Leita í fréttum mbl.is

Snert hörpu mína himinborna dís

scan0001

Snert hörpu mina himinborna dís
svo hlusti englar Guðs í paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.

Úr furutré sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í því líf.

Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
um varpann leikur draumsins perluglit.

:,:Snert hörpu mína himinborna dís og hlustið englar Guðs í paradís:,:

 Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Það er hreinlega of vægt til orða tekið að segja að þetta sé fallegt Guðný.

Sigfús Sigurþórsson., 8.9.2007 kl. 01:52

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Fegurð og aftur fegurð. Tvær fegurðir á sama stað!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 08:59

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk

Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 09:50

4 Smámynd: www.zordis.com

Glæsileg meðferð á þurrkrítinni.  Töfrar og ljúfir tónar berast frá hjartastöðinni þinni á þessari fallegu mynd.

Njóttu dagsins í fegurðinni.

www.zordis.com, 8.9.2007 kl. 09:50

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk og sömuleiðis zordís mín

Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 10:05

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Virkilega fallegt, bæði ljóð og mynd.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 10:13

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 10:14

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Ásdís mín

Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 10:30

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já Guðný mín fallegar myndir og ljóð.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.9.2007 kl. 10:39

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir Kristín mín.

Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 10:47

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Leit við og naut lestursins. Takk, Þetta er svo fallegt.

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 10:49

12 Smámynd: halkatla

æðisleg mynd

halkatla, 8.9.2007 kl. 10:55

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir, Marta og Anna Karen.

Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 11:09

14 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Setti athugsemd inn í nótt sem ekki hefur birst.....

Vildi bara segja þér að þetta er eitt af uppáhaldssönglögunum mínum slvo ljúft og gott.

Myndin er ekki síðri þú ert snilli.

Takk fyrir mig

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 8.9.2007 kl. 19:31

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk sömuleðis Ása Hildur.

Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 21:05

16 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Lifandi list sem snerti við fegurðinni hið innra.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.9.2007 kl. 21:47

17 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Ester.

Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband