26.6.2007 | 01:12
'Eins og brenndur snúður heim'?
Ég sit hérna við tölvuna við hliðina á galopnum vesturglugganum og glápi á sólarlagið með öðru auganu meðan ég blogga. Kettirnir mínir, Tító og Gosi hanga hálfir út um gluggann og glápa líka, ekki þó á sólarlagið, þeir eru ekki svo rómantískir kattarforsmánirnar, nei þeir hafa meiri áhuga á biðurkollufræjunum sem fjúka framhjá glugganum.
Tító hefur þó varan á sér, minnugur máva árásarinnar fyrir nokkrum dögum, því það situr vígalegur mávur á næsta ljósastaur. Þessi mávur dirfðist líka að hringsóla gargandi yfir mér úti í garði áðan, en settist svo á ljósastaurinn rétt hjá mér.
Ég var eiginlega hálfhrædd við hann og datt í hug í alvöru hvort hann myndi kannski leggja í það að ráðast á mig? Hann hafði nú ekki hugrekki til þess, enda eins gott fyrir hann því þó ég væri hrædd við hann, ætlaði ég að verjast í lengstu lög og hefna harma Títós líka.
Já, ég er nýkomin utan úr garði, var að vökva blómaræksnin eftir þennan sólríka dag. Mér finnst ansi heitt úti en þó er heitara en í Helvíti, þar sem leið mín liggur eftir fáeina daga. Ég sá það á netinu í morgun að þarna við Miðjarðarhafið á Krít, nálægt Chania, sem er áfangastaðurinn er 42 stiga hiti!
Það er nebbnilega það! Ég hef einu sinni verið í 43 stiga hita í Californiu fyrir þrjátíu árum, þegar ég var ung og fær í flestan sjó, en ég lagðist samt í rúmið þá, ásamt tveggja ára syni mínum sem steyptist allur út í eldrauðum hitabólum. Vegna þessarrar slæmu reynslu minnar aftur í grárri forneskju fékk ég náttúrulega hálfgert móðursýkiskast yfir því að ætla nú að ferðast í annan álíka suðupott á Krít og það þrjátíu árum eldri og hrumari, en þegar ég ung og hraust eins og fyrr segir, lenti í hitabylgjunni í USA .
Ég myndi örugglega ekki sleppa svona billega í þetta sinn, að þurfa bara að leggjast í rúmið. Nei ég var sjúr á því ég myndi þurfa að liggja í kistu, eftir örstutta dvöl á hinni sólríku Krít, sem sótsvart kolbrunnið lík, tilbúin til þess að láta skutla mér heim oní svala og kælandi moldina heima á Fróni.
Í þessum svartýnis hugleiðingum hringdi ég í bróður minn og sagði honum mínar farir ekki sléttar, en hann hló bara góðlátlega að mér. Sagði að hann hefði það eftir sínum öruggu heimildum að veðrið yrði komið niður í þægileg 32 stig þegar ég væri komin á áfangastað.
Svo ég er öllu rórri þó ég sé flughrædd líka og því verður stefnan tekin á Krít á fljúgandi 'fullri' ferð.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:58 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 195793
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er ansi heitt við miðjarðarhafið þessa dagana, vonandi verður svalara þegar þú kemur í hlaðvarpan á Krít.
Jens Sigurjónsson, 26.6.2007 kl. 01:26
OHHH ég sem elska sól og hita og þoli bæði vildi sko gjarnan skifta við þig og fara þarna....... En það yrði sko að vera frítt því ég finn ekki peningatréð ennþá. Kanski ég sé of neikvæð...en var búin að senda alveg og hugsa allt jákvætt í sambandi við afmælið mitt..sem er alveg á næstu grösum... meira að segja búin að búa til rétta slagorðið.... Jæja..slagorðið mega þá aðrir fá seinna..... En skemmtu þér vel og hugsaðu til mín þegar þú ert að stikna
Agný, 26.6.2007 kl. 02:10
Ég ætlaði nefnilega að vera í útlöndum núna og í tvær vikur..... en hér sit ég og get ekki betur....
Agný, 26.6.2007 kl. 02:12
Takk Jens og til hamingju með væntanlegt afmæli Agný.
Svava frá Strandbergi , 26.6.2007 kl. 02:49
Þetta verður frábært frí, og þú verður bara enn sælli og glaðari yfir því vegna þess að þú sleppur við þennan mikla hita.
Ester Sveinbjarnardóttir, 26.6.2007 kl. 08:18
Ég fer á laugardaginn Arna. Afsakið öll hvað ég hef verið léleg að kommment a hjá ykkur undanfarið, ég hef bara verið svo busy.
Svava frá Strandbergi , 26.6.2007 kl. 09:38
Ég lendi í svona hitabylgju líka í USA þetta var hræðilegt ég man að kastaði upp en vonandi verður ekki svona heitt þegar þú verð þangað skemmtu þér vel.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.6.2007 kl. 09:40
Takk Kristín mín.
Svava frá Strandbergi , 26.6.2007 kl. 09:43
Jú, það væri upplagt Guðmundur að kaupa mávastellið handa Tító, en ætli það fáist ennþá?
Svava frá Strandbergi , 26.6.2007 kl. 14:54
Iss við förum létt með þetta! Þessi hiti vogar sér ekki að þvælast fyrir okkur
Heiða B. Heiðars, 26.6.2007 kl. 14:58
Já Heiða við þurfum bara að útvega okkur viftur sem eru þannig útbúnar að þær eru festar með stöng við gjörð sem við spennum efst utan um hausinn á okkur Svona hausvifta myndi náttúrulega kæla okkur alveg niður úr öllu valdi.
Svava frá Strandbergi , 26.6.2007 kl. 15:21
Ég er með enn betri hugmynd! Ætla að finna mér sætan mann... grískan guð, til að elta mig um allt veifandi fjöðrum
Heiða B. Heiðars, 26.6.2007 kl. 15:30
Já það er satt, ég var alveg búin að gleyma því! Ég ætlaði líka að finna mér sætan mann, grískan að sjálfsögðu. Veit ekki hvort ég hef sjens í einhvern guðinn, en sendiboði guðanna Hermes gæti orðið góður kostur. Hann myndi kannski taka mig með í smáútsýnisflug og kæla mig niður í leiðinni uppi í háloftunum. Þá myndi ég aldeilis verða hátt uppi og líta niður á ykkur hin, haha!.
Svava frá Strandbergi , 26.6.2007 kl. 16:08
Ég
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.6.2007 kl. 16:43
Ég hvað?
Svava frá Strandbergi , 26.6.2007 kl. 16:46
Ég var að skoða nýjustu spá og nú er gjört ráð fyrir 60 stiga hita á Krít einmitt þegar þú verður þar. Jarðvísindamenn eiga líka von á ógnarskjálfta upp á 8,9 á Richter á næstunni og svo er víst yfirvofandi gos á Santorini en þar varð einmitt eldgosið mikla sem lagði elstu Krítarmenninguna í rústir. Það er alltaf gaman að taka þátt í sögulegum stórtíðindum hvort sem maður er nú dauður eða lifandi eða jafnvel lifandi dauður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.6.2007 kl. 16:47
Okey! þá hraðsteikjumst við bara í góða veðrinu, eða þá að jörðin gleypir okkur lifandi í jarðskjálftanum. En mér finnst þriðji og síðasti kosturinn skástur að við gröfumst í fyrirvaralausu, baneitruðu öskugosi frá Santorini. Svona svipað og gerðist í, (æ ég man ekki hvað í andsk.. það heitir í augnablikinu) Við verðum svo grafin upp sem steingerðar múmíur okkar eftir nokkur þúsund ár. Þá verður maður allavega heimsfrægur þó seint sé. Við verðum þá líklegast öll með göt á rassgatinu, eins og múmían margrómaða í British Museum.
Svava frá Strandbergi , 26.6.2007 kl. 17:12
Hva, er bloggvinaferd til Krít ? Zad verdur alldeilils fjör hjá ykkur. Bid ad heilsa Krítarkonunni.
www.zordis.com, 26.6.2007 kl. 18:37
Góða skemmtun Guðný mín, þetta verður örugglega frábært og ég skil þetta með hitann, of mikið er ekki fyrir mig heldur. Hvar verða kisurnar? Besu kveðjur þín verður saknað, kannski geturður bloggað á Krít.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 20:10
Já zordís, við erum þrjú frækin að fara til Krítar. Skila kveðjunni frá þér.
Ásdís, takk, sonur minn ætlar að koma tvisvar á dag til þess að hugsa um kisurnar, svo þarf ég að kenna honum hvernig hann á að vökva alla blómaflóruna á sólsvölunum, ef hann þá nennir því. Nei ég get ekki bloggað á Krít held ég, er ekki með fartölvu.
Svava frá Strandbergi , 26.6.2007 kl. 21:52
LOL
gerður rósa gunnarsdóttir, 26.6.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.