16.5.2007 | 23:16
Heimsókn
Ég fór að heimsækja son minn og tengdadóttur í dag með systur minni. Ég var með síðbúna afmælisgjöf með mér til Elísu Marie sem varð sex ára síðastliðinn laugardag en ég komst ekki í afmælið hennar. Ég gaf henni skólatösku í afmælisgjöf, bleika að sjálfsögðu. Hún fer í sex ára bekk í Landakotsskóla næsta vetur. Hún var bara ánægð með töskuna og sýndi mér líka stolt pennaveski sem hún hafði fengi í afmælisgjöf frá frænda sínum.
Bróðir hennar hann Daníel var dálítið afbrýðisamur yfir afmælisgjöfinni en hann er fimm ára og fer líka í sama skóla og systir hans næsta vetur. Í Landakotsskóla byrja börnin fimm ára í skóla. Þau munu koma til með að læra ensku og frönsku í fyrstu bekkjunum í skólanum. Það er aldeilis munur þá verða þau talandi á fjórum tungumálum íslensku, filippísku, ensku sem þau kunna fyrir og svo frönsku. Það ætti aldeilis að verða eitthvað úr þeim blessuðum börnunum.
Við fengum kaffi og horfðum svo á þátt í sjónvarpinu um börn með Downs heilkenni en yngsti bróðir þeirra Jónatan Davíð tveggja og hálfs árs fæddist með það heilkenni. Hann talar ekki mikið en er því betri í táknmáli og sagði meðal annars amma á táknmáli. Ég ætla að ná í bók um táknmál á bókasafninu og læra þetta aðal mál hans Jónatans litla sonarsonar míns.
Nú get ég heimsótt barnabörnin oftar því þau eru flutt hérna í nágrennið og ef ég get ekki labbað til þeirra út af hnénu og bakinu þá tek ég bara leigubíl
Hérna er mynd af Elísu Marie þegar hún var þriggja ára.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Athugasemdir
Já góð hugmynd Guðmundur að gefa honum Batman skólatösku. Hann sagði einmitt að pabbi sinn væri Batman og var sjálfur í Superman bol. Daníel á afmæli í október en ég gef honum bara töskuna fyrir afmælið áður en skólinn hans byrjar. Takk fyrir.
Svava frá Strandbergi , 16.5.2007 kl. 23:26
Falleg stúlka og frábært að vera búin að fá fjölskylduna í nágrennið. Hafðu það gott.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 00:06
Takk Ásdís mín. Já Elísa Marie er falleg það blandast það besta í henni frá hávöxnum ljóshærðum föður, syni mínum og lítilli og grannri filippískri móður blandaða með spánsku blóði fyrrverandi lýðvelduherra Filippiseyja.
En mestu máli skiptir að hún er líka góð stúlka og auðvitað yndi ömmu sinnar.
Svava frá Strandbergi , 17.5.2007 kl. 00:22
Þú þarft ekki neina bók, ég þurfti að læra þetta með dóttur minni og okkur gekk best HÉR, en jú það er líka gott að hafa bók, þurfum ekki að nota táknmál lengur, Guði sé lof fyrir kraftaverki, það eru til þunnir ódýrir bæklingar.
Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 00:34
Ekkert að þakka félagi, best er að læra táknmynd fyrir allra algengustu orðin fyst, sían tengi orð, og þar á eftir að raða saman setningum.
Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 00:55
Ég vill bæta hér við að ég er enginn sérfræðingur í þessu, þetta sem ég skrifaði hér fyrir ofan er bara það sem reyndist okkur best.
Sigfús Sigurþórsson., 17.5.2007 kl. 00:56
Æðislegt Sigfús! Þakka þér fyrir að benda mér á þessa síðu. Ég mun örugglega læra af henni mér og litla sonarsyni mínum til gagns og gamans.
Takk aftur.
Svava frá Strandbergi , 17.5.2007 kl. 01:52
Mikið er barnið fallegt, það er gott að fá fjölskylduna í nágrennið og hafðu það gott í dag Guðný mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.5.2007 kl. 11:28
Takk Kristín mín og Arna.
Svava frá Strandbergi , 17.5.2007 kl. 13:30
Algjör prinsessa og gullfalleg! Falleg blanda foreldra, mér finst þú aðdáunarverð og frábær! Það sem ætti að gera í skóla, kenna táknmál sem skyldu og það áður en danska eða enska er kennd! Til hamingju með fallegu stúlkuna og foreldra hennar!
www.zordis.com, 17.5.2007 kl. 20:12
Takk zordís mín. Mér finnst líka að það ætti að kenna táknmál í skóla alveg frá byrjun í sex ára bekk svo þeir sem eru heyrnarlausir eða eitthvað annað að geti verið innan um hin börnin.
Takk Guðmundur. Ég er búin að fikta svo við tölvuna að ég er búin að rústa einhverju í henni. Ætla að prófa að endurræsa hana.
Svava frá Strandbergi , 17.5.2007 kl. 21:14
Til hamingju með litlu ömmu stelpuna. Hún er gull falleg. Það ætti að kenna táknmál strax í skólum en ég tel að það sé eitthvað kennt í leikskólum en hvort að það er nóg.... ef að foreldrarnir læra það ekki um leið....
Flott málverk af Snæfellsnesinu.
Agný, 17.5.2007 kl. 22:41
Takk Agný mín.
Svava frá Strandbergi , 18.5.2007 kl. 09:23
Það var nú lítið Guðný mín. Hvað segir Tító gott.
Sigfús Sigurþórsson., 18.5.2007 kl. 21:35
Tító er hinn hressasti stekkur um alla íbúðina á eftir Gosa og upp á hæsta pall á kisustandinum sem er úti á sólsvölum og eftsi pallurinn er alveg uppi við loft. Ég held að hann sé alltaf að plata mig með þessum veikindum sínum inná mili.
Svava frá Strandbergi , 18.5.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.