Leita í fréttum mbl.is

Það var mikið!! Ráðfrúr og sendifrúr í stað ráðherra og sendiherra.

Þetta er einmitt það mál sem ég hef tíðum tæpt á hér á blogginu, með nákvæmlega sömu rökum og Steinunn Valdís.
Konur geta ekki verið herrar eins og Steinunn Valdís bendir svo réttilega á í fréttinni og það hef ég einnig margsagt.
Það var ekki svo lítið rifist um það þegar ég skrifaði smápistil á bloggið  hér um árið,  varðandi það, að fáránlegt væri að í frétt nokkurri hefði verið sagt frá því að 'kven utanríkisráðherrar' funduðu einhvers staðar í fjáranum. 'Kven utanríkisráðherrar.'  Þær eða þeir hljóta þá að hafa verið tvíkynja, þar sem þær eða þeir voru bæði herrar sem er eingöngu notað um karlmenn og samt voru þessar tvíkynja verur líka kvenkenndar. Sem sagt þetta voru einhvers konar karlakonur.
Ég sagði þá og segi það enn og stend við það, að halda mætti að kven utanríkisráðherrar væru ráðherrar í einhverju ríki sem væri algjörlega og eingöngu byggt af karlmönnum,
þ.e. kvenutan ríkisráðherrar. Konurnar væru að sjálfsögðu löngu flúnar úr ríkinu undan ofríki karlanna og þess vegna væri ríkið kallað kvenutan ríki.
Svo gaukaði Rabbus nokkur,  einnig að merkilegri speki í kommenti hjá mér,  sem mér finnst ansi umhugsunarverð. Sem sagt, að orðið 'kvenutan' gæti allt eins verið mjög neikvætt orð. 'Voðalega ertu eitthvað kvenutan við þig maður.'
Svona verður nú vitleysan allsráðandi, þegar konur eru karlkenndar á þennan frámunalega hallærislega máta.
Hvaða karlmaður skyldi svo sem vilja láta titla sig karl ráðfrú?  En þannig væri dæmið í dag ef að konur hefðu ætíð verið ráðandi kynið og skipað æðstu embætti þjóðarinnar frá aldaöðli.
Hugsið út í það karlar mínir og nú viljum við fá nýtt orði yfir fólk sem hefur verið kallað ráðherrar hingað til.

Ég sting uppá orðunum þingráðsmaður og þingráðsfrú, eða bara ráðunautur sem gæti gilt fyrir bæði kynin og hananú! 


mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

                          RÁÐSTJÓRNARFRÚ! 

  ÓTRÚLEGA  MARGIR  ÚTFÆRSLUTITTLAR  Á  ÞESSARI NAFNGIFT. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 07:12

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já há, en Ráðstjóri og Ráðstýra?

Svava frá Strandbergi , 21.11.2007 kl. 11:34

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nei mér finnst 'Ráðunautur' besta orðið.

Svava frá Strandbergi , 21.11.2007 kl. 11:35

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alþingismaður er fínt orð sbr orðið starfsmaður á öðrum vinnustöðum. Konur eru líka menn kvenmenn ekki satt. 

Sendiherra er verra orð og algjörlega karllægt. Sting uppá orðinu sendimaður til samræmis við alþingismaður starfsmaður ....

Ráherra er sömuleiðis algjörlega karllægt. Þyrfti t d að vera ráðmaður
þeir ráða jú einhverju ekki satt eða ráðsmaður ...hmmm það er nokkuð gott því ráðsmaður er ekki eigandi þar sem hann starfar hann er ráðinn til starfans ... í þessu tilviki af þjóðinni í frjálsum kosningum.

Stundum er eins og það sé ekki vanþörf á að minna menn á hvernig þeir eru í ríkisstjórn komnir.

Marta B Helgadóttir, 21.11.2007 kl. 16:19

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

En ráðamaður, mér finnst það þjált og þá sömuleiðis ráðakona? Annars finnst mér einfaldast að halda orðinu ráðherra þar sem seinni hluti orðisin 'herra' leggur áherslu á, að það að vera ráðherra, er virðulegt embætti. Og titla konurnar sem ráðfrúr. Herra og frú hafa verið notuð í íslensku í aldaraðir um fólk þegar maður vill leggja áherslu á að þau séu virðingarverðar manneskjur. T.d. finnst mér Ingibjörg Sólrún ráðfrú hljóma bara vel. Ef kona væri 'sendiherra' ætti samkvæmt þessu að titla hana sendifrú.

Svava frá Strandbergi , 22.11.2007 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband