27.7.2007 | 02:22
Að vera atvinnulaus og annað böl
Skelfing er ég orðin eitthvað lítil í mér vegna þess að bráðum er ég búin að vera atvinnulaus í hálft ár. Þetta bara gengur ekki lengur. Það liggur við að ég sé farin að læðast með veggjum. Andskotinn hafi það er ég svona hrikalega óframbærileg, eða hvað?
Ég mætti á vinnumiðlunarskrifstofuna í dag og fulltrúinn þar tjáði mér að horfurnar færu nú að glæðast með haustinu svo ég skyldi nú reyna að halda sönsum. Ég sagði henni að ég væri meira að segja að pæla í því að fara að vinna í bakaríi, (eins og maður myndi nú fitna af því) Er ég þó nógu feit fyrir, því ég hef blátt áfram blásið út síðan ég hætti að reykja fyrir bráðum 10 mánuðum.
Ég er orðin svo innilega leið á sjálfri mér að ég nenni varla lengur að hugsa um garðinn hér við blokkina sem ég fæ borgað fyrir að slá. Ég hef hannað og lagt alla vinnu sjálf í þennan garð þó að ég eigi hann ekki ein og hann er orðinn mjög fallegur. Rósarunnarnir blómstra og birkitoppurinn skartar hvítum blómum. Fjölæru jurtirnar sem ég hef safnað hér og þar í nokkur ár, en þó aðallga þar, eru líka mikil prýði og sparnaðarauki, því nú þarf ekki lengur að kaupa eins mikið af sumarblómum. Aspirnar sem ég keypti pínulitlar eru orðnar mannhæðarháar og birkið vex hægt og rólega. Reynitréð blómstraði í fyrsta sinn í sumar og hreggstaðavíðirinn vex næstum eins hratt og baunagrasið hans Jóa.
En eins og ég segi, þá er ég orðin svo leið á sjáfri mér út af atvinnuleysinu að öll gleðin við garðvinnuna er horfin. Meira að segja er ég hætt að hafa ánægju af því að sópa sígarettustubbunum af stéttinni og bílaplaninu sem sumir íbúar blokkarinna eru svo almennilegir að fleygja frá sér til þess að sjá mér nú fyrir almennilegri og nægri vinnu. þó bauð ég mig aldrei fram til þess að sópa upp sígarettum af stéttinni og bílaplaninu, heldur aðeins að slá grasflötina og hirða um beðin.
Ég hef því satt að segja haft frekar takmarkaða gleði af stuppasópinu á stéttinni og stuppbatínslunni af grasflötinni og hef oft bölvað með sjáfri mér yfir því hve sumir geta verið ótrúlega hirðulausir um umhverfi sitt. Ég hef þá stundum hugsað með mér hvort þessir sígarettustubba aðdáendur drepi ekki líka í sígarettunum á stofugólfinu hjá sér og að gaman væri nú að sjá umgengnina í íbúðunum þeirra svona yfirleitt.
Ég ætla samt að vona að þetta sinnuleysi mitt gangi yfir og vona að ég geti nú komið mér í það að slá um helgina. En stubbahrúgan fyrir framan aðaldyrnar á húsinu fær að vera í friði fyrir mér frmvegis, því ég er búin að fá nóg. Hún getur þá orðið verðugur minnisvarði um þá sem í húsinu búa fyrir mér.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
En þú dugleg í garðinum já láttu stuppana eiga sig láttu aðra um að taka þá eigðu góða hellgi
Kristín Katla Árnadóttir, 27.7.2007 kl. 08:44
Vona nú að þú komist upp úr þessu. Ertu á örorku eða hvað hefurðu til að lifa á? Það er hundfúlt að standa lengi í því að hirða upp skítinn eftir aðra, gerir mann dapran á endanum. Sendi bros og hlýju til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 11:34
Óþolandi svona subberýsfólk, ég sá konu um daginn henda út logandi rettu, sú var nógu fín en í gegn skein sóðabrókin ...... Hertu þig upp og hugsaðu um Krít, um Zou og Heiðu og Brosann þinn! Fáðu þér eitthvað til hressingar í félagsskap einhvers yndislegs félaga!
Atvinnuleysi er afskaplega ömurlegt fyrirbæri! ÆJ, knús á þig dúlla og rífðu þig upp úr skugganum!
www.zordis.com, 27.7.2007 kl. 14:55
Knús til ykkar allra.
Svava frá Strandbergi , 27.7.2007 kl. 15:03
Þetta er kannski bara tími breytinga.
Góðir hlutir gerast hægt manstu..........
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 27.7.2007 kl. 22:41
Já, Ása Hildur ég man það nú þegar þú minnir mig á það. Takk.
Svava frá Strandbergi , 27.7.2007 kl. 23:49
Ehh....sko þetta með að hafa vinnu ...að vinna fyrir einhvern annan se skamtar manni sérkennilega lítil laun fyrir framlagið á láninu á sál, líkama og heila er fáránlegt. f hverju heldurðu að lífsviðurværi þitt sé í annarra manna höndum? Byrjaðu nú á að nota tímann ..þennan magnaða tíma til að skapa þitt eigið lífsviðurværi á þínum eigin forsendum. Gerðu það sem þú elskar mest og mikið af því. Og þaðan muntu finna leið til að lifa best eins og þér einni hentar. Seldu þessa íbúð og fáðu þér það sem þig langar í..vertu þar sem þér líður vel og gerðu allt sem þú vilt. Voila...maður skapar ´ser sitt líf en selur það ekki lægstbjóðanda.
Vertu hugrökk kona og finndu þér leið sem vex og dafnar með þér.
Knús
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 01:43
Satt mælir þú Katrín mín. Ég á að vera hugrökk og selja íbúðina og mála meira og selja myndirnar mínar einhvers staðar í stað þess að væla yfir sígarettustubbum sem ég á ekkert í. Góður vinur minn sem er frægur listmálari hér á landi og víðar hefur sagt þegar hann hefur komið í heimsókn að ég sé vitlaus að sitja bara á öllum myndunum mínum. Nú ætla ég að taka mér tak.
Knús til baka og takk fyrir ábendinguna.
Svava frá Strandbergi , 28.7.2007 kl. 13:31
Já Anna, þetta er líklega alveg rétt hjá þér. Takk fyrir kommentið.
Svava frá Strandbergi , 30.7.2007 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.