24.5.2007 | 09:30
'Út úr heiminum'
Ég er búin að vera meira og minna uppdópuð og útúr heiminum af parkódín forte áti undanfarna daga vegna mænuþrengslanna. Maður fer bara að verða hræddur um að verða forfallinn, viðvarandi dópisti. En þetta stendur allt til bóta því ég talaði við taugaskurðlækninn eldsnemma í morgun og hann ætlar að skera mig upp, alla vega ætlar hann ekki að skera mig niður sem betur fer, hjúkk! Hvað ég er fegin!
Ég vona bara að ég fari ekki á hausinn við að þurfa að þiggja sjúkradagpeninga og missa atvinnuleysisbæturnar. Samt hef ég nú ekki svo miklar áhyggjur af því sökum þess að það hringdi í mig félagsráðgjafi í gær. Já, ég veit að það hljómar ótrúlega að félagsráðgjafi hafi hringt í mig því venjulega eru þeir mjög uppteknir og mega heavy erfitt að fá viðtal við þá.
En þessi var að tilkynna mér að ég fengi úthlutaða ferðaþjónustu fatlaðra. Mikið var!! Þá þarf maður ekki lengur að splæsa svona oft í leigubíla. Semsagt ég er opinberlega orðin fatlað fól, alla veganna þar til ég verð skorin, ef aðgerðin heppnast það er að segja, en auðvitað er ég bjartsýn.
Já, ég gleymdi aðalpointinu i þessu, þessu með óttann við það að fara á hausinn, ég má nefnilega alls ekki við þvi að fara á hausinn, þar sem ég er svoddan klikkhaus fyrir.
Jæja, félagsráðgjafinn sagði að ég myndi fá félagslega aðstoð ef í hart færi fjárhagslega. Ég verð víst að kyngja stoltinu og segja já takk við því góða boði. Það er ekki á hverjum degi sem manni eru boðnir beinharðir peningar svona að fyrrabragði.
Svo sendi hún Ester bloggvinkona mín, mér reiki í gær. Það verður að duga, að senda mér það svona í pósti, þangað til ég skána svo mikið að ég komist niður tröppurnar onaf þriðju hæð og geti farið til hennar í eigin persónu.
En Guðmundur góði og Heiða, kaffiboðið stendur á föstudaginn klukkan fjögur ef þið komist og líka bara ef þið viljið bara vera svo góð að horfa framhjá öllu draslinu og kattarhárunum út um allt.
Já það er gott að eiga góða að. Systir mín elskuleg kom svo til mín í gær með smá fæðubirgðir, svo ég er bara í góðum málum.
En nú ætla ég að fara að leggja mig aftur.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Fólk
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
- Helgi hættir og óviss með framhaldið
- 100% frá hjartanu
- Þetta eru söngvar lífsins
- Jessica Alba biður um frið
- Gugga í Gúmmíbát og Patrekur Jaime deildu kossi
- Jörðin hvorki flöt né kringlótt
Athugasemdir
Þetta er ljótt að heyra en gott að þú færð aðstoð vonandi að allt
gangi vel hjá þér Ps góðan bata.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.5.2007 kl. 09:47
Vonandi nærð þú þér fljótt.
Jens Sigurjónsson, 24.5.2007 kl. 11:37
Þakka ykkur fyrir.
Svava frá Strandbergi , 24.5.2007 kl. 12:18
Voðalega eru þeir hupplegir hjá Féló eitthvað ;) Við stofnum bara bakveikinýlendu hérna á Krít og kaupum okkur góða manneskju til að gera húsverk og garðverk, versla og elda oní okkur aumingjana þegar við nennum því ekki. Það væri ekki vitlaust.
gerður rósa gunnarsdóttir, 24.5.2007 kl. 13:43
Ég væri til í að fara til Krítar og setjast þar að og gefa skít í þetta allt saman eins og Siggi bríðir var að hvetja mig til að gera.
Svava frá Strandbergi , 24.5.2007 kl. 15:03
Gerðu það þá bara. Það eru hérna fleiri íbúðir, 2ja herbergja, í húsinu. Örugglega hægt að fá á ágætis prís á langtímaleigu. Segjum 2-300 evrur á mánuði (giska). Á ég að athuga málið fyrir þig? Hvenær ætlarðu að koma :)
gerður rósa gunnarsdóttir, 24.5.2007 kl. 15:09
Skrapp og spurði, kostar 220-250 evrur á mánuði ef leigt í ár ;) Það er þá eitthvað rúmlega 20.000 kr.
Ég er ekkert að djóka. Það er alveg hráslagalegt hérna á veturna stundum, en þó alltaf sól inn á milli og hundrað sinnum skárra veðurfar en á Íslandi. Og hægt að gera allskonar skemmtilegt.
gerður rósa gunnarsdóttir, 24.5.2007 kl. 15:15
Gætum keypt bíl saman og frystikistu og þvottavél og verið ægilega hagkvæmar. Verið með svona listamanna- og bak- og léttgeðveikrakommúnu.
Þetta er gargandi snilld bara.
gerður rósa gunnarsdóttir, 24.5.2007 kl. 15:23
Ég er að hugsa um að koma þegar Tító hefur safnast til feðra sinna. Ég meina það ég væri alveg til í að prufa að búa á Krít, Verst með þúsundfætlurnar, en ég hlýt að venjast þeim. Kannski maður kynnist líka einhverjum æðislega krúttlegum Krítverja til þess að eyða ellinni með. En nú þarf ég fyrst og fremst að hugsa um þennan fjandans uppskurð sem stendur til að ég fari í einhvern tíma í næsta mánuði. Svo er maður einar fjórar vikur að jafna sig. Ég gæti leigt íbúðina mína hérna út fyrir 100 þús. kr. á mánuði svo þetta myndi aldeilis borga sig.
Svava frá Strandbergi , 24.5.2007 kl. 15:24
Er ekki magnað hvað það er hægt að lifa ódýrt ef maður bara kemur sér af skerinu??'Held það væri ráð að skoða þetta..ég geng með þann draum í maganum að fara suður á bóginn þegar krakkarnir fara að heiman í háskólann...búa bara í litlum kofa niður við strönd og chilla..hver nennir þessu argaÞrasi og stressi allt lífið?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 15:49
Nei einmitt að taka Tító með! Þetta er alger kattaparadís. Það er köttur hérna sem fyrri leigjendur áttu, þau eru búin að sækja hann fimm sinnum en hann finnur alltaf leiðina til baka einhvernveginn þó það séu nokkrir kílómetrar. Hann neitar að flytja héðan. Og ég er ekkert hissa. Ég get frætt þig á því hvaða pappíra þarf að hafa fyrir köttinn; ég flutti 2 hunda frá Krít til Íslands, og svo ári seinna aftur til baka. Það þarf ekki að setja í einangrun eða neitt Ísland-Krít. Bara öfugt.
gerður rósa gunnarsdóttir, 24.5.2007 kl. 18:41
Já zoa það er nefnilega málið að kettir eru ennþá bundnari heimili sínu en eigendum og Tító er búinn að vera inniköttur í níu ár. Þekkir ekki annan heim heldur en þessa íbúð. Ég reyndi einu sinni að fara með hann út í garð og hann varð svo hræddur að hann stökk uppá bakið á mér og læsti í mig klónum alveg á kaf. Hann er líka nýrnaveikur er með þvag og eiturefni í blóðinu svo ég er alltaf með annan fótinn uppá Dýraspítala með hann. það er búið að draga úr honum fimm tennur vegna nýrnaveikinnar og einu sinni fylltust lungun af vatni. Hann hætti að anda í síðustu svæfingu. Þannig að Tító myndi aldrei lifa það af að flytja af sínu yfirráðasvæði sem er íbúðin mín. Ég tala nú ekki um ef hann þarf að verja sig fyrri ókunnum heimavönum köttum. Annars ætla ég að spyrja dýralækninn að þessu hvort þetta sé ekki rétt. Tító er af sérstöku kyni sem verður ekki eldra en níu til 10 ára og hann verður níu ára í nóvember. Ég held ég verði því að bíða zoa mín.
Svava frá Strandbergi , 24.5.2007 kl. 20:06
En dapurt að heyra með veikindin en það góða við allt er að þú færð óskandi lausn þjáninga þinna! Spáðu bara í því að prófa Krít í 1 til 2ár og svo lifir þú á mismuninum sem þú færð af þinni eign á klakanum! Lífið er til að njóta þess ... Það sagði mamma mín
www.zordis.com, 24.5.2007 kl. 20:19
Ljós til þín
Ester Sveinbjarnardóttir, 24.5.2007 kl. 21:08
Guð hvað ég skil þig. Húsbandið mitt hrundi einu sinni enn í dag og nú ætla Ég að stjórna meðferðinni. Hann er byrjaður á parkó forte og ég ætla bara að mæta með hann á Borgó á morgun. Baráttukveðjur.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.5.2007 kl. 21:46
Takk kæru bloggvinkonur.
Svava frá Strandbergi , 24.5.2007 kl. 23:42
Þú hefur nú alltaf verið út úr heiminum! Og mér sýnist af sjúkdómslýsingunum að dæma að það væri kannski hagkvæmara að þið Zoa keyptuð líkkistu fremur en frystikistu! Klíptu svo Tító duglega í skottið frá mér!
Bróðurleg kveðja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2007 kl. 00:48
Ég var einmitt að lesa um nunnu eina sem svaf í líkkistunni sinni í 20 ár. Mér fannst það nokkuð sniðug hugmynd.
Það verður auðvitað að hugsa um heill og hamingju kattarins. En varstu ekki með annan kött líka?
gerður rósa gunnarsdóttir, 25.5.2007 kl. 06:42
Jú ég er með annan kött. Hann er miklu yngri og alheilbrigður enda er hann blendingur. Hann er líka allt annar persónuleiki, er t.d. einu sinni búinn að fljúga út um gluggann ofan af þriðju hæð. Hann var að heiman í hálfan dag og kom svo til baka rétta leið að dyrunum þó hann hefði kosið að fara út um gluggann. Hann myndi plumma sig ágætlega á Krít.
Svava frá Strandbergi , 25.5.2007 kl. 06:54
Siggi auðvitað myndum við kaupa bæði frystikistu og líkkistu. Ég gæti sofið í líkkistunni eins og nunnan sem ég var reyndar líka búin að lesa um . Þá væri ég ready til að skutla mér í gröfina þegar þar að kæmi. Það myndi spara mikinn tíma og fyrirhöfn.
Svava frá Strandbergi , 25.5.2007 kl. 07:00
Á svo að geyma líkið í frystikistunni eða ... ? Og á svo að hakka það í spað sem fæðu fyrir kettina og hin dýrin? Mér finnst þetta allt orðið mjög krítískt horrorástand.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2007 kl. 10:37
Ég hugsa að frystikistur séu tilvaldar líkkistur ef maður gefur upp öndina í júlí eða ágúst, því maður myndi byrja að rotna svo fljótt í hitanum.
Nú er komið efni í ágætis horrorsögu: bloggarinn sem plataði til sín allskonar fólk í heimsókn og hakkaði þá og pakkaði í frystikistu handa öllum hundunum sínum. Og hænunum. Og eldaði þá jafnvel oní annað fólk sem kom í heimsókn. Svaka grillveisla. Jammí.
gerður rósa gunnarsdóttir, 25.5.2007 kl. 19:19
Ég verð þá að koma á undan Sigga og drepast hjá þér, þá geturðu boðið Sigga upp á Svövusteik, hohohoho
Svava frá Strandbergi , 26.5.2007 kl. 14:40
Ég held ég haldi mig nú bara heima.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.5.2007 kl. 18:04
Eins og ég verð góð á bragðið og hryggurinn nýskorinn og fínn.
Svava frá Strandbergi , 26.5.2007 kl. 18:50
Ég vona bara að allt gangi vel hjá þér En hefur þú ekki prófað að fara í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð? Það gæti verið að það hefði losað þig við að fara í aðgerð..
Agný, 28.5.2007 kl. 22:05
Já Agný, þú segir nokkuð ég ætla að athuga það.
Svava frá Strandbergi , 29.5.2007 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.