16.8.2007 | 01:25
Huggun
Þú kemur til mín
ósköp hægt og hljótt
er húmið dökka
sest um sefa minn.
Í hjarta mér
þá helköld ríkir nótt
en heit mín tár
sem falla á fölva kinn.
Þá lýsa mér þín augu
blíð og blá.
Svo björt og hrein
þar skín mér ástin þín.
Sem glæðir aftur
gleymda von og þrá.
Þú göfga litla hjartans,
kisan mín.
Tíó mínum hefur versnað undanfarið. Hann hefur legið mikið einn í bólinu sínu og eltir mig ekki lengur um allt. Það er eins og hann sé svo þreyttur og áhugalaus um allt. Hann sem alltaf fylgdi mér hvert fótmál liggur nú bara fyrir og dormar
Hann er líka svo skrýtinn í augunum eins og hann sé alltaf syfjaður og jafnvel þó að hann elti mig stundum fram í eldhús þegar hann heyrir mig opna ísskápinn þá borðar hann samt ekki heldur hangir bara yfir matarskálinni sinni með lokuð augun.
Svo í gærmorgun kastaði hann svo mikið upp og kúgaðist svo mikið. Svo gaf ég honum að borða aftur eftir klukkutíma og þá kastaði hann strax upp aftur, um leið og hann var búinn að borða.
Ég fór með hann upp á dýraspítala og dýralæknirinn gaf honum sterasprautu, B vítamín og sýklalyf og sagði mér að sjá til .
Tító er nú að verða níu ára í nóvember og dýralæknirinn sagði að heilbrigðir balinese kettir yrðu í mesta lagi 10 til 12 ára, en hann hefði náttúrulega aldrei verið heilbrigður með þessi veiku nýru sín og einhvern tíma yrðu allir að deyja, þó hann væri ekki alveg að fara nú á nóinu
Ég er eins og dofin og ég held að það séu sálræn varnarviðbrögð mín. Ég get vart hugsað til þess að Tító fari frá mér en veit að það er rétt að, að því kemur eins og hjá öllum öðrum, að hann deyr. En þangað til ætla ég að njóta þess tíma sem hann er hjá mér, hann elsku Tító minn.
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:33 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Mikið skil ég þig Guðný mín njóttu tíma með honum eins og þú getur. Tító er svo fallegur en hann er veikur þessi elska.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2007 kl. 10:11
ELsku Tító, ósköp eigið þið öll erfiða daga núna saman, hann skynjar að hann er að fara geri ég ráð fyrir, dýr eru svo skynsöm. Og nú þarf hann að kveðja ástvini sína og það verður sárt. Ég sendi þér hlýjar kveðjur og knús og orku á Tító sem hefur heillað okkur svo mörg. Fallegt ljóðið þitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 10:26
Takk fyrir góðar kveðjur, skila knúsinu til Títós.
Svava frá Strandbergi , 16.8.2007 kl. 10:40
Fallegur er hann, greinileg hlýja á milli ykkar. Njóttu hans og slepptu takinu því hans bíður nýr heimur .... Sorglegt þegar vinir okkar fara, góðar minningar ilja mér um köttinn minn sem fór ... Kærleikskveðja til þín G.Svava!
www.zordis.com, 17.8.2007 kl. 07:23
Kær kveðja til þín zordís.
Svava frá Strandbergi , 17.8.2007 kl. 13:28
Leiðinlegt að heyra þetta, en allt á sinn vitjunartíma hér á jörð. Njóttu lífsins með honum. Sendi englana mína til Tító.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 17.8.2007 kl. 20:14
Æjá, mér finnst verst að þau þurfi að deyja á undan manni. Samt líklega skárra en að þau standi ein uppi, bjargarlaus. Mér finnst Spotti vera orðinn ægilega gamall eitthvað - og þó er hann ekki nema 6 eða svo - og finnst ægilega furðulegt að hugsa til þess að það komi að því einhvern tímann að hann deyji. Er farin að kvíða fyrir strax. Búin að eiga hann lengur en nokkurn annan kærasta - og sambandsslit ekki á döfinni ;)
En Tító er nú ekki dauður enn, svo það er bara að klappa honum og knúsa sem mest þú mátt. Meira er víst ekki hægt að gera.
gerður rósa gunnarsdóttir, 20.8.2007 kl. 20:17
Takk Ása mín.
Já Zoa, það er alveg rétt að það er lítið hægt að gera meira en að klappa og knúsa Tító, enda spara ég það svo sannarlega ekki. Ég er líka búin að eiga hann lengur en nokkurn kærasta, fyrir nú utan fyrrverandi eiginmann. Æðislega gaman að heyra frá þér.
Svava frá Strandbergi , 20.8.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.