15.5.2007 | 22:23
Nornin
Óla hrökk upp með andfælum, hún hafði sofnað út frá sjónvarpinu að venju. Hún var alein í stofunni. Jónsi löngu kominn upp í rúm án þess að hafa fyrir því að vekja hana. Hún var sársvöng í enn einum megrunarkúrnum og nú æpti magi hennar á eitthvað sætt, helst súkkulaði, hún var sjúk í súkkulaði. Hún varð að fá súkkulaði núna strax! Skítt með þennan vonlausa megrunarkúr hugsaði hún ergileg.
Hún nennti ekki út í sjoppu svo henni datt í hug að vekja Jónsa eins og svo oft áður. Hann var ekki óvanur því að endasendast fyrir hana þegar sætindalöngunin náði tökum á henni, en svo áttaði hún sig á því að komið var fram yfir miðnætti og löngu búið að loka helvítis sjoppuholunni á horninu.
Hún gæti náttúrulega pantað leigubíl og sent bílstjórann í einhverja næturbúllu eftir súkkulaði. Hún hafði gert það nokkrum sinnum en nú veigraði hún sér við því þar sem stúlkan á stöðinni hafði verið svo dónaleg síðast þegar hún hringdi. Hún hafði spurt hana í hæðnistón hvort leigubílstjórinn ætti virkilega bara að kaupa eitt súkkulaði stykki.
Óla hafði fokreiðst. Hvern fjandann var þessi stúlkukind að skipta sér af því hvað leigubílstjórarnir keyptu fyrir kúnnana. Það kom henni ekki nokkurn skapaðan hlut við. Hún hafði hellt sér yfir þessa óforskömmuðu glyðru og skellt svo á hana og nú þorði hún ekki fyrir sitt litla líf að hringja oftar.
Óla ranglaði fram í eldhús og leitaði í öllum skápum að súkkulaðibita en þar var ekkert að finna. Það var ekki einu sinni til Nesquick eða smá súkkulaðbúðingur hvað þá meira. Hún var orðin ösku þreifandi ill út í Jónsa. Hún hafði vonað innst inni að hann hefði keypt súkkulaði. Hann gerði það stundum án þess að hún bæði hann um það, sérstaklega þegar hún var í megrun, svo fékk hann alltaf óbótaskammir þegar hún var búin að gleypa í sig góðgætið.
Þú vilt bara að ég sé feit sagði hún ætíð við hann eftirá ásamt ýmsu öðru ljótu og fór svo að hágráta.
Jónsi vissi ekki lengur hvað sneri upp eða niður þegar kona hans átti í hlut og reyndi því að hegða sér eins og í spilamennsku og sagði oftast pass.
Óla heyrði eittvað þrusk fyrir aftan sig og sperrti eyrun. Þetta var auðvitað Jónsi að koma fram til þess að fá sér nætursnarl. það voru fastir liðir eins og venjulega.
"Nei ertu vakandi elskan"? Sagði Jónsi þvoglumæltur þegar andlit hans birtist fyrir hornið á ísskápnum. Ólu fannst þetta svo heimskulega spurt að henni datt ekki til hugar að ansa honum.
"Ég er svo svangur", tautaði Jónsi. "Það eru nú fleiri", hreytti Óla illyrmislega út úr sér.
Jónsi hélt áfram. "Það er svo undarlegt hvað ég verð alltaf matlystugur af þessum svefnpillum".
" Ég vakna undantekningarlaust eftir svona klukkutíma svo glorhungraður að ég verð bara að fá mér eitthvað að éta" , tafsaði hann. Óla horfði á bónda sinn. Hann var ekki beint fyrir augað núna. Bara á nærbuxunum einum fata sem héngu einhvern veginn utan um hann rétt fyrir neðan ístruna. Bakið bogið eftir tugi ára erfiðisvinnu og æðahnútar á fótleggjunum og til að kóróna allt saman var hann vita tannlaus sem gerði það að verkum að nefið virtist enn stærra en venjulega.
Jónsi opnaði ísskápinn og beygði sig niður til að ná í mjólk og Ólu langaði allt í einu til þess að sparka í afturendann á honum Eitt þrumuskot í rassgatið og hlaupa svo eins og Andskotinn í burtu, en hún sat á sér og hálfskammaðist sín. Var hún virkilega svona vond manneskja? Hugsaði hún skelfd.
"Ég er líka að drepast úr hungri", muldraði hún lágum rómi. Ha! Sagði Jónsi með hausinn á kafi inni í ísskápnum. "Mig dreplangar svo í súkkulaði", æpti Óla. "Hvað er þetta manneskja". "Það er óþarfi að öskra svona". "Þú vekur alla í húsinu með þessum látum", svaraði Jónsi snöggur upp á lagið.
"Af hverju keyptirðu ekkert súkkulaði handa mér"? Vældi Óla ásakandi um leið og Jónsi teygði sig eftir matarkexinu. "Hu! Mér datt það ekki í hug", ansaði Jónsi. "Þú spikfitnar af því", bætti hann við. "Þú átt bara að fá þér mjólk og kex eins og ég", sagði hann rogginn um leið og hann snerist á hæli til að labba með bitann upp í rúm.
Ólu langaði mest til að myrða hann með köldu blóði. Að hann skyldi segja þetta, sem sjálfur var alltof feitur. Honum væri mátulegt að renna á rassgatið með mjólkina hugsaði hún í heift sinni.
Í sama bili glopraði Jónsi glasinu út úr höndum sér svo það skall í gólfið og innihaldið myndaði stóran poll fyrir framan ísskápinn.
Jónsa varð svo mikið um að honum skrikaði fótur í bleytunni. Hann æpti upp yfir sig um leið og hann missti jafnvægið og kexið og lenti á óæðri endanum í miðjum mjólkurpollinum.
Óla starði á Jónsa í forundran þar sem hann sat á gólfinu rennblautur eins og hundur af sundi dreginn með matarkexið á floti við hliðina á sér. Svo fór hún að hlægja. Hún hló tryllingslega. Benti á eiginmann sinn og hló. "Þetta var gott á þig", gat hún loks stunið upp á milli hláturrokanna.
Svo hélt hún áfram að hlægja einkennilega holum hlátri. Andlitsdrættir hennar máðust út og umbreyttust síðan í ófrýnilega grettu svo að rétt grillti í illúðlegar gular glyrnurnar.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var gott Guðmundur að ég gat fengið þig til að hlægja.
Svava frá Strandbergi , 15.5.2007 kl. 22:56
Djísús Arna, þú ert nú svo góð að þú verður nú varla að norn við það að fara í megrun þó það hafi komið fyrir Ólu illgjörnu.
Svava frá Strandbergi , 15.5.2007 kl. 23:05
Heyrðu mig nú Guðný, hvaða illgirnis saga er þetta nú, er einhver ástæða sem gerði það að verkum að þú settir þetta inn? eitthvert tilfinningarót hjá þér, ekki trúi ég því að þú eigir til svona illgirni. Kanski er þetta bara skáldahæfileikinn.
Sigfús Sigurþórsson., 16.5.2007 kl. 01:46
Ha ha ha...já maður skyldi nú passa hvað maður setur í gang með svona miklum tilfinningum. og hugsunum....ha? Haldiði að þetta sé tómur skáldskapur hjá henni Guðný?
Ó nei það held ég ekki..þetta er alvöru dæmisaga.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 07:32
Já Guðný þetta er skemmtileg saga úff .
Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2007 kl. 09:54
Katrín þó! Nei þetta er skáldskapur en þó kviknaði hugmyndin við svolítið skringilegar aðstæður. Megnið af þessu er pjúra skáldskapur.
Svava frá Strandbergi , 16.5.2007 kl. 10:54
AFSAKAÐU!!! Ég var líka smá að skálda!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 00:03
Það er ekkert að afsaka Katrín mín. Erum við ekki báðar smá skáld inn við beinið?
Svava frá Strandbergi , 17.5.2007 kl. 00:32
Hahaha frábær saga. En endirinn eitthvað dularfullur og óhugnanlegur ...
gerður rósa gunnarsdóttir, 18.5.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.