Það myndi spara þjóðfélaginu stórfé og fækka afbrotum ef fangelsi landsins stæðu undir nafni sem 'betrunarhús'.

Fangelsið við Skólavörðustig er svo kapítuli útaf fyrir sig. Það fangelsi stenst ekki alþjóðakröfur um aðbúnað fanga.

Þar brýtir íslenska ríkið sjálft lög. Lög gagnvart föngum. En ólíkt föngunum kemst ríkið upp með glæp sinn. Ríkinu er ekki refsað þar sem það er allsráðandi og getur þess vegna brotið lög á hverjum þeim sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér.

Í hverju fangelsi ætti að vera frumskylda að aðskilja fangana eftir því hversu langt þeir væru leiddir á glæpabraunni. Sálgæsla þyrfti að vera betri og jafnvel ættu fangar að fá tækifæri til þess að læra einhverja iðngrein eða annað sem kæmi þeim að gagni þegar þeir snúa aftur út í þjóðfélagið.

Það kemur að litlu gagni og veitir ekki mikla sjálfsvirðingu að smíða númeraplötur á bíla né vinna við hellugerð.

Það er aðeins dæmigerð sálardrepandi fangavinna.

Í Bandaríkjunum hefur það gefist vel að gefa hverjum fanga kött til að hugsa um. Það eitt útaf fyrir sig er góð endurhæfing. Föngunum er treyst fyrir lífi og heilsu kattarins og það gefur þeim m.a. ábyrgðarkennd fyrir utan það að þeir eignast lítinn vin.

Ef fangarnir brjóta af sér er kötturinn tekinn af þeim uns þeir bæta ráð sitt.

En aftur að þessum unga manni frá Víetnam sem var vísað úr landi fyrir ofbeldisglæp.

Hvers vegna er gerður mannamunur? Hefur nokkrum Íslendingi nokkurn tíma verið vísað úr landi fyrir viðlíka glæpi og þessi ungi maður gerði sig sekan um?

Hvað viðvíkur seinni hópnum, þeim sem eiga erfitt í samfélaginu en fremja ekki glæpi þá er þeim hóp ekki heldur hjálpað. Harpa Njálsdóttir hefur t.d. skrifað greinagóða bók um fátækt á Íslandi.

Flest allir í þeim hópi eru öryrkjar og eldri borgarar. Rikið hefur einnig brotið á öryrkjum eins og föngunum. Enda fór Öryrkjabandalag Íslands á sínum tíma í mál við íslenska ríkið þar sem ekki var staðið við loforð um kjarabætur til öryrkja.

Eldri borgurum hefur til langs tíma ekki heldur verið sinnt betur en svo, að á sjúkrastofnunum þurfa þeir að liggja á göngunum í rúmum sínum.

Það er munur en t.d. í Danmörku þar sem vel er búið að eldri borgurum. Svo vel að þeir fá jafnvel að halda gæludýr eins og fangarnir í Ameríku.

Bætur til öryrkja og eldri borgara eru sömuleiðis svo lágar að það liggur við að mánaðarbætur þeirra séu á við helming af því sem makar ‘stjórnarherrana’ fá í dagpeninga á einum degi, í skemmtiferð til útlanda.

Hvaða fordæmi gefur þannig sjálft íslenska ríkið? Mér er spurn?

Svava frá Strandbergi , 7.10.2006 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband