Leita í fréttum mbl.is

Ekki fór vel fyrir mér, mig langar til þess að garga!!

Ég komst ekki til Kanarí í nótt. Ég ofgerði mér á því að taka aðeins til í íbúðinni til þess að koma að henni hreinni þegar ég kæmi heim og svo var allt stússið við að pakka niður. Ég með mína kölkun í hryggnum og þrýsting á mænuna þoldi ekki ekki þessa smátiltekt, enda er venjulega allt í drasli hjá mér.

Ég fór að leggja mig klukkan hálf eitt og átti að vakna hálf fimm til að fara upp á völl. Ekki get ég sagt að ég hafi sofnað. Bakið á mér logaði og taugaverkurinn niður í vinstri fót var svo sár að ég bar varla af mér. Ég tók hverja parkódín forte töfluna á eftir annarri en hafði ekkert upp úr því  annað en liggja í svitabaði í rúminu.

Ég hef aldrei lent í öðru eins og kom ekki dúr á auga fyrir kvölum. Ég sá svo fram á það að svona af sér gengið hró eins og ég myndi aldrei í ofanálag þola fimm til sex klukkutíma flug.

Mig langar að garga! Ég var náttúrulega búin að kaupa gjaldeyri, borga ferðina, búin að pakka öllu niður, íbúðin hrein og fín og hlakkaði til að fara. En svona fór um flugferð þá.

Nú er það eina von mín að fá læknisvottorð svo ég fái endurgreidda ferðina. Ég sé ekki fram á að komast til útlanda framar nema að ég verði skorin upp eins og til stóð. Eða þá að biðja einhverja aðra að koma íbúðina í sæmilegt lag til að skilja við hana í smátíma og pakka svo niður fyrir mig. 

En Tító er glaður, hann vældi svo mikið í gærkvöldi því hann fann á sér að ég var að fara. Nú liggur hann og sefur eins og engill.

 En það er annað sem mig langar til að víkja að. Ég hef ein séð um að hugsa um garðinn hérna við stigaganginn og meira en það því allt sem í honum er af gróðri hef ég kostað og plantað niður með leyfi hinna eigendanna.

Svo slæ ég grasið vikulega á hverju sumri og fæ vinsamlegast borgað fyrir það, klippi kantana á beðunum og reyti arfa.

En nú er garðurinn allt í einu orðinn að parkeringsplássi fyrir einn tjaldvagn sem er haganlega ýtt langt inn á  miðja grasflötina.


 Ég tók mig til um daginn og ýtti helvítis vagninum í bílastæðið mitt þar sem ég á engan bíl en daginn eftir var tjaldvagninn kominn inn í miðjan garð aftur.

Hver andskotinn er eiginlega að þessu fólki veit það ekki að þetta er ólöglegt? Það þarf samþykki meiri hluta íbúa stigagangsins til þess að eitthvað ákveðið svæði sé notað til annars en því er ætlað. 

Ég ætti að vita það því ég er meðlimur í Húseigendafélaginu. Hvað get ég gert? Ég veit ekkert hver á þennan fjandan tjaldvagn, á ég að labba á milli íbúða í húsinu og spyrja fólk hvort það eigi þennan andskota og biðja það vinsamlegast að færa hann?

Hvað ef fólkið bregst hið versta við á ég þá að tala við Húseigendafélagið? Svo er bílastæðið mitt alltaf upptekið, þó svo að ég noti það ekki þá væri nú hægt að biðja um leyfi og svo geta gestir sem til mín koma ekki lagt bílunum sínum.

Ég er rosalega útúr pirruð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þú átt alla mína hluttekningu. Varðandi tjaldvagninn, þá held að best væri að ráðfæra sig við Sigurð Helga Guðjónsson hjá Húseigendafélaginu.

Hlynur Þór Magnússon, 22.5.2007 kl. 09:10

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi hvað ég skil þig vel er með þetta sama og þú með bakið og fótinn það varleitt að þú komst ekki út  vonandi að þú fáir þetta endurgreitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: www.zordis.com

Sorglegt!  Ég var komin til þín í huganum .... ekki langt að fara en elsku kerlingin mín ekki pirrast!  Sendu pirrið til mín því ég er slatti pirruð ... það er ekki fullt tungl fyrr en um mánaðarmót ........ skrítið!¨

www.zordis.com, 22.5.2007 kl. 12:41

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku stelpan mín. Rosalega er leiðinlegt að heyra þetta. Var alveg búin að sjá fyrir mér hvað þér liði vel í hitanum. Með vagninn, þá mundi ég ganga á milli fólks og spurja hver ætti hann og svo með bílastæðið þitt sem þú ekki notar, þá skaltu setja stóran blómapott með þungu blómi í, þetta er jú ÞITT stæði.  Baráttukveðjur og batakveðjur

Ásdís Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 14:12

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk fyrir góðar kveðjur. Ég er svona að pæla í því í pirringi mínum að fá
einvern gröfukarl. Einn af þeim sem eru alltaf að djöflast í því að flytja til
stóra steina, til þess að koma með risastórt bjarg og planta því í bílastæðið
mitt. Sá hlær best sem síðast hlær.  Hehehe!

En ég er búin að komast að því hver á tjaldvagninn, það er konan  hérna í íbúðinni á móti. Ég ætla að  reyna að tala hana til og biðja hana að leggja
vagninum  við endann á  gangstéttinni  upp  við  húsið. Það er  þó skömminni skárra.

Svava frá Strandbergi , 22.5.2007 kl. 18:39

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir Arna mín. Ég verð bara að skipuleggja svona ferðir betur.
Fara ekki í svona langt flug og taka mér svona viku í að pakka og rusla aðeins
til í íbúðinni áður en ég legg upp í ferðalagið.

Svava frá Strandbergi , 22.5.2007 kl. 18:55

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Farðu nú bara til Krítar í staðinn. Þar ættirðu svo að setjast að bara. Slappa af og gefa skít í allt!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.5.2007 kl. 21:01

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já það gæti vel komið til greina að ég gæfi skít í allt saman, kannski það verði asnaskítur frá zou vinkonu minni á Krít. 

Svava frá Strandbergi , 22.5.2007 kl. 21:09

9 Smámynd: Jens Sigurjónsson

leiðinlegt að þú hafir ekki komist í hitann það hefði verið gott fyrir þig fyrst þú ert svona slæm í bakinu.

Jens Sigurjónsson, 22.5.2007 kl. 21:35

10 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér fyrir Jens, já hitinnn hefði gert mér gott en það var bara verkurinn að komast í gegnum sex tíma flug oná verkin fyrir. Maður þarf kannski að fara aðð huga að því eins og Siggi Þór segir að flytja í heitara loftslag.

 Guðmundur, það væri gaman að fá ykkur Heiðu í kaffi eftir svona tvo daga þegar ég verð orðin skárri. Kannski á föstudaginn og ekki verra að skreppa líka til Gurríar á Skagann þar sem ég átti einu sinni heima. 

Svava frá Strandbergi , 23.5.2007 kl. 00:48

11 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Elsku Guðný, leiðinlegt að heyra með ferðina, en það var rétt mat hjá þér að sleppa því að fara úr því sem komið var.  Vonandi gengur vel að fá ferðina endurgreidda, ég sjálf er ný komin úr yndislegri ferð til Jersey UK.  Það er svo gott að geta kúplað sig frá öllu þessu daglega amstri og hlaða batteríin.  Ég gæti tekið þig í reiki ef þú vilt, meðferðin tekur 3 skipti og þarf að vera samhangandi þ.e. 3 dagar í röð.  Tíminn sem fer í hvert skipti getur verið frá 30 mín til 2 klst. knús til þín.

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 02:37

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þakka þér gott boð en hvað kostar svona reikitími Ester og er það eins konar heilun?

Annars verð ég kannski að sjá til með þetta, ég er frekar blönk eins og er. 

Svava frá Strandbergi , 23.5.2007 kl. 03:06

13 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er ekki að gera þetta fyrir peningana, hringdu í mig á morgun ef þú hefur áhuga 8640580

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 03:14

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Allt í lagi. Þakka þér fyrir Ester. En kannski ég geti borgað þér með öðru.

Svava frá Strandbergi , 23.5.2007 kl. 04:22

15 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

ji hvað ég finn til með þér. Ég hef búið í einbýli allt mitt líf og er nú, í fyrsta skipti, að fara að flytja í fjölbýli og dauðkvíði því.

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 23.5.2007 kl. 10:17

16 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Já ég skal trúa því Bergrún að þú kvíðir því. Ég átti einu sinni einbýlishús og stóran garð sem ég dundaði mikið í. Ég sé mikið eftir því húsi.

En nú bý ég ein með tveimur köttum í fjögurra herbergja íbúð fráskilin og börnin löngu uppkomin og flutt að heiman. 

Svava frá Strandbergi , 23.5.2007 kl. 11:08

17 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Endilega fáðu góðu bloggvini þína í heimsókn og þiggðu reikið með þökkum. Ég fékk einmitt reiki um daginn hjá vini mínum oig það var algerlega frábært...hjálpaði mikið. Mér finnst þetta fallega boðið hjá Ester. Ekki klára kaffið elskan..það getur verið að ég komi heim um miðjan júní og þá kíki ég til þín...dadarrrra!!! Knús og batnikveðjur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.5.2007 kl. 08:16

18 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Katrín mín, þú ert alltaf velkomin í kaffi.Ester sendi mér reiki í gær og ætlar að halda því áfram held ég þar til ég kemst til hennar.

Svava frá Strandbergi , 24.5.2007 kl. 09:35

19 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Já þú og Siggi flytjið bara hingað og við málum og skálum og höfum það gaman ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 24.5.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband