23.9.2007 | 00:13
'Umbrot undir jökli' og ástamál manna og katta
Ég er búin að vera að rolast ein í dag við að ganga frá myndum og standa í öðru smádútli. Smærri myndir sem ég vinn á gljákarton sprayja ég lími aftan á úti á svölum og bíð svo i 20 sec þangað til ég skelli þeim á kartonið. Ég var komin með hausverk af límlyktinni þó ég hefði gluggann opinn uppá gátt.
Ég harðbannaði köttunum að stíga fæti sínum út á svalir meðan úðamökkurinn réði þar ríkjum. Þeir komust ekki einu sinni á klósettið, en það var mesta furða hvað þeir gátu haldið í sér greyin.
Tító er allur að hressast af sýklalyfjagjöfinni eftir að ég tvöfaldaði skammtinn samkvæmt ráði dýralæknisins. Hann var meira að segja að leika sér í dag og í gærkvöldi var svo hátt uppi á honum typpið þegar hann var kominn uppí rúm hjá mér að hann rak Gosa framúr rúminu með harðri kló og var alveg öskuþreifandi illur.
Það hefur líklega verið búin að safnast fyrir í honum reiðin út í Gosa. Því meðan Tító var sem slappastur varnaði Gosi honum þess að komast á kattaklósettið með því að ráðast á hann og riðlaðist svo á honum þess á milli, til þess að sýna hver væri nú húsbóndinn á heimilinu. Svo reyndi hann að einoka mig og leyfði Tító varla að koma nálægt mér.
Annars er Tító ekki eins leitt og hann lætur, því í þessum pikkuðum orðum leyfir hann Gosa að skakast á sér, liggjandi á púða við fætur mér, þar sem ég sit við tölvuna.
Já, hún er skrýtin þessi ást milli katta og manna svona yfirleitt. Ég bý með tveimur hommum og er ástfangin af ungum manni sem dó fyrir áratugum síðan, því mín forna ást blossaði uppá ný eftir að ég fékk sent lagið við ljóðið mitt um æskuástina mína sálugu, sem aldrei fékk að blómstra.
Svei mér þá, þetta er bara ekki hægt að vera svona rugluð eins og ég er í þessu máli. Ég verð að hætta að lifa svona í fortíðinni og fara og finna mér einhvern gaur sem er ennþá á lífi.
En hvar ég finn hann er stóra spurningin, því ég vinn við að kenna smábörnum á leikskóla og fer frekar litið út. Annars er ég strax orðin skotin í einum litlum polla á leikskólanum, sem heitir Jói. Hann er svo mikið krútt og allir á leikskólanum elska hann eins og ég.
Jæja, ég verð víst að fara að sofa því ég er orðin ansi þreytt eftir daginn. Á morgun ætlar dóttir mín að koma í heimsókn og ég hlakka til að sjá hana.
Góða nótt öll sömul og sofið rótt.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:34 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Þú segir svo skemmtilega frá. Eigðu góðan dag.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.9.2007 kl. 11:19
Hrikalega flott mynd! En ég sé fullt af fólki í henni; andlit sem öskra ... ægileg átök. Hvað er allt þetta fólk að gera þarna?
gerður rósa gunnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 17:23
Gerður Rósa, þetta eru vættirnir í landinu. T.d. er eldguðinn Surtur beint uppi yfir gígnum. Hann er með rautt hár og með yfirvaraskegg eins og þú sérð. Það eru oft myndir inni í myndunum mínum. Takk fyrir hrósið. Annars er ég búin að skafa burt einn part af myndinni, neðst til hægri, af því mér fannst hann ekki nógu góður. Held að það þurfi að vera meira hvítt í honum og það var orðið svo þykkt lag af olíulit að það var ógögulegt að mála yfir þetta fyrr en eftir fleiri vikur.
Svava frá Strandbergi , 23.9.2007 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.