Leita í fréttum mbl.is

Það er feitt að vera feit

scan0002 Falleg og feit kona

 Þessi mynd af þessari fallegu konu sem barst mér í hendur framan á bæklingi frá líkamsræktarstöð einni, bjargaði mér frá þeirri bölvuðu vitleysu að efna áramótaheitið og fara í megrun.
Myndin af konunni varð mér sem opinberum. Hún var í mínum augum,  eins og listaverk eftir gömlu meistarana og ég hugsaði, ' Þetta er falleg kona með fallegar línur'. Hún er í raun listaverk náttúrunnar í sjálfu sér og svona eiga konur að vera í laginu. 'Ég fer ekkert í neina megrun'.


Hvernig stendur á því að allar konur vilja vera tágrannar og tálgaðar, svo hinar kvenlegu línur njóta sín ekki?  Og hver stjórnar því? Jú, það er tískan, fatahönnuðir úti í útlöndum. sem ráða því hvernig við eigum að vera í laginu.  Þeir eru eins og brúðuleikhússtjórnendur og við 'brúðurnar' dönsum svo sannarlega eins og  þeir kippa í spottana. Margar dansa svo mikið á líkamsræktarstöðum að þær verða í laginu eins og vöðvastæltir karlmenn, eða þá að þær svelta sig til bana til þess að þóknast hinum ströngu tískuherrunum.


Er ekki komin tími til að hætta þessari vitleysu og vera bara ánægðar með okkur þó við séum með einhver hold á beinunum. Það er allt í lagi að hreyfa sig og borða hollan mat, en að gera það af svo miklum krafti að þú gengur of nálægt sjálfri þér og ætlun náttúrunnar er bölvað rugl.
Við konur láta kröfuna um grannan líkama leiða okkur í ógöngur. Við erum sífellt óánægðar með sjálfar okkar af því við náum sjaldan því takmarki að líta út eins og renglulegur stráklingur.
Það er fallegt að vera feit, sjáið bara þessar fallegu feitu konur á myndinni hér fyrir neðan leika sér í baðinu og njóta þess að láta vatnið leika um sína bústnu rassa og bollubrjóst, svo stoltar af þrýstnum líkömum sínum.

Þessi mynd er listaverk eftir Jean Honore Fragonard og hangir í ekki ómerkari listasafni en sjálfu Louvre safninu í París. Jean, fannst þessar konur fagrar , svo fagrar, að hann málaði ódauðlega mynd af þeim.

Mér finnst þær líka fagrar og ég ætla mér að vera bústin og falleg áfram eins og þær.  Vera sjálf eins og lítið listaverk.

 

 

scan 001  Bathers


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Sammála þér með línurnar og ég ætla að vera ég eins og ég er án þess að drepa alla í kring um mig vegna þess að ég er of grönn (je right) eða of feit (more likely) heeheheh

Njótum ársins í eigin holdi, feitar og fallegar ef það er málið!

www.zordis.com, 7.1.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já við ´rokkum'.

Svava frá Strandbergi , 7.1.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já þetta er snilldarauglýsingaherferð hjá henni Lindu.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.1.2008 kl. 00:25

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jamm, Jóna.

Svava frá Strandbergi , 7.1.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: Emma Vilhjálmsdóttir

Ég er alveg sammála þessu, það er alltof mikið um að konum er troðið inní einntvað mót og allar eiga að vera eins.  Mér fannst grannar konur mjög flottar hér áður fyrr en núna finnst mér ekki fallegt eða kvenlegt að sjá grindhoraðar konur.  Finnst það einfaldlega ljótt.

Emma Vilhjálmsdóttir, 7.1.2008 kl. 00:36

6 Smámynd: Egill

vildi endilega bæta inn kommenti frá karlmanni hér, og benda á að sumir okkar eru ykkur algerlega sammála. tágrannar spítur eiga ekkert í þessar náttúrulega konur !

Egill, 7.1.2008 kl. 03:53

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mikið er ég að verða glöð með mína náttúrur sem hleðst utan á mig og gerir mig bara mýkri og mýkri.....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.1.2008 kl. 04:17

8 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Svava mín, þú ert alltaf jafn falleg í mínum augum. Hitt er svo annað mál, þar sem ég vegna starfs míns hitti margt fólk dags daglega, sem fær sér kort í líkamsræktina og ætlar á nokkrum dögum að verða eins og hún Twiggy sem varð svo umtöluð fyrir nokkrum áratugum.  En í flestum tilvikum kemur fólk í nokkur skipti og ekki meir, en situr uppi með fokdýrt kort  frá líkamsræktinni., þannig að ég mæli ekki með megrunar fóbíu. Ég hefi það þannig, að ég geng 6 km. annan hvern dag og fer í þreksal tvisvar í viku og það skrítna er, að ég hefi bætt á mig þremur kílóum s.l hálft ár og líður vel með það. Hreyfing er  allra meina bót.

Þorkell Sigurjónsson, 7.1.2008 kl. 11:41

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eitt kíló eða tvö með hverju ári eftir fimmtugt er bara flott. Annars má það líka vera meira mín vegna, ekki vil ég vera eins og spýta. Kveðja til þín  og mundu að það er ekki inn að vera thin.  Fat Woman 5 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 11:42

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já, frjálslega vaxnar konur eru flottastar!

Svava frá Strandbergi , 7.1.2008 kl. 12:49

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mér finnst þessi kona alls ekki feit, en falleg og mjúk !

þetta eru orð í tíma töluð kæra guðný

Ljós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 21:45

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Einmitt Steina! Hún er reyndar ekkert feit þessi kona, nema kannski  samkvæmt öfgasjónarmiðunum varðandi hodafar kvenna. Mér finnst að konur eigi að vera svona mjúkar og kvenlegar.
Marylyn Monroe, eitt mesta kyntákn allra tíma var að vísu ekki holdug en hún var mjúk. Ekki til í dæminu að það sæist votta fyrir upphandleggsvöðvum á henni, eins og sést á mörgum konum nú til dags. Mér finnst ekkert kvenlegt við það að vera vöðvastælt.

Ljós til þín líka. 

Svava frá Strandbergi , 7.1.2008 kl. 22:35

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjög falleg þessi kona. 

Marta B Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband