6.2.2008 | 16:10
Ógnaröfl Please help me? Hvernig á þessi mynd að snúa og hvað sjáið þið út úr henni?
Á hún að snúa svona? Hvað sjáið þið út úr henni þá? Myndin er ekki svona ljós á litinn,
Er þetta mynd af sjóflóði úr fjallaskarði kannski?
Svona? Hvað sjáið þið þá út úr henni?
Er þetta kannski mynd af brimi við ströndina?
Eða svona kannski og af hverju er hún þá?
Er þetta kannski snjóhengja að falla fram af veðurbörðum kletti?
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Mér Finns síðasta myndin vera mjög flott en ekki held ég að þetta sé snjóhengja, allar3 myndirnar eru góðar Guðný mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.2.2008 kl. 18:27
Miðmyndin heillar mig, þetta er hellir álfkonu á ísalagðri spöng.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 19:50
heheheh .... mér finnst fyrsta myndin segja HAFDJÚP ég sé lífríkið og fíla myndina vel í djúpinu.
Flott mynd og ég panta námskeið í sumar hjá þér!
www.zordis.com, 6.2.2008 kl. 22:08
Takk Katla, ég er sjálf hrifnust af að myndin snúi svona. Mér finnst þetta vera mynd af standbjargi út við sjó. Bjargið sést frá efstu brún og alla leið niður að sjávarmáli og það er snjórhengja fallin fram af brúninni og á leiðinni niður.
Já, Ásdís, þetta gæti líka verið hellir álfkonu á ísalagðri spöng.
Zordís, takk, þú sérð allt annað en ég, en það er einhvern veginn hægt að sjá svo margt út úr myndinni svo ég er ennþá engu nær um hvernig ég á að láta hana snúa.
Svava frá Strandbergi , 6.2.2008 kl. 22:26
Þetta er allt sama myndin (held eg) en ég held hun snui rett eins og neðsta.ljosmyndin er.
Eg se jökla, horfi úr flugvel niður á undrafallegt landsvæði í ísaköldu landi.
Marta B Helgadóttir, 6.2.2008 kl. 22:39
Þú átt kollgátuna Marta, þetta er allt sama myndin. En já, mér finnst hún líka snúa rétt eins og hún er neðst.
Svava frá Strandbergi , 6.2.2008 kl. 23:18
Þetta er klárlega kort sem vísar á leynihvelfingu musterisriddara á kili.
Samkvæmt hefðum í kortagerð á norður að snúa upp.
Bjarni Magnússon, 6.2.2008 kl. 23:37
Jhá, Bjarni, kannski ég kalli myndina Musterisriddakortið af leynihvelfingunni á Kili. Flott nafn.
Svava frá Strandbergi , 6.2.2008 kl. 23:58
Gæti ómögulega heitið neitt annað. Annars er þetta falleg mynd hjá þér.
Bjarni Magnússon, 7.2.2008 kl. 00:28
Takk
Svava frá Strandbergi , 7.2.2008 kl. 00:35
Þetta er mögnuð stemmning. Mér finnst þetta minna á sjávargróður .... þang og slíkt augna - og lyktarskynsyndi (NB: þrjú ypsilon). Hvaða tækni er notuð þarna?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:22
Danke schön, Hallgerður og Guðný Anna. Tækina hef ég þróað svona dálítið sér á parti, en hún er þrykk og málað ofan í með olíulitum.
Svava frá Strandbergi , 7.2.2008 kl. 23:55
Mér finnst fyrsta myndin og kannski önnur líka, vera svona "Í lífsins ólgu sjó". Síðasta útgáfan af henni finnst mér hins vegar vera lítil hvít geit að rölta á afturfótunum að segja eitthvað heilmikið ...
Skemmtilegt að skoða frá ýmsum sjónarhornum
Ragnhildur Jónsdóttir, 8.2.2008 kl. 17:28
Mynd nr. 2 (ég sé ekki mynd nr. 1) er af konu á tvífættum og mjög stuttæfttum hesti, jafnvel úlfalda. Hún er af arabískum ættum þessi kona, og hún er að hefja ferð sína út í buskann, allt er bjart framundan og afar skemmtilegt og margslungið. En hún hikar og lítur til hægri (frá okkur séð), því þar kemur arkandi stór og stæðilegur hestur, og er það tákn karlmannsins ... þótt eiginlega sjáist aðeins í afturhluta hins stæðilega hross ...
Éég myndi kalla þessa mynd: Tjáskipti
(Rohrschach this!)
Síðasta myndin er ekki jafn hressandi, eins og hún snýr; hálfgerð fiskifýla af henni, þrátt fyrir rottukanínuna lengst til hægri, en hún hangir þar hnípin og þunglyndisleg. Og svo er þarna steindauður steinbítur í botninn.
Nei, í síðustu myndinni er sko allt á niðurleið, á meðan hin fyrri hressir og kætir ...
:)
gerður rósa gunnarsdóttir, 14.2.2008 kl. 19:25
Já, svei mér þá Gerður, þetta er algjörlega rétt hjá þér!! Ég var raunar ekki meðvituð um hvað ég var að mála því ég var búin að drekka fjóra bjóra, hvern á eftir öðrum og eina og hálfa flösku af Uzo, áður en ég byrjaði á myndunum. En svona er þetta, það er ekki öllum gefið að sjá það sem höfundurinn vill með undirmeðvitund sinni, koma á framfæri í myndum sínum. En ég er búin að ákveða mig ég ætla að láta myndina snúa eins og þessi númer 1 sem af einhverjum ástæðum sést ekki lengur??? Ég ætla að kalla hana 'Deja vu'.
Ég er að fara til Danmerkur seint í maí. Verð þar í sumarbústað í Gilleleje sem er smábær á Sjálan,di ekki svo langt frá Köben. Þarna er strönd og alles. Ho Ho, ég kemst til Danaveldis á undan þér.
Svava frá Strandbergi , 15.2.2008 kl. 01:26
Gerður, úlfaldar eru háfættir, svo þetta getur ekki verið úlfaldi. Auðvitað er þetta tvífættur hestur. Sérðu hvað hann lítur hræðslulega aftur fyrir sig með þessu eina risastóra auga sem hann hefur. Er örugglega nervus um að stóra hrossið taki æðiskast og bíti sig.
Svava frá Strandbergi , 15.2.2008 kl. 01:33
Hurru ég hef verið í Gilleleje, svei mér þá. Fór þangað með móður minni þegar ég var um 13 ára - drakk Tuborg og vodka allan tímann :) Það er allt í lagi þótt þú farir á undan mér til Danmerkur, þú skilur bara smá eftir af henni handa mér þegar þú ferð ...
Svava, sko; ef þetta er ekki stuttfættur hestur, þá er þetta enn þá stuttfættari úlfaldi - svo er þetta kynjadýr tvífætt, sem passar hvorki við hest né hund, hvað þá úlfalda, helst þá strút kannski. Og svo er þessi úlfaldastrútur alls ekkert hræddur heldur skellihlægjandi. Það er þarna greinilega heill dýragarður í myndinni og alls ekki öll kurl komin til grafarans ... svona eru nú svona expressjónískar myndir stórskemmtilegar; endalaust eitthvað nýtt og aldrei búið ... ;)
gerður rósa gunnarsdóttir, 18.2.2008 kl. 15:54
Jæja. svo þú varst í Gilleleje þegar þú varst 13 ára og bara í búsinu svona ung? Ég byrjaði ekki fyrr en á 17 ára afmælisdaginn minn, á þjóðhátíð í Eyjum, og hef verið íðí síðan, með smáhléum inn á milli.
Vertu óhrædd um að eitthvað verði eftir af Danmörku, þegar þú kemur.þangað Annars gæti ég svo sem vel hugsað mér að taka land Gefjunnar með mér heim. En ég enga uxa né plóg ennþá, svo það verður að bíða. Allavega þar til þú flytur til Danaveldis , þá kem ég og dreg ekki bara Sjáland heldur líka Fjón og Jótland heim til Íslands. Þá verður nú stutt að skreppa til Köben og heimsækja þig og asnana, hundana og hænuna.
Það er flott að þú sérð svona mikið út úr myndinni minni. Ég er mjög ánægð með það og vildi helst fá þig sem gagnrýnda á sýninguna mína í apríl.
Svava frá Strandbergi , 18.2.2008 kl. 23:18
Ég er nokkuð sjúr á því að þetta sér rétt niðurstaða hjá þér, að þetta sé stuttfættur úlfaldastrútur á myndinni og alveg stútfullur meira að segja, sýnist mér. En, á ekki að segja 'ekki öll kurl komin til grafar? , frk. prófarkalesari?
Svava frá Strandbergi , 18.2.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.