Leita í fréttum mbl.is

Hva!! Þetta er svo sem ekkert nýtt, að dýr detti í það

Hann Bambus, síamskötturinn minn sálugi og ég fengum okkur oft bjór saman í den.
Yfirleitt borðuðum við pizzu með bjórnum. Ég sat í sófanum með bjórinn minn og hann settist alltaf á hornborðið. Og þar skenkti ég honum smálögg af bjór á undirskál og eina pizzusneið með.
Hann kláraði alltaf bæði pizzuna  og bjórinn sinn löngu á undan mér. Stundum vildi hann meiri bjór, þegar hann hafði lapið undirskálina sína skraufþurra, en ég lét það aldrei eftir honum, því ég vildi ekki að hann yrði alltof fullur.
Þetta átti auðvitað bara að vera svona smá kósý stund hjá okkur fyrir framan sjónvarpið. Yfirleitt virti hann ákvörðun mína  þó hann væri alls ekki sáttur og lúskraðist í bælið sitt með skottið á milli fótanna, þar sem hann lognaðist fljótlega útaf.

Dýr detta líka stundum í dópið ef þau hafa tækifæri til þess. Til dæmis þegar ég bjó á Akranesi var þar kattagengi sem stundaði það að rústa görðum fólks með því að éta risavalmúa til þess að komast í vímu. Það var feitur fressköttur sem leiddi hópinn og cirkaði hann út vænlegustu valmúagarðana. Gengið lét yfirleitt til sín taka þegar fór að skyggja og ef maður vogaði sér út fyrir hússins dyr til að stugga við bófunum voru þeir ekki frýnilegir á að sjá. Þeir slöguðu  þarna á milli risavalmúanna algjörlega út úr heiminum og rifu valmúafræin í sig eins og örgustu arfabrjálæðingar.

Mig minnir að gripið hafi verið til þess þrautaráðs að skjóta hópinn á færi, þar sem útilokað var að senda  þessa kattadópista í meðferð.
Svona fór um sjóferð þá á Skaganum. Og enginn þeirra kom aftur.


mbl.is Dingo datt í það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg frásögn hjá þér. Ekki gott fyrir greyt dýrin að fá of mikið, þynnkan ábyggilega vond í dýralandi.  Kattarkveðja til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Tító og Gosi biðja að heilsa Bóthildi. Ég ætla að taka það fram að þeir eru báðir góðtemplarar.

Svava frá Strandbergi , 8.1.2008 kl. 00:48

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Alkabörn verða oft alfarið á móti áfengi, svipað og þú lýsir í þessu dæmi Tryggvi.

Svava frá Strandbergi , 8.1.2008 kl. 01:17

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Leitt að þú skyldir ekki koma, verður vonandi með næst.

Marta B Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 01:34

5 Smámynd: www.zordis.com

Litlu kisustýrin hafa örugglega ekki slæmt af smá dropa af bjór og væna sneið af pizzu. 

Skemmtileg frásögn hjá þér af ykkur "drykkjufélögunum" , heldur þykir mér verra með dópistagengið á skaganum ...... ótrúlegt alveg!

www.zordis.com, 8.1.2008 kl. 09:00

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta var nú skemmtilegt að heyra.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.1.2008 kl. 17:13

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, Marta það var leitt að missa af þessu, en ég kemst vonandi næst.

Svava frá Strandbergi , 8.1.2008 kl. 17:53

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og mig minnir að ófrýnilega bófafressið hafi verið með lepp fyrir öðru auganu  og hræðilegt ör alveg frá auga og niður á höku.  Scarface!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Akkúrat, Siggi og hann var líka með stálklær.

Svava frá Strandbergi , 9.1.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband