4.6.2007 | 15:49
Ég vil trúa á skrímslið. En ég hef gert uppgötvun aldarinnar!
Mér finnst allar sögur um skrímsli, tröll, álfa, huldufólk, nykra og fleiri furðuverur svo heillandi. En ég hef ekki mikla trú á tilvist skrímslisins í Loch Ness þó ég trúi hálfpartinn á huldufólk og aðrar víddir, því það er svo margt sem við skynjum almennt ekki.
En skrímslið í Loch Ness tel ég vera þjóðsögu eina líkt og sagan um orminn í Skorradalsvatni. Mig minnir að hann hafi þannig tilkomið að heimasætan á Grund, einum bænum í dalnum lagði orm á gull sitt og geymdi í smáskríni. Ormurinn óx hins vegar hratt og braust loks út úr skríninu og stefndi beint í vatnið þar sem hann hefur haldið til æ síðan.
Ég eyddi einu sumri við Skorradalsvatn þegar ég var 13 ára og ég man að þá trúði ég hálft í hvoru á tilvist ormsins í vatninu, því vatnið var bæði djúpt og dularfullt. Svo var það líka langt og mjótt eins og ormur.
Það er svipað með Lagarfljót en þar á að búa skrímslið, Lagarfljótsormurinn og það er skrýtið að Lagarfljót er einmitt líka svona langt og mjótt eins og Skorradalsvatn og Loch Ness vatnið.
Svona þjóðsögur og mýtur eru lífseigar af því þær krydda tilveruna og ekki er verra ef hægt er að hafa einhverjar tekjur af þeim eins og raunin er með Loch Ness skrímslið.
Ég lærði anatomyu í Myndlista og handíðaskólanum og hef gaman af því að teikna mannslíkamann og nú þegar ég horfði á þessa frægu mynd af Nessý rann upp fyrir mér ljós.
Myndin er af mannshandlegg og hendi sem beygð er í ákveðna stellingu til þess að líkjast sem mest einhvers konar höfði.
Ofanverð öxlin á manninum og upphandleggurinn mótar búkinn á Nessý en framhandleggurinn hálsinn og höndin myndar höfuðið, að öðru leyti er maðurinn undir vatns yfirborðinu. Þetta er frekar þrekinn handleggur af stæltum karlmanni. Ljósmyndin af handleggnum og hendinni er tekinn þannig að ytri jaðar handarinnar vísar fram í myndina en ef vel er að gáð sést glitta í þumalfingurinn sem snýr inn í myndina frá áhorfandanum.
Nessie eða otur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Ég er sjúr á því að þetta er reyndin, sérðu ekki móta fyrir þumalfinum á hendinni sem á að vera hausinn á Nessý?
Svava frá Strandbergi , 4.6.2007 kl. 16:21
Mjög fín skíring. Myndin gæti verið tekin í sundlaug.
Snorri Hansson, 4.6.2007 kl. 17:17
Já alveg eins.
Svava frá Strandbergi , 4.6.2007 kl. 17:58
Kanski þetta sé handleggur á risa á sundi?
Agný, 4.6.2007 kl. 19:03
Já það skyldi þó aldrei vera að Nessý væri bara venjulegur risi sem fær sér stundum sundsprett í vatninu.
Svava frá Strandbergi , 4.6.2007 kl. 20:04
Magnús Ólafsson sundkappi úr Zorlákshöfn! Zad var zá aldrei ad hans ungu ár nádu til fyrri ára! Zú ert flottust Gudný Svava!
www.zordis.com, 4.6.2007 kl. 21:07
Frábær pæling. En mér datt í hug þegar þú nefndir að úr lofti séð séu vötninn eins og ormar, eru þetta þá ekki geimverur sem hafa gefið okkur þessar skýringar. Eru þá kannski geimverur gangandi um á meðal okkar??? who knows..
Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 22:08
Við deilum greinilega ýmsum áhugamálum. Þetta er frábær skýring hjá þér. Verst við svona skýringar sem eru trúverðugar að þá tapast ævintýrið. En ég hélt þessi saga ætti við Lagarfljótið en þar hef ég eytt löngum stundum með börnum mínum og barnabarni við að reyna að sjá orminn. Það er svo gaman að hafa þessa trú á það sem við getum hvorki sannað né afsannað. Svona sögur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ekki síst þegar ferðast er um landið og tekst að tengja þær við örnefnin.
Ása Hildur Guðjónsdóttir, 4.6.2007 kl. 23:01
ekki svo galin skíring.
Jens Sigurjónsson, 4.6.2007 kl. 23:11
Ásdís, já hver veit nema geimverur hafi gefið okkur þessar skýringar. Ég er allavega sannfærð um tilvist þeirra. Jörðin er mjög ólíklega eina plánetan í geimnum sem skynigæddar lífverur þrífast á.
Já Ása Hildur greinilega deilum við ýmsum áhugamálum. Mér finnst gaman að gera skartgripi t.d. eins og þú og seldi þá eitt sinn í galleryi hér í borg. Mér finnst þínir skartgripir frábærir. Ég var líka eitt sinn í áhugaleikflokkni úti á landi þó lítið væri um leik hjá mér. En það er satt það er gaman að sögunum þær eru eitt af því sem gefur lífinu gildi, trúin á það sem við kannski aldrei getum sannað. Sagan á líka við Lagarfljótið eins og Skorradalsvatn og Loch Ness.
Takk Jens fyrir að finnast þessi skýring ekki svo galin.
Svava frá Strandbergi , 4.6.2007 kl. 23:34
Já ég sammála Jens það er svo gaman að hafa þessa trú.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.6.2007 kl. 09:46
Það sem mig langar að vita er; hvað er anatomya?
Jóna Á. Gísladóttir, 5.6.2007 kl. 21:48
Ja. Jóna ég er ekki viss um hvað það er kallað á íslensku. En ég kalla það
bara líkams byggingu. Kennt er hvernig á að teikna alla beinagrindina og
þekkja hana einnig hvar og hvernig allir vöðvar eru festir á líkamann og hvernig þeir eru í laginu bæði þegar þeir eru slakir og spenntir.
Svava frá Strandbergi , 6.6.2007 kl. 08:43
Ég er búinn að vera að velta fyrir mér hinum og þessum skrímslum sem hafa sést í hinum og þessum vötnum, og lagarfljíts orminum líka. Þú ert gjörsamlega búin að leysa þessa gátu fyrir mér, hér er þetta allt á hreinu, maður á sundi, máské alvega að drukkna.
Glæsi.
Kveðja:
Sigfús Sigurþórsson., 6.6.2007 kl. 15:26
´... bara venjulegur risi sem fær sér stundum sundsprett ...´ HAHAHAHAHA...
gerður rósa gunnarsdóttir, 6.6.2007 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.