Leita í fréttum mbl.is

Sólarhringarnir mínir Acryllitir

 

 

 

 

 

 

 

scan0001

 Sólarhringarnir mínir líða einn af öðrum og fyrr en varir er komið haust og vetur. Það eru heitir og sólríkir dagar og ljúfar og bjartar nætur.
Í byrjun ágúst verður nóttin orðin aldimm og það birtir ekki fyrr en klukkan fjögur að morgni.  Í ágústbyrjun hefst  fjörið á þjóðhátíð í Eyjum þar sem sólarhringarnir renna saman í eitt samfellt ævintýri.  Bálið brennur á Fjósakletti og ástarblossarnir loga í ástföngnum hjörtum.
Ég hef farið á ótal þjóðhátíðar og hver og ein þeirra var líkt og einstök saga út af fyrir sig.
Oftast kom ástin, við sögu í þessum sögum, stundum heilög í ungum brjóstum, en einnig í meinum og sú er ástin heitust sem er bundin meinum. 'Er því best að unna ekki neinum',  segir vísan.
En ég er ekki á sama máli, því það er betra að hafa elskað og misst,  en að hafa aldrei elskað.
Enn trúi ég á ástina og að hún eigi eftir að verða á vegi mínum enn á ný. Kannski ekki endilega á þjóðhátíð úti í Eyjum, heldur allt eins bara úti í bakaríi eða í líkamsræktinni. Ég veit að ''hann er þarna úti einhvers staðar og bíður eins og ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það var fjör í eyjum .... nú verður fjör hjá mér á ströndinni ..... eða bara einhversstaðar annarsstaðar þar sem við hjúfrum okkur saman að kvöldlagi og segjum hvort öðru sögu.  Ég mála og Fjallið spilar á Gítar ... Svo þarf að huga að frekari undirbúningi og skipulagi á sjálfinu fyrir verðandi samsýningu!

Njóttu lífsins og ástin er oft við hliðina á okkur, kanski í bakaríinu, ilmar vel ástin sú!

www.zordis.com, 18.7.2007 kl. 08:57

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hef aldrei  farið á þjóðhátíð út í Eyjum en ég veit það alltaf fjör þar.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.7.2007 kl. 10:12

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð færsla. Ástin er vitamín fyrir sálina. Knús og kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 12:03

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ástin er bara ímyndun! Nema helst matarástin!

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.7.2007 kl. 18:23

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Zordís, kannski ég verði ástfangin af bakaranum. Samsýningin okkar já, nu verðum við að fara að láta hendur standa fram úr ermum og mála eins og brjálaðir listamenn.

Krístín, þú bara verður að fara einu sinni á þjóðhátíð. Það er skylda.

Ásdís, knús til baka.

Siggi, eiga ekki allir hvatir okkar upptök sín í heilanum, eða býr ástin kannski í hjartanu? Ef svo er getur ástin ekki verið ímyndun, því við hugsum ekki og ímyndum okkur með  hjartanu.
En segir ekki einhvers staðar, ' leiðin að hjarta mannsins liggur gegnum magann?  Er því ekki rökrétt að álykta sem svo að ástin eigi upptök sín í maganum, allavega hjá karlkyninu?

Arna, takk.

Svava frá Strandbergi , 19.7.2007 kl. 00:18

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Zordís, kannski ég verði ástfangin af bakaranum. Samsýningin okkar já, nu verðum við að fara að láta hendur standa fram úr ermum og mála eins og brjálaðir listamenn.

Krístín, þú bara verður að fara einu sinni á þjóðhátíð. Það er skylda.

Ásdís, knús til baka.

Siggi, eiga ekki allir hvatir okkar upptök sín í heilanum, eða býr ástin kannski í hjartanu? Ef svo er getur ástin ekki verið ímyndun, því við hugsum ekki og ímyndum okkur með  hjartanu.
En segir ekki einhvers staðar, ' leiðin að hjarta mannsins liggur gegnum magann?  Er því ekki rökrétt að álykta sem svo að ástin eigi upptök sín í maganum, allavega hjá karlkyninu?

Arna, takk.

Svava frá Strandbergi , 19.7.2007 kl. 00:27

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér fannst þetta svo merkilegt sem ég skrifaði að ég varð að tvítaka það.

Svava frá Strandbergi , 19.7.2007 kl. 01:10

8 Smámynd: Agný

Það er rétt hjá þér Guðný að sólarhringarnir líða hver af öðrum, þó svo í sumar sé búið að vera enginn munur á nóttu sem degi ( ég er náttugla..) og ég elska kyrrðina sem er þegar flestir eru hrjótandi í bólinu.... Þegar maður var barn þá var maður að bíða eftir því að eitthvað myndi ske.....þegar maður er orðinn gamall er maður að bíða eftir að tíminn líði en um miðbik æfinnar skilur maður ekkert í því hvert tíminn flaug.... Þannig að ég áætla að núna sé ég í blóma lífs míns

En með ástina....hún finnur mann sjálf þegar fólk hættir að leita að henni....og stundum horfir fólk of langt og sér ekki það sem var alltaf við hliðina á því...leitar sem sé langt yfir skammt....

Ég er sammála þér með að það sé betra að hafa elskað þó svo maður hafi misst, því að reynslan kemur ekki bara í meðbyr heldur líka mótvindi...

 Verum þakklát fyrir alla þá sem að hafa gefið okkur ást og kærleika og líka þakklát fyrir þá sem hafa viljað taka við okkar ást og kærleika, það eru nefmilega ótrúlega margir sem hvorugt hafa upplifað......ja eða þora ekki að leyfa sér að elska af ótta við að ástin verði ekki eilíf....en hvað er eilíft? Eru ekki bara allir hlutir og allt breytilegt?.....

Agný, 19.7.2007 kl. 14:26

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Jiiii bráðum eru bara 365 sólarhringar þar til sýningin okkar verður veruleiki og ég ekki byrjuð að mála eða skapa neitt nema hugmyndir í kollinum sem eru síbreytilegar. Frá einum sólarhring til annars. Þetta kemst samt allt í samt lag þegar ég finn stúdíóið mitt..kannski verð ég bara að skapa það sjálf. Out of nothing and out of nowhere ...........

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 18:14

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Jú Agný, er ekki allt breytilegt, ég held það, líka ástin?

Katrín, ég er eiginlega ekkert byrjuð að mála. Ef ég þekki mig rétt dreg ég allt á langinn  og tek svo svaka skorpu þegar ég er komin í tímaþröng. 

Svava frá Strandbergi , 19.7.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband