12.8.2007 | 01:26
Gleðidagur
Ég fór með systur minni og vinkonu að horfa á Gay- Pride gönguna. Við plöntuðum okkur niður í Bankastræti og fylgdumst með þessari meiriháttar gleðigöngu. Þarna var mikið af fjölskyldufólki og alls konar fólki, fólki með sínum heittelskaða eða heittelskuðu og það var líka gaman að sjá að aldrei þessu vant var mikið af fólki með hunda af öllum tegundum i miðbænum. Það var ekki síður gaman að skoða alla þessa fallegu hunda, heldur en mannfólkið og mér finnst það synd að oftast er bannað að vera með hunda í miðbænum.
Við systurnar hittum bróður okkar í Lækjargötu og hann var líka upprifinn og í góðu skapi eins og allir aðrir. Ekki spillti veðrið heldur fyrir, sól og sautján stiga hiti.
Það er frábært að Íslendingar séu svona jákvæðir í garð homma og lesbía, því víða í heiminum er fólk drepið fyrir að sinna kalli hjartans í sínum ástamálum.
Samkynhneigð hefur alltaf verið til og mun alltaf vera til. Samkynhneigð er heldur ekki bundin við mannkynið eitt, því mörg dæmi eru til um samkynhneigð dýr, bæði úti í náttúrunni og hjá tömdum dýrum. Svo nærtækt dæmi sé tekið þá eru til dæmis margar samkynhneigðar endur á Tjörninni í Reykjavík. Ég bý líka sjálf með tveimur hommum, það eru kettirnir mínir tveir, sem eru báðir fress. Þeir elska hvor annan fölskvalaust, sofa stundum með vangana saman og þvo hvor öðrum hátt og lágt. Já og mynda sig til þess að makast hvor með öðrum og ef annar þeirra er eitthvað vansæll þá rýkur hinn til og huggar hann. Svo geta þeir slegist á milli, en allt í góðu samt.
Við skulum muna það að bæði menn og dýr eru ólík innbyrðis. Enginn er eins, sumir eru gagnkynhneigðir, aðrir tvíkynhneigðir og enn aðrir samkynhneigðir. Við rúmumst öll undir litum regnbogans og þar er nóg pláss fyrir alla okkar ást og fyrir mismunandi kynhneigðir okkar.
En því miður er enn til fólk sem lifir í fordómum gagnvart öðrum að þessu leyti og sorglegt að margt af þessu fólki telur sig trúa öðrum heitar, á Guð og Jesú sem boðaði ást og umburðarlyndi milli allra manna.
Ég veit þess dæmi að fólk sem hefur verið mjög trúhneigt í lífi sínu og sem hefur komið út úr skápnum seint á ævi sinni hefur verið útskúfað af meðbræðrum sínum og systrum í trúnni. Slíkt hefur jafnvel leitt til hinna hörmulegustu atburða svo sem sjálfsvíga þessa fólks sem fær ekki frið til þess að hlýða kalli hjarta síns.
Mér finnst það hroki og beinlínis rangt af þeim strangtrúuðu að dæma meðbræður sína fyrir þær kenndir sem þeim eru áskapaðar og halda samt stíft fram eigin ágæti og hreykja sér hærra en nokkrum manni er leyfilegt. Þetta fólk heldur því fram að þeir sem ekki trúa á Guð á sama forpokaða mátann og það sjálft, fari beint til Helvítis, en það sjálft aftur á móti beint til himna. Höfum í huga það sem Jesús sagði, 'Dæmið ekki svo þér verðið ekki sjálfur dæmdur'
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:30 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Gott að heyra að þú áttir góðan dag. Verst að ég skildi ekki rekast á þig, en þegar 50.000 manns eru á litlum bletti missir maður af sumu. Dásamleg ganga og stemming. Arnarhóllinn minnti mig á 17 júní í denn. Ég elska GayPride
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 12.8.2007 kl. 01:42
Já það var rosa stemning í dag og minnti mig líka á 17. júní.
Svava frá Strandbergi , 12.8.2007 kl. 01:49
Ég hefði verið til í að vera þarna og taka þátt í gleðinni. Reyndar var víða gleði á Íslandi ..... Fiskidagurinn á Dalvík og Hafnardagar í Þorlákshöfn!
Það er með ólíkindum hvað sumir fara út fyrir svið þess að meta persónuna og hennar eiginleika! Við erum öll jöfn burt séð frá kynhneigð eða lit, hugsunum eða hegðun .... Varðandi heittrúað fólk þá held ég að það vanti í það allt grínið, gjörsamlega snautt á köflum ... og Guð sem er húmorist hlítur að hlægja sig dauðan af sumum og .....
www.zordis.com, 12.8.2007 kl. 05:29
Já systir mín og mágur fóru en komst ekki vegna veikinda.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.8.2007 kl. 09:42
Það hefði verið gaman ef þið hefðuð komist, zordís og Kristín Katla.
Svava frá Strandbergi , 12.8.2007 kl. 09:49
Mig langar að deila með ykkur hvernig ég losnaði við fordóma mína í gagn samkynhneigðra. Ég asnaðist í upphafi til að meta þetta út frá kynlífi þeirra en ekki tilfinningum, þannig af því það var öðruvísi en mitt þá fannst mér ég geta dæmt. Sem betur fer tók skynsemi mín yfirhöndina og ég áttaði mig á því að ég var ekkert að pæla í kynlífi gagnkynhneigðra og því ætti ég þá að spá í samk. þá fann ég að eftir stóð ást og hlýja og það er það eina sem skiptir máli, hitt er einkamál og mál hvers og eins, míns,ykkar,Tító og annarra. Kær kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 11:01
Já auðvitað Títós líka, Ásdís. Kveðja til baka.
Svava frá Strandbergi , 12.8.2007 kl. 12:20
Æ er það ekki bara að verða voða gamaldags að dæma aðra svona illa?
Hvar er umburðarlyndi og kærleikur hjá þeim sem fordæma bræaður sína og systur. Ekkert eins hallæerislegt að mínu mati að segja....auðvitað elskum við þau það er bara ástin þeirra sem við fordæmum. Er ekki ástin og kærleikurinn eina lífsaflið sem heilar og lagar???
Gott að þú áttir góðan dag vinkona.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 23:19
: "Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.'
Vona að þú eigir líka góða daga bloggvinkona.
Svava frá Strandbergi , 12.8.2007 kl. 23:34
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.8.2007 kl. 00:49
Ég veit þess dæmi að fólk sem hefur verið mjög trúhneigt í lífi sínu og sem hefur komið út úr skápnum seint á ævi sinni hefur verið útskúfað af meðbræðrum sínum og systrum í trúnni. Slíkt hefur jafnvel leitt til hinna hörmulegustu atburða svo sem sjálfsvíga þessa fólks sem fær ekki frið til þess að hlýða kalli hjarta síns.
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
Þetta sem þú segir hér passar nákvæmlega við frænda minn heitinn
Agný, 13.8.2007 kl. 10:22
Ég samhryggist þér Agný min. Þegar þessi maður dó sem ég tek sem dæmi í pistlinum mínum, tók ég það ákaflega nærri mér, því hann var góður vinur minn og yfirmaður minn í vinnu.
Svava frá Strandbergi , 13.8.2007 kl. 14:25
Takk fyrir frábæran pistil Guðný.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.