14.5.2007 | 22:42
Krían mín litla
Mér þykir það alltaf stórfrétt þegar krían kemur á vorin, þá fyrst finnst mér öruggt að það sé komið sumar. Ég tengist líka kríunni sterkari böndum en margir aðrir því sem barn höfðum við kríu sem gæludýr á heimilinu í heilan vetur.
Pabbi hafði fundið veika kríu niður við Tjörn sem ekki hafði haft krafta til þess að fylgja kynsystrum sínum eftir þegar þær flugu suður á bóginn um haustið.
Krían varð mjög hænd að okkur krökkunum og það var gaman að gefa henni að éta ýsustrimla sem mamma skar niður í hæfilega bita.
Hún átti sér ból undir eldavélinni í pappakassa með mjúku fóðri og hún vék sjaldan frá bæli sínu nema þegar hún fékk matinn sinn, þá flögraði hún uppá eldhúsborðið og át úr lófa okkar barnanna.
Aldrei minnist ég þess að hún hafi flogið um íbúðina enda var hún máttlaus í vængjunum . Svona leið veturinn og krían virtist þrífast vel á ýsunni.
En svo kom sá óheilladagur þegar mamma aldrei þessu vant keypti sardínur í olíu til þess að hafa ofan á brauð.
Krían sá okkur krakkana gæða okkur á þessum girnilega fiski og flögraði upp á borð. til þess að forvitnast nánar um þetta góðgæti.
Við vildum ekki gefa henni með okkur héldum að olían á sardínunum gæti kannski verið óhollt fyrir hana, en því miður var mamma ekki á sama máli og hélt einni sardínunni beint fyrir framan nefið á henni. Krían var ekki lengi að sporðrenna fiskinum og vildi meira. Um kvöldið var hún orðin fárveik, hún lá þarna undir eldavélinni í pappakassanum sínum og sífellt dró meira og meira af henni.
Ég var harmi slegin en ég var líka mjög reið út í mömmu fyrir að hafa gefið kríunni sardínurnar, því Þó ég væri aðeins tólf ára gömul var ég þess fullviss að krían hefði ekki þolað olíuna á þeim og væri þess vegna að deyja.
Ég lá þarna á eldhúsgólfinu við hliðina á litla pappakassanum sem var heimili kríunnar litlu sem nú háði sitt kvalafulla dauðastríð. Tárin runnu niður vanga mína og ég barðist við reiðina út í mömmu sem hafði verið svona fávís að gefa henni þennan óþverra að éta. Samt var ég ennþá reiðari út í elsta bróður minn og systur sem tóku þennan harmleik ekki nær sér en svo að þau skemmtu sér hið besta við að dansa tangó á eldhúsgólfinu.
Mér fannst það taka óratíma fyrir litlu kríuna mína að berjast við dauðann og ég þjáðist mikið við að horfa upp á þessa vonlausu baráttu. Svo var þetta skyndilega búið, litlu svörtu augun hennar brustu og hún var farin, burt úr þessum heimi. Heimi þar sem hún varð að húka í gömlum pappakassa undir eldavél í þröngum hýbýlum mannanna, í stað þess að fljúga frjáls um óravíðáttur himingeimsins og láta vindanna lyfta sér í hæstu hæðir.
Það tók mig langan tíma að fyrirgefa mömmu því barnssálin sem elskar dýrin á erfitt með að skilja mistök foreldra sinna. Á endanum gat ég þó fyrirgefið henni og með tímanum skildi ég að litla krían hefði líklega aldrei getað lifað eðlilegu lífi úti í náttúrunni, þó hún hefði svo sannarlega ekki átt skilið svona hræðilegan dauðdaga.
En á hverju vori þegar krían kemur minnist ég litlu kríunnar minnar og ég trúi því að sál hennar lifi í öðrum heimi þar sem allir, bæði menn og dýr eru heilbrigð og hamingjusöm.
Krían komin á Nesið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 195852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já hún er þá að gæta unganna sinna eða eggja en annars staðar ræðst hún ekki á menn. Hún ver líka fleiri fugla eins og æðurinnn fyrir vargi með varnarstríði sínu.
Svava frá Strandbergi , 14.5.2007 kl. 23:05
Já þetta var ein af mínum stærstu sorgum sem barn Guðmundur minn.
Svava frá Strandbergi , 14.5.2007 kl. 23:53
Það var alltaf kríuvarp heima, en ég ólst upp undir Eyjafjöllum. Ein hjó einu sinni gat á hausinn á mér, eftir það gekk ég alltaf um í kríuvarpi með prik fyrir ofan mig.
Ester Sveinbjarnardóttir, 14.5.2007 kl. 23:56
Ég er líka dauðhrædd í kríuvarpi, því þær eru ansi skeleggar við að verja sitt yfirráðasvæði og börnin sín. En mér þykir samt vænt um þær, því þetta er þeirra eðlishvöt eins og okkur mannanna og allra lifandi vera að verja börn sín og bú.
Svava frá Strandbergi , 15.5.2007 kl. 00:02
Ég myndi líka gogga í hausinn á þeim sem ætluðu nálægt mínum börnum og ég vissi ekki hver væri tilgangurinn. Það er ekkkert ólíkt með mér og kríumömmu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 00:39
Segjum tvær Katrín.
Svava frá Strandbergi , 15.5.2007 kl. 00:44
Virkilega falleg saga um sorlegan atburð, samhryggist þér Guðný.
Sigfús Sigurþórsson., 15.5.2007 kl. 08:26
þetta er falleg saga Guðný mín elsku litla krían. Samt er ég dauðhrædd við hana hún krúnkaði í hausinn á mér þegar ég var barn og blætti mikið en samt finnst mér vera komið sumar þegar hún kemur.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.5.2007 kl. 11:00
börnin taka dauðdaga sárt og skilja ekki hörku hinna fullorðnu er sína á sér aðra hliið. Falleg saga um kærleik! Þú ert yndisleg og ljúf!
Ég er ekki beint aðdáandi kríunnar en vissulega er hún fögur og snörp!
www.zordis.com, 15.5.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.