Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna?? !!

Ósköp er maður eitthvað andlaus og þreyttur í dag.  Ég þurfti að hlaupa á eftir strætó og rétt náði honum og ég sem er með bilað og bólgið hné.

Ég varð samt að ná strætónum því ég var að fara á fund niður í Ráðús, til að fá úthlutaðan tíma fyrir sýninguna okkar
Besti tíminn sem við getum fengið verður frá 29. ágúst til 14. sept. 2008.
Fimm af okkur sex eru búnar að samþykkja þetta, en ein þarf að hugsa málið, en meirihlutinn ræður venjulegast svo ætli þetta verði ekki úr.

Ég er búin að átta mig á því fyrir löngu síðan, að þessi síendurtekna berkjubólga og nefrennsli sem ég er með, er pottþétt ofnæmi fyrir köttunum mínum sem ég elska út af lífinu.
Ég svaf heldur sama og ekkert í nótt vegna óstöðvandi kláða í nefinu, var alveg viðþolslaus.
Lifandis skelfing er ég dofin yfir þessu, ég er ekki lengur reið yfir að geta líklega ekki átt kettina, mína bestu vini, áfram, ég er hreint og beint sinnulaus og öll dofin á sálinni.

Stundum hugsa ég að þetta lagist þó svo að ég viti að það geri það ekki, svo datt mér í hug í dag að leita  til grasalæknis við fyrsta tækifæri .
Kannski það sé hægt að fá eitthvert töfraseyði gegn kattaofnæmi.
Annars er ég löngu komin á ofnæmislyf uppáskrifuð frá lækni en þau gera lítið gagn.
Hvað á ég að gera?
Ég get ekki hugsað mér að láta deyða 'börnin' mín eins og mér finnst kisarnir mínir vera. Ég bara brjálast held ég og er ég þó nógu klikkuð fyrir, svo sem.

Af hverju er lífið svona ósanngjarnt? Ég bý ein og er oft einmana, bestu vinirnir mínir og meðbúendur verða að fara  frá mér,  líklega deyja og ég verð að koma því í kring.
Hvernig er hægt að leggja þetta á mann?
Hvernig er hægt að fá ofnæmi fyrir verum sem maður elskar og er búin að eiga í níu ár? Verum sem treysta manni fullkomllega og eru algjörlega upp á mann komnar.
Sem taka á móti manni þegar maður kemur heim og fylgja manni hvert fótspor, meira að segja á klósettið og sem sækjast eftir því að kúra hjá manni með loppuna um hálsinn á manni.
Biðja um að láta taka sig upp eins og lítil börn og biðja mann að leika við sig,
Litlu börnin mín, eftir að mannabörnin mín urðu stór.

Góði Guð,  ef þú ert þarna einhvers staðar uppi, getur þú þá sagt mér af hverju ég þurfti endilega að fá þetta ofnæmi? Geturðu læknað mig?

 

                                               Huggun

 

                         Þú kemur til mín ósköp hægt og hljótt
                         er húmið dökka sest um sefa minn.
                         Í hjarta mér þá helköld ríkir nótt
                         en heit mín tár sem falla á fölva kinn.
                         Þá lýsa mér þín augu blið og blá
                         svo björt og hrein þar skín mér ástin þín.
                         Sem glæðir aftur gleymda von og þrá
                         Þú göfga litla hjartans kisan mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 É

g vona að guð muni hjálpa þér  en það er vont að vera með  vera ofnnæmi

Ég vona að þetta lagist  ég veit hvað er að elska elskulegu dýrin okkar Ég vona að þetta lagist sem fljótt  elsku Guðný min og vonandi færðu hjálp til að losna við omfnæðið 

i

Kristín Katla Árnadóttir, 27.4.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: www.zordis.com

Svekkjandi ljótleiki! Það væri hægt að gefa út heila bók með skemmtilegum kisusögum  litla míns er trítlar um í skýjaheimi, með rautt skott og gætir manna sem búa á jörð.  Það er engin lækning svo fráleit að ekki geti orðið.  Notaðu hugann og kraftinn sem seitlar í þér og hafnaðu þessu ofnæmi!

www.zordis.com, 27.4.2007 kl. 06:22

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Leita og leita og leita á netinu að lausn.

gerður rósa gunnarsdóttir, 27.4.2007 kl. 20:14

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú ert samt alltaf soldið heppin Svava. Ég þurfti líka að hlaupa á eftir strætó en missti ekki bara af honum heldur datt á hausinn og varð mér til skammar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.4.2007 kl. 20:43

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guð hvað ég skil þig. Lét kisu mína frá mér í Ágúst lok í fyrra og sakna hennar rossalega mikið. Vissi ekki að ég hefði ofnæmi fyrir henni fyrr en hún var farin, hélt bara að ég væri alltaf með kvef og hósta, hún svaf alltaf við hausinn á mér, svo bara batnaði mér, en ég sakna hennar samt.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 00:06

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Moi know how to help. Send me meil.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 00:42

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Leita á netinu já eða fara til grasalæknis. Ég get ekki látið svæfa hann Tító, mér er það gersamlega um megn og hann er orðinn svo gamall að enginn vill hann. Eina ráðið er að næst þegar hann veikist ef ég ætla að hugsa um sjálfa mig að leyfa honum þá að deyja með því að láta svæfa hann þá ef ég þá get það nokkuð. Hann er með nýrnagalla og þarf lyf öðru hvoru. Svo er Gosi hann er svo háður Tító og er svo lítill í sér og hræddur við alla ókunnuga. Hann er líka orðinn fimm ára gamall svo varla vill nokkur hann heldur. En þetta er alvarlegt með mig ,ég var á sýklalyfjum við bronkítis þegar mér slær niður, ég er alltaf hóstandi og mikið ofan í mér og líka með nefkvef og kláða. En kannski leysist þetta vandamál ef maður trúir á bata. Ég verð bara að biðja um æðruleysi. Það eru til kettir í USA sem ekki valda ofnæmi en þeir kosta 200 þúsund fyrir utan flutningakostnað og einangrunarkostnað  í Hrísey en þeir eru ekki Tító minn. En allir deyja víst einhvern tíma og Tító líka enda að verða níu ára gamall og heilsutæpur. Það er verst með Gosa litla graðnagla. 

Já Nimbus minn ég er alltaf dáldið heppin að hafa ekki dottið á hausinn eins og þú. Ég er einmitt svo oft hrædd um að detta og brjóta mig eins og Helga systir er margbúin að gera. En er annars ekki allt í lagi með hausinn á þér eftir fallið? 

Svava frá Strandbergi , 28.4.2007 kl. 00:55

8 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæl Svava, ég finn til með þér. Ég trúi ekki á neinn skeggjaðann guð sem okkur var kennt um í skólanum, en ég trúi á hið góða og það er allstaðar og allt um kring, þann kraft skal ég biðja þér til aðstoðar.  Baráttukveðja til þín Svava  mín, þinn frændi.

Þorkell Sigurjónsson, 28.4.2007 kl. 01:53

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Takk Keli minn fyrir kraftinn frá hinu góða sem þú biður að hjálpa mér. 

Sendi þér líka mínar bestu óskir um að allt gott megi vera með þér og þínum. 

Svava frá Strandbergi , 28.4.2007 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Svava frá Strandbergi
Svava frá Strandbergi

Myndlistarmaður. Smellið á myndina til að sjá verð á skopmyndum sem og eftirprentunum úr galleryi.
Myndir á þessarri síðu eru verndaðar af höfundarrétti hjá Myndstef.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband