Leita í fréttum mbl.is

Hvar verða mörkin dregin?? Hver ákvarðar hvaða fóstur er mistök??

Má kannski búast við því, að þegar hægt verður að greina hvers kyns 'galla' sem fóstrin bera, að þá verði þeim eytt?  Verður þá ekki einhverfum börnum eytt,  rangeygðum börnum,  sjóndöprum, börnum, heyrnarskertum börnum,  börnum sem ekki munu koma til með að hafa meðalgreind, sem er 100 stig í greindarvísitölu,  börnum sem munu glíma við geðraskanir,  börnum með ofvirkni eða athyglisbrest,  lesblindum börnum, börnum með skakkar tennur, börnum með útstæð eyru,  börnum sem koma til með að verða bólugrafin sem unglingar,  börnum sem stama,  börnum sem hægt er að greina hjá, að munu fá alvarlega sjúkdóma á unga aldri svo sem krabbamein, hjartagalla eða annað? 
Hvert verður svo áframhaldið , kannski þannig,  að ef hægt er að greina að börnin verði ófríð eða illa vaxin að þeim verði eytt? Drengjum sem munu fá skalla á unga aldri verði eytt?

Endar þetta e.t.v. þannig að aðeins þau fóstur sem munu koma til með að verða fullkomin í útliti og að atgerfi öllu, samkvæmt skilgreiningum okkar dauðlegra manna verði gefið líf? 

Man einhver eftir Hitler??? 


mbl.is Mistök við fóstureyðingu vekja mikið umtal á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Einars

Heyr, heyr !!

Sigrún Einars, 27.8.2007 kl. 14:16

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Alveg sammála þér. Mér finnst þetta allt gengið út í miklar öfgar. Ég er í prinsippinu alfarið á móti fóstureyðingum með einstaka undantekningum þó.

Málið er að ef þær eru leyfðar með takmörkunum þá er það alltaf mannanna verk að ákveða hver má og hver ekki. Og það er mannlegt að gera mistök svo ég vil nú helst hafa þetta í höndum okkur æðra valds.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.8.2007 kl. 15:31

3 Smámynd: halkatla

þetta eru svo miklar öfgar, ótrúlegt að ganga svona langt að ætla að eyða

öðrum tvíburanum en svona eru víst allar fóstureyðingar í raun...

halkatla, 27.8.2007 kl. 15:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ósköp verður nú mannflórar döpur ef þetta væri raunveruleikinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 19:13

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er tvíburi. Ef mér hefði bú bara verið eytt þá væri ég ekki að gera þessa athugasemd. En ég spyr samt: Hefðu ekki verið nein "mistök" ef  hinu fóstrinu hefði verið eytt?   

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.8.2007 kl. 20:04

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er alveg ótrúlegt og siðlaust.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.8.2007 kl. 20:19

7 Smámynd: www.zordis.com

Við skulum vona að svona verði þetta ekki!  Fóstureyðingar eru daprar alveg sama hvernig á þær er litið! 

Eðlileg pæling og mikið er ég fegin að Sigurði var ekki eytt  ....

www.zordis.com, 27.8.2007 kl. 20:34

8 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Já ertu tvíburi? Ekki vissi ég það.

Þessi pæling hjá þér, Svava, er alls ekki út í hött.

gerður rósa gunnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 20:43

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Pælingin er góð,en ég er fylgjandi frjálsum fóstureyðingum.Ef forledri treystir ser ekki til að eingnast barn þá á foreldrið ekki skilið að eignast það. Herna er eg ekki að tala um neina galla af neinu tagi heldur viðhorf þess sem er fullorðinn og væntanlega "heilbrigður" sem tekur slíka ákvörðun, ef viðkomandi treystir ser ekki til að ala upp barn af einhverjum ástæðum, þá er ekkert við það að athuga að folk taki þá ákvörðun að eyða fostri. 

Marta B Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 20:49

10 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já man einhver eftir Hitler.

Ragnar Bjarnason, 27.8.2007 kl. 21:05

11 Smámynd: Halla Rut

Fóstureyðingar er eitt af þeim málum sem endalaust er hægt að þrátta um svo ósammála er fólk. Ef fóstureyðingar verða bannaðar þá munu konur sækjast eftir ólöglegum fóstureyðingum. Ég gerði eitt sinn ritgerð um ólöglegar fóstureyðingar og afleiðingarnar eru skelfilegar. 

Það er foreldranna að ráða hvort þeir fari í hnakkamælingu eða frekari rannsóknir, það er ekki okkar að ráða fyrir aðra. 

Halla Rut , 27.8.2007 kl. 23:54

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nei Siggi, það er einmitt pointið að það hefði ekki átt að eyða fóstrinu með Downs heilkennið. 

Marta, ég get ekki verið alveg sammála um það, að ekkert sé við það að athuga að láta eyða fóstri, nema í þeim tilvikum sem líf móður eða fósturs er í hættu, eða ef félagslegar aðstæður eru mjög slæmar. Samt finnst mér það alltaf vera þrautaráð.

Halla Rut, þú segir, 'það er ekki okkar að ráða fyrir aðra' en foreldrar sem láta eyða fóstri ráða þó tvímælalaust fyrir aðra, þ. e. þeir ráða fyrir hinn ófædda einstakling um það veigamikla atriði, hvort hann fær að halda lífi eða ekki. 

Í dag er það Down heilkennið sem ræður því hvort líf fær að þroskast eða hvort það verður svipt lífinu. Ég var með öfgum mínum í pistli mínum að benda á, hvert tæknin getur leitt okkur. Munum við e.t.v. í náinni framtíð verða enn vandlátari enn það, að vilja ekki eignast barn með alvarlega fötlun, sökum þess að það er að okkar mati of mikið á okkur lagt að eignast slíkan einstakling? Það er ekki lagt svo mikið á börn með Downs heilkenni að ekki sé hægt að hjálpa þeim til hamingjuríkst lífs. Læknar hafa sagt mér að einstaklingar með Downs heilkenni séu hvað hamingjusamastir allra mannvera.  Munum við e.t.v. í framtíðinni velja og hafna mannsfóstrum vegna annarra ástæðna en þeirra, að þau séu með Dows heilkenni? Kannski líkar okkur ekki kyn barnsins eða væntanlegt gáfnafar? Hvert leiðir tæknin okkur eiginlega, eða er hún kannski þegar búin að afvegaleiða okkur?

Svava frá Strandbergi , 28.8.2007 kl. 00:19

13 Smámynd: Halla Rut

Kæra Guðný. Ég skil hvað þú ert að segja en þarna er mesti ágreiningurinn þegar kemur að fóstureyðingum.  Er verið að tala um fósturvísi eða barn. Ég á sjálf fatlað barn og skil hvert er verið að fara. Bæði í Ítalíu og Bandaríkjunum getur þú valið um kyn og finnst mér það allt í lagi. niðurstöður rannsókna sýna að það er jafn oft beðið um stúlkur og drengi svo það skiptir kannski ekki máli.Það þurfa auðvitað að vera takmörk um hvað við getur valið og hvað ekki en hver á segja hver þau takmörk eru?

Mér fannst þetta svo áhugaverð færsla að ég bloggaði um hana á minni síðu , vona að ég særi engan því um mjög viðkvæmt mál er að ræða. 

Halla Rut , 28.8.2007 kl. 01:26

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kæra Halla  Rut, að sjálfsögðu mátt þú blogga um þetta á þinni síðu. 

Það er laukrétt hjá þér sem þú segir ' en hver á að segja hver þau takmörk eru?' 

Svava frá Strandbergi , 28.8.2007 kl. 09:14

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki andstæðingur  fóstureyðinga, þar kemur margt til álita. En ef foreldrar treysta sér ekki til að ala upp börnin sín eftir að þau koma í heiminn, sem er býsna algengt, er þá ekki allt  í lagi að þau káli þeim? Rök fyrir fóstureyðingum verða að vera sæmilega gild.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.8.2007 kl. 09:39

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég segi fyrir mína parta að það er alveg nóg til af óvelkomnum börnum í heiminum. Og hver líður fyrir það. Börnin, er það ekki? Ég vona að sjálfsögðu að þróunin verði ekki eins og það sem þú talar um guðný. Það væri skelfilegt. En því miður þá er hættan fyrir hendi. Það sem þótti fáránlega fjarlægt fyrir einhverjum árum er orðið sjálfsagt í dag. Og við, mannfólkið, verðum svo meðvirk. Ef tækninni fleygir fram í þessa átt þá er hætt við því að smátt og smátt fari okkur að finnast þetta val sjálfsagt. ég vona að það komi aldrei til þess.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.8.2007 kl. 20:49

17 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Það vona ég líka Jóna.

Svava frá Strandbergi , 31.8.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband