23.5.2007 | 02:46
Jæja, þá er ríkisstjórnin komin á koppinn ..
..og þá er bara að vona að hún geri eitthvað í hann.
En mikil skelfing er maður fegin að vera laus við Framsókn úr ríkisstjórninni. Ég vona bara til Guðs að Samfylkingin falli ekki í sömu gryfjuna og frammararnir og endi líka sem aftanívagn á limmósínu sjallana.
Ég er ánægð með að Jóhanna Sigurðardóttir hafi loks fengið sinn langþráða tíma og ég held bara að hún komi til með að gera góða hluti sem velferðarráðherra. Ekki veitir af að bæta hag barnafjölskyldna og lífeyrisþega.
Guðlaug Þór heilbrigðisráðherra er ég ekki jafn viss um að geri það eins gott í heilbrigðiskerfinu með fullri virðingu fyrir honum sem persónu. Það sópar að honum og ég vissi það um leið og ég sá hann í fyrsta sinn að þessi strákur ætti eftir að ná langt.
En ég er hrædd um að hann einkavæði heilbrigðiskerfið og það fari á versta veg.
Vonandi endar það samt ekki með því að láglaunafólk missi allt sitt fyrir utan heilsuna, ef það veikist alvarlega, eins og tíðkast í Amríkunni.
Þorgerður Katrín er náttúrulega eins og hinn hvíti stormsveipur í menntamálunum. Hún mætti samt alveg huga betur að endurmenntun öryrkja og annars fatlaðs fólks til þess að koma því aftur út á vinnumarkaðinn.
Það myndi spara ríkinu stórfé fyrir utan það að bæta andlega og líkamlega heilsu þeirra sem á þyrftu að halda.
Ingibjörg Sólrún sjálfur höfuðpaurinn í Samfylkingunni skín eins og sólstafur í gegnum góðviðrisský í sínu nýja hlutverki sem utanríkisráðfrú og ber nafn með rentu.
Ég vona svo sannarlega að hún hugi alvarlega að Evrópumálunum. Það myndi kannski verða til þess að Ísland verði ekki lengur einna frægast fyrir það að vera það ríki, þar sem fæði og húsnæði er hvað dýrast í hinum vestræna heimi.
Geir H. Haarde hef ég lítið um að segja, annað en það, að ég hefði heldur viljað sjá Ingibjörgu í hans sæti og öfugt. Einnig finnst mér stórskrýtið að maður á hans aldri skuli svína svona á konunum í sínum flokki. Hann er með sex ráðherra og þar af er ein kona.
Það hefði heldur betur verið rekið um ramakvein meðal karlanna í flokknum ef hann hefði fyrir utan sjálfan sig sem forsætisráðherra skipað konur í öll hin ráðherraembættin.
Það liggur við að í jafnréttismálum lifi Sjálfstæðisflokkurinn enn þá á steinöld og hananú!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:28 | Facebook
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi verður þetta góð stjórn, og vona svo innilega að verði gert eitthvað gott í heilbrigðsmálum.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.5.2007 kl. 10:11
Nú setur maður allt sitt traust á Guðlauginn. Batakveðjur
Ásdís Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 13:28
Takk Ásdís mín. Vonandi stendur hann sig vel hann Guðlaugur.
Svava frá Strandbergi , 23.5.2007 kl. 14:09
Mátti bara til með að koma við og þakka ljóðið sem þú skildir eftir hjá stelpunni minni!!
Eftir hvern er þetta ljóð?
Heiða B. Heiðars, 23.5.2007 kl. 21:40
Ég held að það sé engum vafa undirorpið, að Samfylkingin er fallin á bólakaf ofan í sömu gryfju og Framsóknarmaddaman var hér um bil drukknuð í. Og það sem meira er: Samfylkingin valdi sér þetta hlutskipti sjálf, sem segir allt sem segja þarf um þennan lítilmótlega stjónmálaflokk.
Jóhannes Ragnarsson, 23.5.2007 kl. 21:58
Heiða, það er eftir mig. Ég gaf syni mínum þetta ljóð þegar hann var mikið veikur eins og önnur dóttir þín er nú. Ljóðið varð til þess að hann sneri við blaðinu og leitaði sér hjálpar. Honum gengur vel í dag. Ég vona að það geti kannski hjálpað dóttur þinni.
Svava frá Strandbergi , 23.5.2007 kl. 22:41
Ég er afar ánægður með það fólk sem valið hefur verið, og eins sæti þeirra.
Geir er á réttum stað, og það er Ingibjörg líka, hef tröllatrú á þessari kommúnu.
Sigfús Sigurþórsson., 24.5.2007 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.