10.8.2007 | 01:05
Blues
Ég hef verið ansi blúsuð undanfarnar vikur. Hef varla haft mig í það að fara út úr húsi, eða á nokkur mannamót. það er eins og einhver andlegur doði sé yfir mér. Ég er búin að sækja um óteljandi vinnur en fæ enga ennþá. Ég hef heldur ekki haft mig uppí að gera neitt af viti eins og að mála mynd eða yrkja.
Aftur á móti hef ég verið dugleg hérna heima við, svo sem að taka til og endurbæta ýmislegt í íbúðinni minni. En það er ekki nóg. Svo í dag birti til því vinkona mín, mamma hennar og ég fórum saman á Magma, hönnunarsýninguna á Kjarvalsstöðum og kíktum líka inn á litla Kjarvalssýningu á staðnum.
Mér fannst margt skemmtilegt að sjá á hönnunarsýningunni, en það sem lyfti mér í hæstu hæðir var lítil mynd eftir meistara Kjarval. Þessi mynd var eins og opinberun, svo allt öðruvísi en allar aðrar myndir sem ég hef séð eftir meistarann og eru allar myndir hans þó fullkomnar.
Það stóð við myndina að hún væri ókláruð, en mér fannst hún vera fullkomin. Mér finnst svo skrýtið að þegar ég sér mikil listaverk að þá bókstaflega drekk ég þau í mig með augunum. Ég finn greinilega tilfinninguna í augunum þegar augað nemur myndina og eins og sýgur hana í sig og alveg upp í heila og þaðan dreifist upplifunin út um allan líkamann.
Þessu fylgir ólýsanleg unaðstilfinning og mér finnst eins og ég gangi inn í myndina og komist í einhvers konar ' rúss' eða sæluvímu. Nú þegar ég sit hér við tölvuna hugsa ég um þessa mynd og hversu mikla gleði og birtu hún veitti mér með látlausri fegurð sinni og ég ég fer að sofa fullviss um það, að það muni birta fljótlega til í lífi mínu líka.
Aftur á móti hef ég verið dugleg hérna heima við, svo sem að taka til og endurbæta ýmislegt í íbúðinni minni. En það er ekki nóg. Svo í dag birti til því vinkona mín, mamma hennar og ég fórum saman á Magma, hönnunarsýninguna á Kjarvalsstöðum og kíktum líka inn á litla Kjarvalssýningu á staðnum.
Mér fannst margt skemmtilegt að sjá á hönnunarsýningunni, en það sem lyfti mér í hæstu hæðir var lítil mynd eftir meistara Kjarval. Þessi mynd var eins og opinberun, svo allt öðruvísi en allar aðrar myndir sem ég hef séð eftir meistarann og eru allar myndir hans þó fullkomnar.
Það stóð við myndina að hún væri ókláruð, en mér fannst hún vera fullkomin. Mér finnst svo skrýtið að þegar ég sér mikil listaverk að þá bókstaflega drekk ég þau í mig með augunum. Ég finn greinilega tilfinninguna í augunum þegar augað nemur myndina og eins og sýgur hana í sig og alveg upp í heila og þaðan dreifist upplifunin út um allan líkamann.
Þessu fylgir ólýsanleg unaðstilfinning og mér finnst eins og ég gangi inn í myndina og komist í einhvers konar ' rúss' eða sæluvímu. Nú þegar ég sit hér við tölvuna hugsa ég um þessa mynd og hversu mikla gleði og birtu hún veitti mér með látlausri fegurð sinni og ég ég fer að sofa fullviss um það, að það muni birta fljótlega til í lífi mínu líka.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 195844
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja eg er tess lika fullviss og ad tu sert bara ad fara i gegnum mj0g mikilvaegan tima nuna sem tu att eftir ad lita til baka og segja..tad var tarna sem umbreytingin vard. Stundum er lifid bara ad gefa plass til ad anda og finna ut ur hlutum sem madur gefur ser aldrei tima til a ollum tessum hlaupum. Njottu tessa bara !!! Og drekktu meira af kjarval i tig
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 08:35
já ég er líka fullviss um að það birtir til í lífi þínu. Enda ertu sérdeilis hæfileikarík kona. Og ég er alveg viss um að vinnustaðirnir eiga eftir að slást um þig.
Ó ég öfunda þig að hafa drifið þig. Ég er svo löt að fara á sýningar en hef samt alltaf svo gaman af því.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 10.8.2007 kl. 08:54
Besta ráðið við blús er að brosa hvort sem það þarf að þvínga brosið frameða ekki. Vonandi brosirðu að sögunni sem ég setti inn hjá mér í dag; ef ekki þá skal ég hugsa vel til þín (geri það nú hvort sem er).
Allt böl er tímabundið, mundu það! Láttu góðar tilfinningar flæða um þig, bloggvinkona.
Gúrúinn, 10.8.2007 kl. 08:58
Kjarval var snillingur ég von að allt gangi vel hjá þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2007 kl. 09:39
Takk öll, já ég er örugglega að fara í gegnum einhverjar breytingar í lífi míu Katrín.
Ása Hildur, ég er til í að fara með þér á sýningar þegar þú vilt.
Gúrú, ég er búin að lesa söguna, bloggvinur.
Ég vona líka að allt gangi vel hjá þér Krístín mín.
Svava frá Strandbergi , 10.8.2007 kl. 10:27
Elsku dúllan mín, það birtir alltaf. Það er ótrúlegt hvað það getur vakið mikinn unað það sem maður tekur inn í gegnum augun. Knús til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 12:17
Knús til baka Ásdís mín.
Svava frá Strandbergi , 10.8.2007 kl. 14:16
Það er oft gott að snerta jörð, finna til og heyra slátt hjartans! Gangi þér vel og svona tímabil er liðin áður en við vitum af! Ég hugsa til þín með Ástina og hamingjuna í fararbroddi! Lifðu í ljósinu
www.zordis.com, 10.8.2007 kl. 21:48
Sömuleiðis, zordís mín.
Svava frá Strandbergi , 10.8.2007 kl. 23:18
Schubert samdi líka ófullgerðu sinfóníuna - en hún er alveg ágæt samt. Takk fyrir innlitið á síðuna mína, ég stefni að því að birta myndir af köttum á næstunni - annað hvort á morgun eða eftir viku. (Þarf að hírast í borginni í næstu viku). Skil hvernig þér líður - ég er líka hálf-atvinnulaus - en þú þarft ekki að hafa áhyggjur, greinilega mikil hæfileikakona. Gangi þér vel!
Guðrún Markúsdóttir, 11.8.2007 kl. 02:32
Flott myndin hér á undan! Ég dreif í að taka myndir af kettlingum sem nú má skoða á minni síðu. Bestu kveðjur!
Guðrún Markúsdóttir, 11.8.2007 kl. 18:18
Guðný mín það er yndislegt að þú skulir geta fundið gleðina í svo litlum hlutum. Segir ansi margt um þig sem persónu. Ég dáist að fólki sem er svona listrænt og þessi tilfinning sem þú lýsir þarna er mér algjörlega ókunn. Mér þykir þetta afskaplega merkilegt.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.8.2007 kl. 18:48
Ég hef enga vinnu en ég er samt ekki atvinnulaus...ég er bara tekjulaus..hehe. Bý mér bara til störf úr því sem ég elska að gera og lifi bæði hátt og lágt..fer svona eftir því hvernig á það er litið og frá hvaða sjónarhorni.
Vona að þér líði betur vinkona....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.8.2007 kl. 21:50
Takk fyrir myndirnar af kettlingunum Guðrún. Þeir eru voða sætir, en ég er nu bara að þreifa fyrir mér ennþá, þar sem ég á gamlan kött, sem er heilsuveill. Hélt kannski að þú værir með einhvers konar kattaræktun þar sem væri hægt að ganga að kettlingum vísum þegar þar að kemur. En kannski leita ég til þín seinna samt ef þú veist þá ennþá um sæta kettlinga. Mér fannst þessi guli fallegastur því hann er svipaður á litinn og Tító minn sem er beige á litinn.
Jóna, þú ert nú ekkert smá listræn. tilvonandi metsöluhöfundur örugglega.Sögurnar þínar eru frábærar í einu orði sagt. Ég gæti aldrei skrifað svona sögur.
Katrín mín, ég mála líka en alltof sjaldan. Annars hef ég fengið verkefni útá bloggið mitt eins og að myndskreyta bók fyrir útskriftarnema Menntaskólans á Laugarvatni s.l. vor og myndskreytti svo bók fyrir Námsgagnastofnun. Ég byrja að mála af fullum krafti þegar ég er búin að koma vinnustofunni minni í lag. Annars var ég að mála jólakort sem ég ætla að reyna að selja eihverju kortafyrirtæki fyrir næstu jól.
Svava frá Strandbergi , 12.8.2007 kl. 00:44
Frábært Guðný. Má ég spyrja hvaða bækur þetta eru sem þú hefur myndskreytt?
Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 00:53
Ég myndskreytti síðast kynfræðslubókina ' Um stelpur og stráka' fyrir Námsgagnastofnun, Bækur um Jóa og leynifélagðið fyrir Skjaldborg, Bók sem heitir Ævintýrir í sveitinni og bókina Amo Amas eftir Þorgrím þráinsson fyrir Fróða Ég myndskreytti líka Vikuna fyrir Fróða um tíma og myndskreytti smásögur í Lesbók Morgunblaðsins í c a. 12 ár. Myndskreytti eina sögu fyrir Fjölva líka.
Svava frá Strandbergi , 14.8.2007 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.