29.4.2007 | 17:36
Garðvinna er 'gaman saman.'
Þetta er búinn að vera fínn dagur 'so far' Það var garðhreinsunar dagur hjá okkur í stigaganginum í dag kl. 14.
Ég tók mig til með garðhanska, verkfæri og stól sem hægt er að brjóta saman og hélt í leiðangur um húsið að smala.
Litháíski formaðurinn á fjórðu hæð var til í að koma en sagði samt á sinni bjöguðu íslensku
' Hvað við bara verða tvær?' Nei, nei, svaraði ég, það hljóta að koma fleiri, við þurfum bara að banka hjá öllum.
Þegar ég barði að dyrum hjá vinkonu minni gjaldkeranum kom hún til dyra á náttkjólnum nývöknuð, enda vinnur hún vaktavinnu. Hún stakk sínum úfna haus milli stafs og hurðar og þvertók fyrir að koma út í garð. Það væri skítakuldi og hífandi rok. Hvaða vitleysa, sagði ég, það er mjög heitt úti og þó að það sé smá vindur þá er golan hlý.
Vinkona mín tautaði eitthvað ófagurt fyrir munni sér og skellti hurðinni á fésið á mér.
Mér heyrðist hún segja. 'Þú getur tekið til í þessum andskotans garði þínum sjálf.' En þar sem ég var í góðu skapi og vissi að vinkona mín hafði bara stigið öfugu megin fram úr rúminu, lét ég þessi orð sem vind um eyru þjóta og hélt að næstu dyrum.
Jú, jú þau ætluðu að koma eftir smástund. Á einum stað var enginn heima en í næstu tveim íbúðum var vinnufúst fólk.
Það endaði með því að við vorum orðin sjö sem tókum til í garðinum okkar. Meira að segja vinkona mín gjaldkerinn sá að sér og mætti á staðinn með hundinn sinn, sem lagði sitt af mörkum með því að vökva tré og runna með náttúrulegri gróðurblöndu sem hann framleiðir sjálfur.
Við tíndum allt ruslið sem safnast hafði fyrir um veturinn. Okkur sýndist mestur parturinn af því vera frá því á gamlaárs kvöld enda er fólk í þessu hverfi óvenju duglegt við að skjóta upp flugeldum, sumir ungir menn eru meira að segja ennþá að sprengja öðru hvoru.
Við enduðum á því að sópa bílaplanið og stéttina fyrir framan húsið. Við vorum sammála um það að það væri bara gaman að vinna svona saman.
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Af mbl.is
Erlent
- Trump náðar stuðningsmenn sína
- Gert að sæta upptöku úra og gulls
- Játaði allt á fyrsta degi
- Gullöld Bandaríkjanna hefst núna
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
Athugasemdir
Ég er allavega sammála því að það er gaman að vinna úti í garði. Var úti í garði í allan dag að taka upp kartöflur, og var farin að taka afleggjara af öllu sem ég sá áður en ég vissi af, risastóran kaktusafleggjara meira að segja. Ótrúlega hressandi svona útivinna. Hundarnir smituðust af vinnugleðinni og grófu þessa líka gígantísku holuna og athuguðu einnig vel og vandlega hvort einhverjar kartöflur hefðu orðið eftir í kartöflubeðinu.
Duglegir hundar sem ég á og láta ekki sitt eftir liggja við garðvinnuna.
gerður rósa gunnarsdóttir, 29.4.2007 kl. 18:07
Já hundarnir láta ekki sitt eftir liggja í að hjálpa eigandanum og fleirum. En getur þú tekið afleggjara af kaktusi úti í garði hjá þér? Það eru nú bara nýútsprungnir krókusar í garðinum okkar en túlipanarnir, og hvítasunnuliljurnar eru óútsprungnar. 'Það aldin út er sprungið og ilmar sólu mót.' etc.
Svava frá Strandbergi , 29.4.2007 kl. 18:15
Já, ertu ekki endurnærð eftir daginn og alíslenska náttúruna? Smúts á þig kæra ....
www.zordis.com, 29.4.2007 kl. 18:21
Jú mér líður mjög vel. Smúts til baka zordís mín.
Svava frá Strandbergi , 29.4.2007 kl. 18:47
Hér er komið hávaðasumar og allt vaðandi í gróðri, og það er hægt að éta helling af þessu, m.a.s. kaktusinn - eða ávextina sem hann ber, það sýndi kerlingin í næsta húsi mér, og af slíku tek ég afleggjara. Tók samt óvart 2 rósaafleggjara líka; þeir duttu bara einhvernveginn upp úr jörðinni, svo ég varð að taka þá líka.
Nú ætla ég sko að gerast garðyrkjukerling ... og listmálari auðvitað - það passar svo vel saman.
gerður rósa gunnarsdóttir, 29.4.2007 kl. 19:01
Óska þér til hamingju með ákvörðunina um að gerast garðyrkjukerling og vertu velkomin í hópinn garðyrkjukerlingarlistmálari.
Svava frá Strandbergi , 29.4.2007 kl. 19:09
Þú ert dugleg Guðný mín að að taka til í garðinum
Kristín Katla Árnadóttir, 29.4.2007 kl. 21:32
Ég gerðist svona garðvinnukonu smátíma í dag..klippti runna og setti afklippurnar í vatn til að láta það ræta sig....
Ætla að nota það til að búa til fleirirunna...Þetta var alaskavíðir en hann er það al harðgerðasta þannig að ég reikna með að hann komi vel til og svo er hann svo fljótsprottinn..
En ég verð að fara að gera eitthvað í því að endurvekja listagyðjuna í mér...
Agný, 30.4.2007 kl. 20:02
Ég er kannski vitlaus í þessu en þarf að láta afklippurnar ræta sig? Ég sá það í sjónvarpinu að trjábóndi uppi í sveit kippti grein af alaska já það var alaska ösp en ekki víðir. Anyway, ég hef sett niður að ráði mágkonu minnar afklippur af alaskavíði beint oní moldina og það gekk alveg. En liklega eru margar aðferðir jafngóðar. Já endilega farðu og vektu listagyðjuna sem blundar í þér. Er hún ekki búin að sofa út? Smúts
Svava frá Strandbergi , 30.4.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.