20.4.2007 | 21:37
Einkennileg alhæfing
Mér finnst það í meira lagi skrýtið þegar tekið er fram í fréttum að ódæðismenn hafi átt við geðræn vandamál að stríða.
Geðræn vandamál eru margvísleg og ekki eru allir þeir sem burðast með geðræna kvilla morðingjar, nauðgarar eða annað misindis fólk fremur en aðrir hópar sjúklinga.
Alla vega kæmi það betur út ef að tiltekið væri í fréttinni að viðkomandi geð sjúklingur hefði verið haldinn, einhverjum tilteknum geðsjúkdómi sem mikið ofsóknaræði eða ofbeldishneigð fylgdi.
Ekki þar fyrir, menn þurfa ekki að vera veikir á geði til þess að vera illa innrættir eða ofbeldishneigðir, ekki frekar en þeir sem eru veikir á geði þurfi endilega að vera það .
Þess vegna finnst mér að með svona fréttaflutningi sé stór hópur af geðsjúklingum settur undir sama hatt svo almenningur getur hæglega dregið þá ályktun að allir þeir sem glíma við geðræna sjúkdóma séu stórhættulegir.
Fólk með andlega kvilla er eins misjafnt að geðslagi og það er margt og sem betur fer er það upp til hópa sauðmeinlausir sakleysingjar eins og flestir aðrir .
Það er helst að þessir einstaklingar vinni stundum sjálfum sér mein en ekki öðrum manneskjum .
Það er líka fjöldi manna sem stríðir við geðræn vandamál en fúnkera þó ágætlega úti í þjóðfélaginu og gegna margir þeirra ábyrgðarstöðum.
Þetta fólk þarf aðeins að taka lyf sín reglulega eins og allir aðrir sjúklingar,, eins og til dæmis hjartasjúklingar, gigtarsjúklingar og fleiri og fleiri.
Það yrði heldur betur rekið upp ramakvein meðal þeirra er til sín gætu tekið, ef því yrði slegið upp í fyrirsögn eða frétt að einhver morðingi hefði átt við kransæðaþrengsli að etja.
Það er nóg komið af þessum hálfvitalegu alhæfingum um geðsjúklinga og fordómum gagnvart þeim sem og öðrum fordómum gagnvart öllu því sem við þekkjum ekki til hlítar.
Fórnarlömb byssumanns syrgð í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Desember 2014
- Apríl 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Ágúst 2012
- Október 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- September 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Nóvember 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Tenglar
http:www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson, texti eftir Kerst
- http://
- Halldór Guðjónsson lagasmiður og Kerst textahöf. Flott lög eftir Halldór Guðjónsson og textar eftir Kerst
- http://
http://www.showcaseyourmusic.com/KerstGudjonsson
Lög eftir Halldór Guðjónsson og texti eftir Kerst
http://www.diadems.no/
Ragdoll kettir. En ég er búin að ákveða að fá mér svoleiðis kött þegar Tító minn er farinn. Þessi Xantos sem er í x gotinu verður væntanlegur forfaðir nýja kisans mín
- Ragdoll kettir Ég ætla að fá afkomanda Xantosar þegar Tító er farinn frá mér.
Tenglar
- http://
- Halldór Guðjónsson sem gerði lagið við ljóðið mitt ´ Huggun' og fleiri ljóð eftir mig Hann er góður
- Ljóð á Tíu þúsund tregawött Framúrstefnuleg ljóð
- Myndir Katrínar K. vinkonu Flottar ljósmyndir
- Myndir Rebekka Frábær og fræg
- Ljóð.is
- Allra veðra von
Bloggvinir
- katrinsnaeholm
- zordis
- katlaa
- jonaa
- halkatla
- ormurormur
- martasmarta
- steina
- gudnyanna
- zoti
- ragjo
- diesel
- estersv
- alit
- toshiki
- kaffi
- svartfugl
- jenni-1001
- laufabraud
- stormsker
- svanurg
- guru
- ingo
- lindagisla
- bjorkv
- prakkarinn
- agny
- bergruniris
- raggibjarna
- maple123
- saethorhelgi
- vglilja
- johannbj
- partners
- vitinn
- zeriaph
- gudrunmagnea
- birtabeib
- iador
- gudrunfanney1
- ibb
- kolgrimur
- skjolid
- bene
- coke
- hux
- nonniblogg
- heringi
- hjolaferd
- amason
- joiragnars
- steinibriem
- rafdrottinn
- siggith
- vefritid
- ljosmyndarinn
- poppoli
- perlaoghvolparnir
- vitale
- skordalsbrynja
- lindalea
- bidda
- manisvans
- scorpio
- haddih
- gattin
- korntop
- brahim
- klarak
- laugatun
- konur
- panama
- sigurfang
- joklamus
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 195794
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg merkilegt .... Geðræn vandamál eru svo mismunandi því er ekki að neita og ljótt að setja saman sem merki á geðræn vandamál.
www.zordis.com, 20.4.2007 kl. 21:47
Ég hef nú á köflum í lífi mínu verið svona "borderline" klikkuð, enda oft lent í erfiðum hlutum, en að gera eitthvað eins og að drepa aðra eða sjálfa mig hefur aldrei verið inn í myndinni, svo semsagt maður má aldrei alhæfa.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 00:34
Mikið er þetta góður pistill Guðný mín, og fyrir utan alhæfunar hlutann, kemur annað til og það er að ef einhver er með einhveja geðveilu meigi hann/hún nánast gera hvað sem er, notað sem afsökun, enda þekkt dæmi að fólk felur sig á bakvið slíkt sem er bara tilbúningur einn.
Sigfús Sigurþórsson., 21.4.2007 kl. 01:15
Ákaflega læsileg og góð grein þar sem þú veltir upp mjög áhugaverðum atriðum sem heildin mætti reyna að greina betur á um.
Ragnar Bjarnason, 21.4.2007 kl. 11:39
Þetta er allt rétt og satt sem þú ert að segja Guðný mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.4.2007 kl. 12:32
Það sem mig undrar mest er sú holskefla fréttaflutnings og tímalengdar sem umfjöllun um þennan morðingja hefur verið undanfarið. Hugsaðu þér hversu gífurlegur tími færi í, ef sambærilegur lengdartími færi í umræður um hroðaverk og viðbjóð þann sem framinn er dagsdaglega í Írak?
Þorkell Sigurjónsson, 21.4.2007 kl. 23:40
Já Keli einmitt.
Svava frá Strandbergi , 22.4.2007 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.