25.9.2007 | 23:41
Snjóblómaandlitin Þrykk og olía. Og heimsókn til ömmubarnanna.
Ég er búin að vera að dunda mér við að mála í dag. Breytti þessari mynd af snjóblómaandlitunum og mér finnst hún vera betri svona. Já, ég er bara sátt við hana.
Dóttir mín kom aldrei á sunnudaginn í heimsókn því útidyralásinn var bilaður hjá henni og hún gat því ekki farið að heiman. Eins og ég hlakkaði til að sjá hana, en hún kemur þá bara seinna.
Ég fór að heimsækja tengdadóttur mína og barnabörnin þrjú seinnipartinn í gær, eftir að ég var búin í sjúkraþjálfun. Elísa Marie, sex ára ömmustelpa var að teikna ballerínur þegar ég kom og fór svo að dansa ballett sjálf úti á gólfi. Stóð á tánum og mér fannst hún rosa flott.
Ég sagði Elísu að ballerínurnar hennar væru voða flott teiknaðar og að listamaður sem hét Degas hefði teiknað mikið af ballerínum . Af hverju teiknaði hann þær? Spurði hún. En svaraði sér svo sjálf. Var það út af hreyfingunni? Fannst honum þær svo flott? Já, sagði ég, einmitt, honum fannst hreyfingarnar svo fallegar hjá ballerínunum.
Þá stóð hún upp og sneri sér í marga hringi og spurði svo. Er ég líka flott núna þegar ég dansa svona á tánum? Já sagði ég, þú ert alveg eins og alvöru ballerína og Elísa var svo ánægð með sig og var eins og lítil prinsessa í bleika bolnum og pilsinu sem hún var í.
Daníel fimm ára var líka að teikna og klippa pappír eins og Elísa. En svo fengu þau leið á listamannaleiknum og náðu sér í stórt teppi sem þau hentu yfir sig. Svo þeyttust þau æpandi og skrækjandi um alla stofuna og þóttust vera draugar og ég var alveg svakalega hrædd við þau.
Jónatan litli Davíð, sem er að verða þriggja ára og er með Downs heilkenni er orðinn svo duglegur að tala og hann notar líka táknmál. Ég dró tvo fingur yfir ennið og sagði 'amma' um leið. Þá brosti hann út að eyrum svo andlitið ljómaði upp. Hann hefur svo fallegt bros hann Jónatan.
Svo vildu Elísa og Daníel endilega syngja fyrir mig Meistari Jakob á frönsku, þau lærðu vísuna í leikskólanum og í skólanum, sögðu þau. Þetta lag er svo einkennilega sjarmerandi þegar það er sungið á frönsku. Ég hjó eftir orðunum 'dormi vu'? í textanum, eða sefur þú? Og ég sagði krökkunum að orðið að dorma væri líka notað í íslensku yfir það að sofa. Það fannst þeim vera afskaplega merkilegt.
Það er ekki amalegt að eiga svona sprenglærð barnabörn sem syngja á frönsku og tala þess utan þrjú tungumál. Ég er viss um að þau verða algjörir prófessorar þegar þau verða stór.
Clarivelle tengdadóttir spurði hvort ég væri svöng og sagði mér að láta bara eins og heima hjá mér og fá mér eitthvað að borða. Svo ég fékk mér ristað brauð með osti og mjólk.
Á leiðinni heim kom ég við í nýju pólsku búðinni í hverfinu og keypti í matinn. Já maður býr svo sannarlega í fjölþjóðlegu samfélagi nú orðið og mér finnst það bara fínt.
Það er annað en þegar ég var á mínum yngri árum þegar allir sneru sér við á götu og gláptu eins og naut á nývirki, ef að hörundsdökkum manni sást bregða fyrir einhvers staðar.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 26.9.2007 kl. 02:49 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 195794
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko mína átt þessi æðiisleg barnabörn. Til lukku með þau öll sömul. Ég er viss um að þau hafa erft listagenið frá þér öll þrjú.
Ég segi eins og Guðmundur ekkert er betra hlutverk en ömmuhlutverkið sem ég heyri að þú nýtur vel.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.9.2007 kl. 16:50
Takk öll, já það er æðislegt að vera amma.
Svava frá Strandbergi , 29.9.2007 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.