Hann sendi mér líka jólalag eftir sig 'Jólabærinn' af plötunni 'Jól á ný' við texta eftir Íris Kristinsdóttur.
Svona leit ég út sautján ára gömul þegar við hittumst fyrst æskuástin mín og ég.
Halldór bað mig að teikna mynd af sér og textahöfundinum sem hann vinnur með og heitir hann Kerst og býr í Illinois. Ég á að hafa þá saman á myndinni, sem þeir ætla að nota í auglýsingaskyni eða framan á diska, en það er enginn mynd til af þeim saman.
Ég er með tengil inn á MySpace síðuna hans Halldórs hérna á blogginu mínu. Endilega kíkið á hana. Halldór er góður lagahöfundur
Náinn
Brástjörnur bláar man ég
blika mót sjónum mínum.
Bros likt og ljómuðu perlur
leiftraði á vörum þínum.
Þín nálægð var neistandi elding
er nam ég frá verund þinni.
Þitt nafn eins og ómfagur söngur
yljar enn sálu minni
Æskuástin mín heita
Ég horfði á söngvakeppnina í kvöld og þegar ljóshærði
strákurinn söng, mig minnir að hann hafi verið annar í
röðinni þá fékk ég sting í hjartað. Hann minnti mig svo
á æskuástina mína sem ég fékk aldrei að njóta, að
hluta til vegna eigin heimsku en einnig vegna þess að
hann lést þegar hann var aðeins átján ára gamall.
Hann var fimmtán ára og ég sautján þegar við hittumst fyrst á sveitaballi og það var ást við fyrstu sýn hjá okkur báðum. Hann var svo fallegur með ljósa hárið sitt og bláu augun en þó var það brosið hans sem prýddi hann mest, því þegar hann brosti þá ljómaði hann upp og tennurnar hans voru eins og röð af mjallahvítum perlum.
En við vorum bæði svo feimin að illa gekk fyrir okkur að ná saman. Við vönguðum samt öðru hvoru á böllum þegar hann þorði að bjóða mér upp en þegar dansinn var á enda var vandræðagangurinn á okkur svo mikill að hvorugt þorði að fylgja hinu, eftir að síðasta dansinum lauk. En á endanum mannaði hann sig þó upp í að biðja mig að hitta sig eitt föstudagskvöldið niðri á gamla Hressó. En ég þetta erkifífl sem ég var hegðaði mér óafsakanlega illa og ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju.
Ég sveik hann og mætti ekki niðrá Hressó, því í einhverju bríaríi vangaði ég annan strák á balli í millitíðinni og ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara á stefnumótið við vin minn.
Já ég var svo sannarlega ung og vitlaus. Enda gat hann ekki fyrirgefið mér í tvö löng ár.
En þó vissum við bæði að við vorum ástfangin af hvort öðru upp fyrir haus. En ég var of huglaus til biðja hann fyrirgefningar og hélt líka að það myndi ekki þýða neitt fyrir mig.
Hann hefndi sín líka rækilega á mér og sló sér upp með bestu vinkonum mínum, beint fyrir framan nefið á mér og horfði þá oft storkandi á mig.
Ég reyndi að láta hann halda að mér stæði á sama og borgaði í sömu mynt og daðraði við vini hans. En oft mættust augu okkar úti á dansgólfinu þegar við vorum í fangi einvers annars eða annarrar.
Það var ekki fyrr en ég hitti minn tilvonandi eiginmann að ég jafnaði mig á þessu, að ég hélt.
Við kærastinn héldum okkur mikið út af fyrir okkur og fórum lítið út í marga mánuði
daginn sem við trúlofuðum okkur fórum við á ball um kvöldið.
Meðan kærastinn var að kaupa okkur drykki kom vinurinn minn fyrrverandi. Hann gekk beint strik til mín þar sem ég sat í sófa við barinn og bauð mér upp í dans. Ég var svo hissa að ég var sem lömuð og þegar ég dansaði við hann fann ég sömu töfrana á ný sem enn neistuðu á milli okkar.
Hann hvíslaði í eyra mér. 'Hvar hefurðu verið allan þennan tíma'? En ég gat með engu móti svarað því ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð lengur, svo lauk þessum alltof stutta dansi og hann fylgdi mér til baka til sætis í sófanum, en stóð sjálfur þar sem ekki var pláss fyrir fleiri.
Kærastinn minn var ekki enn kominn til baka með drykkina okkar og strákurinn sem sat við hliðina á mér í sófanum fór að gera sér dælt við mig og lagði handlegginn utan um mig axlir mér. Þetta þoldi vinurinn minn ekki, hann rauk upp og hrópaði á strákinn. ´Láttu hana vera, hún er mín'!!
Þá stóð ég upp og gekk á brott, gekk í burtu með blæðandi hjarta, frá honum sem ég fann að ég elskaði heitt, en ég elskaði líka kærastann minn.
Þetta eina ár sem leið frá þessu kvöldi og þar til vinurinn minn dó, hittumst við oft fyrir tilviljun, ég var þá með kærastanum mínum, en hann með einhverri annarri stúlku og í hvert skipti áttum við erfitt með að slíta augun hvort af öðru. Augu okkar leituðu ætíð uppi augu hvors annars eins og seglar og alltaf var jafn sárt að sjá hann með annarri stúlku og sífellt nagaði efinn mig svo nístandi sár.
Það stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum kvöldið sem mér var sagt að vinurinn minn væri dáinn, það var verslunarmannahelgi og hann hefði fundist látinn uppi í brekku í Þórsmörk. Hann varð aðeins átján ára gamall, elsku æskuástin mín
Ég var svo frosin að ég gat ekki grátið en ég man að ég hugsaði, þetta átti að fara svona, hann var ekki ætlaður mér í þessum heimi.
Í dag er ég löngu skilin við manninn minn því hjónabandið var ekki hamingjusamt en þessi leið var mér ætluð og ég þakka Guði fyrir börnin mín þrjú og barnabörnin fjögur.
Enn ennþá minnist ég æskuástarinnar minnr heitu og ég trúi því að við hittumst aftur hinu megin við gröf og dauða.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:15 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Innlent
- Keyrði undir áhrifum og próflaus á eftirlýstum bíl
- Áfram hringtorg við JL-hús
- Lyklaskipti í ráðuneytunum
- TF-SIF með lengri viðveru en áður
- Mun innrétta sex íbúðir í Drápuhlíð
- Borgin hefði þurft að breyta aðalskipulagi
- Í kaffi með Vigdísi
- Suðaustan hvassviðri eða stormur í nótt
- Persónuafsláttur hækkar í 68.691 kr.
- Hrikalegt að heyra fréttirnar
Erlent
- Bandaríkjamenn skutu niður eigin herþotu
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
- Barnið sem lést var níu ára gamalt
- Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200
- Fimm látnir í Magdeburg
- Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir
- Áfram versnar staða Trudeau
- Barn lést í árásinni
- Scholz: Hugur minn er hjá fórnarlömbunum
Fólk
- Óvæntar vísbendingar kynda undir sambandsorðróma
- Við vorum grimmdin
- Geggjaðar og gallaðar í senn
- Amma tramma skítaramma
- Aldrei hefði ég ímyndað mér að þetta myndi enda svona
- Meira kynlíf hjá mér
- Aron Can ófeiminn og fór úr að ofan
- 2025 verður mitt ár!
- Eins og tyggjóklessa á sálinni
- Fyrrverandi eiginkonan enn sár
Viðskipti
- Vill aukna umræðu um fjárfestingar
- Svipmynd: Vill lækka opinber útgjöld
- Stefnur Trumps togist á sitt í hvora áttina
- Fréttaskýring: Frelsishetjan sem beðið var eftir
- Helmingur sprota frá landsbyggðinni
- Breytingar hafa verulegan kostnað í för með sér
- Samruni Marel og JBT samþykktur af hluthöfum
- Vonar að vextir lækki hraðar á Evrusvæðinu en í BNA
- Verðbólgan hjaðni hratt á næstunni
- Play í fimmta sæti
Athugasemdir
Já þetta hefur veri sönn ást ég átti líka eina ást en það er önnur saga. þetta er eitthvað sorglegt þín saga. Fallegt ljóðið þitt Guðný mín og mikið varstu falleg og ert en.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.12.2007 kl. 13:56
Þú ert nú eins og kvikmyndastjarna, tímalaus fegurð. Það er gott að elska en getur líka sært, maður þarf víst alltaf að vera að vanda sig í lífinu. Kær kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2007 kl. 22:14
Knús til ykkar allra
Svava frá Strandbergi , 5.12.2007 kl. 00:32
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.12.2007 kl. 02:07
Svava frá Strandbergi , 5.12.2007 kl. 13:07
Og systkynaástin ...
Þú ert mjög sæt 17 ára stúlka og hjartalag þitt viðheldur þinni eilífu fegurð!
Þetta er alveg yndislega rósrauð og fögur minning í sál þinni.
www.zordis.com, 5.12.2007 kl. 20:49
Sæl Guðný Svava Takk fyrir góða gagnrýni og ég kem til með að standa mig betur í framtíðinni gagnrýna á móti og svoleiðis , Ég er ekki á neinum námskeiðum núna búinn að vera út úr kú í allt sumar. Enn og aftur takk.
Diddi (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 08:31
Myndirnar þínar eru náttúrulega bara hrein snilld.
Diddi (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 08:32
Það er eitthvað líkt með þér og Sara Brightmann ég átta mig ekki alveg hvað það er en svipurinn er þarna.
Diddi (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 08:44
Takk sömuleiðis Kristinn. Ég met mikils álit þitt. Myndirnar þínar eru nú heldur ekkert slor. Áttu við að ég sé lík 'Sara Brightmann' í dag eða þegar ég var ung stúlka? Ég er nú svo vitlaus og út úr kú að ég veit ekki einu sinni hver hún er, en kannnast þó við nafnið. Hver er hún og hvar get ég séð mynd af henni?
Svava frá Strandbergi , 6.12.2007 kl. 23:20
Takk Ægir.
Zordís ertu ekki enn búin að fá myndina?
Svava frá Strandbergi , 6.12.2007 kl. 23:22
Ég er klikk Kristinn, að sjálfsöguðu! Auðvitað veit ég hver Sarah Brightman er. Hún syngur guðdómlega. Ég veit að þú ert heiðingi og trúir á Þór og aðra Æsi og allt í lagi með það. En mér finnst söngur hennar færa mig nær Guði kristinna manna. Ég tárast þegar ég hlusta á hana syngja.
Svava frá Strandbergi , 7.12.2007 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.