Leita í fréttum mbl.is

Mýmörg mý

Ég kíkti uppí sumarbústað við Úlfljótsvatn sem sonur minn og fjölskylda voru með um helgina. Ég hef aldrei komið þarna áður og mér finnst það undarlegt að endalaust uppgötvar maður áður ókannaðar slóðir á suðurlandi.
Elísa Marie ömmustelpa sex ára var ofsalega hrifin af spröngurólunni og mátti varla vera að því að tala við ömmu sína. Annars virtist hún líka vera ansi hrifin af sjö ára gæja sem sveiflaði sér í spröngunni með miklum tilþrifum. Pabbi hennar trúði mér fyrir því að Elísa Marie væri samt þegar komin með kærasta fyrir, þó aldurinn væri aðeins sex ár. Unnustinn tilkynnti pabba hennar  um daginn að hann væri strax búinn að stela fyrsta kossinum frá ungu stúlkunni .
Ég held að Elísa Marie ætli að verða mesta piltagull enda er hún gullfalleg og ég held meira að segja að stelpuskottið vita af því enda elskar hún að láta taka myndir af sér.
Daníel fjögra ára lagði ekki í róluna en dundaði við að mála vatnslitamyndir eins og amma gerir. Hann var með sniðuga aðferð við vatnslitunina sem ég ætla að stela frá honum. Hann dýfði ekki penslunum í vatn í krukku eins og ég geri,  heldur sprautaði hann vatninu með vatnsbyssu á litina og setti svo penslana beint á blauta litina og málaði þannig. Ég er viss um að hann verður heimsfrægur framúrstefnu vatnslitamálari fyrir vikið.
Ég gat eiginlega ekket verið úti við þarna því loftið var svart af mýi og eftir að ein flugan lenti í auganu á mér og önnur inni í eyranu var ég mestan partinn inni við og sat heima meðan allir aðrir fóru út á vatn að veiða. Ég náði samt að stela einni blágresisplöntu áður en mýið gerði útaf við mig og sem á að fara niður í beð í garðinum heima.
Tító var ósköp feginn að sjá mig þegar ég kom heim enda má hann varla af mér sjá síðan ég kom heim frá Krít.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Litli drengurinn ætlar að verða eins og þú en litla daman  verður sennilega fyrirsæta. Hvernig líst þá ?? Æi litli tító þinn.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.7.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Kristín, kannski verður það þannig með börnin, það er aldrei að vita. Ég held mér litist bara ágætlega á það en myndi þó óska að Elísa Marie menntaði sig þó hún yrði fyrirsæta eins og hana virðist langa til. Tító er búinn að elta mig mjálmandi um allt síðan ég kom heim og liggur nú í fanginu á mér á meðan ég blogga. Ég segi það einu sinni enn, Guði sé lof fyrir að hann er ekki ljón. Ég held að ég myndi ekki meika það að blogga með ljón í kjöltunni þó mér þætti vænt um það. 

Svava frá Strandbergi , 15.7.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vont að vera búin að fá grátmikla nágranna og hávaðasama.  Knús á Tító. Vonandi ræktar peyinn listina í sér. 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 22:08

4 Smámynd: www.zordis.com

Gott ad ná sér í plöntur hér og zar ...... sagt er ad zaer dafni betur zegar zaer eru fengnar med misgódum haetti.  Litli snádinn kippir í kyn og zad verdur gaman ad fylgjast med ykkur!  Gaetud gert mynd saman ..............  Knús og kossar yfir hafid.

www.zordis.com, 15.7.2007 kl. 23:11

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já Ásdís, ég er að vona að peyinn verði mikill listamaður. Skila knúsinu til Títós. 

Zordís, ég stel blómum og afleggjurum hvar sem ég get og þetta vex allt saman hjá mér. Ég veit ekki hvað í ósköpunum ég á að gera við allt blómahafið sólsvölunum ef ég flyt héðan eins og mig langar til. Ég mun líka sakna garðsins sem ég hannaði sjálf og plantaði ein í hann trjám, runnum og fjölærum plöntum. Ætli garðuinn fari ekki í órækt þegar ég er farin úr húsinu. Knús til þín. 

Svava frá Strandbergi , 15.7.2007 kl. 23:58

6 Smámynd: www.zordis.com

Þú skilur þá allavega eftir þig fegurð sem einhver annar tekur að sér!  Já þú ættir að koma í portið mitt þar er ég komin með plöntur sem eru komnar hátt á 3ja mtr.  Nánast allar eru keyptar af Sígaunakonu "vinkonu" minni sem er algjört perla, svona svört!

Falleg blómin eru lífsgjafi eins og amma heitin hefði sennilega komist að orði!

www.zordis.com, 16.7.2007 kl. 23:20

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Svartar perlur eru sjaldgæfar og fagrar. Kannski maður eigi eftir að kíkja einhvern tímann í portið þitt þegar maður á leið hjá. Ég var einmitt úti á sólsvölum í kvöld að endurskipuleggja niðurröðunina á plöntunum mínum en þær eru nú ekki eins háar og þínar en fallegar samt.

Svava frá Strandbergi , 16.7.2007 kl. 23:38

8 identicon

Mér kom til hugar lag sem ég heyrði raulað í gamla daga.

Mý, mý mý mý mý, mý mý mý mý, mýmörg mý...

Mý, mý mý mý mý, mý mý mý mý, mýmörg mý...

Mý, mý mý mý mý, mý mý mý mý, mýmörg mý...

Mý, mý mý mý mý, mý mý mý mý,

mýmargir erum við Mýrdælingar.

Mýrdælingur (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 02:01

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er sniðug vísa.

Svava frá Strandbergi , 17.7.2007 kl. 03:30

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Langafi minn fæddist í Mýrdal en flutti þaðan til Eyja.

Svava frá Strandbergi , 17.7.2007 kl. 03:32

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Helvítis mýið

Jóna Á. Gísladóttir, 17.7.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband